Hviður gætu farið upp í 50 metra á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 10:10 Vegagerðin býst við að loka þurfi Hellisheiði og Þrengslum um og upp úr hádegi vegna veðurs. vísir/vilhelm Skil sem nálgast landið úr suðri valda því að stormur mun ganga yfir í dag og fram á morgundaginn. Vegir munu loka víða, og hefur Suðurlandsvegi frá Skaftafelli að Jökulsárlóni nú þegar verið lokað. Þá hefur kennsla verið felld niður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eftir hádegi. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það bæti í vindinn hægt og rólega núna fyrir hádegi en svo muni hvessa ört eftir hádegið. „Veðrið verður í hámarki síðdegis sunnan til á landinu og þessu fylgir snjókoma og slydda, og rigning syðst. Svo ganga þessi skil norður eftir þannig að það verður orðið vont veður þar í öðrum landshlutum í kvöld. Veðrið hangir þarna norðan og norðvestan til fram eftir morgundeginum og þá fer ekki að lægja á Vestfjörðum fyrr en seint á morgun,“ segir Helga í samtali við Vísi.Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðadeild Veðurstofunnar er talið að veruleg snjóflóðahætta skapist á norðanverðum Vestfjörðum þegar óveðrið skellur á núna síðdegis og þá er spáð snjókomu þar í nótt og fram á morgundaginn. Nú þegar er talin mikil hætta en með því er verið að vara fólk við flóðahættu utan alfaraleiðan. Óvissuástandi er hins vegar lýst yfir þegar byggð getur verið í hættu en því hefur ekki verið lýst enn og því ekki fyrirhugað að rýma nein hús. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist mjög grannt með framvindu mála á Vestfjörðum og verður almannavarnanefnd þegar kölluð saman ef ástæða þykir til.Snarpar hviður í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Í ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar kemur fram að búast megi við hviðum að allt að 40 til 50 metrum á sekúndu um klukkan 14 í dag í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Vegna slæmrar veðurspár verður Hringvegi 1 því lokað frá klukkan 12 í dag frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá áætlar Vegagerðin jafnframt að vegna óveðursins megi búast við því að grípa þurfi til lokana á vegum á Suðvesturlandi. Þannig eru líkur á því að um um og upp úr hádegi verði vegum lokað yfir Hellisheiði, um Þrengsli og Mosfellsheiði. Ólíklegt er að unnt verði að beina umferð um Suðurstrandarveg á meðan lokanir vara. Þá er einnig líklegt að loka þurfi Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Veður Tengdar fréttir Von á stormi og búist við lokunum á Suðvesturlandi Spáð er austanstormi eða roki, allt að 28 metrum á sekúndu, síðdegis í dag með snjókomu eða slyddu, en rigningu syðst. 4. febrúar 2016 07:04 Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar. 4. febrúar 2016 07:14 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Skil sem nálgast landið úr suðri valda því að stormur mun ganga yfir í dag og fram á morgundaginn. Vegir munu loka víða, og hefur Suðurlandsvegi frá Skaftafelli að Jökulsárlóni nú þegar verið lokað. Þá hefur kennsla verið felld niður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eftir hádegi. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það bæti í vindinn hægt og rólega núna fyrir hádegi en svo muni hvessa ört eftir hádegið. „Veðrið verður í hámarki síðdegis sunnan til á landinu og þessu fylgir snjókoma og slydda, og rigning syðst. Svo ganga þessi skil norður eftir þannig að það verður orðið vont veður þar í öðrum landshlutum í kvöld. Veðrið hangir þarna norðan og norðvestan til fram eftir morgundeginum og þá fer ekki að lægja á Vestfjörðum fyrr en seint á morgun,“ segir Helga í samtali við Vísi.Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðadeild Veðurstofunnar er talið að veruleg snjóflóðahætta skapist á norðanverðum Vestfjörðum þegar óveðrið skellur á núna síðdegis og þá er spáð snjókomu þar í nótt og fram á morgundaginn. Nú þegar er talin mikil hætta en með því er verið að vara fólk við flóðahættu utan alfaraleiðan. Óvissuástandi er hins vegar lýst yfir þegar byggð getur verið í hættu en því hefur ekki verið lýst enn og því ekki fyrirhugað að rýma nein hús. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist mjög grannt með framvindu mála á Vestfjörðum og verður almannavarnanefnd þegar kölluð saman ef ástæða þykir til.Snarpar hviður í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Í ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar kemur fram að búast megi við hviðum að allt að 40 til 50 metrum á sekúndu um klukkan 14 í dag í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Vegna slæmrar veðurspár verður Hringvegi 1 því lokað frá klukkan 12 í dag frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá áætlar Vegagerðin jafnframt að vegna óveðursins megi búast við því að grípa þurfi til lokana á vegum á Suðvesturlandi. Þannig eru líkur á því að um um og upp úr hádegi verði vegum lokað yfir Hellisheiði, um Þrengsli og Mosfellsheiði. Ólíklegt er að unnt verði að beina umferð um Suðurstrandarveg á meðan lokanir vara. Þá er einnig líklegt að loka þurfi Vesturlandsvegi um Kjalarnes.
Veður Tengdar fréttir Von á stormi og búist við lokunum á Suðvesturlandi Spáð er austanstormi eða roki, allt að 28 metrum á sekúndu, síðdegis í dag með snjókomu eða slyddu, en rigningu syðst. 4. febrúar 2016 07:04 Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar. 4. febrúar 2016 07:14 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Von á stormi og búist við lokunum á Suðvesturlandi Spáð er austanstormi eða roki, allt að 28 metrum á sekúndu, síðdegis í dag með snjókomu eða slyddu, en rigningu syðst. 4. febrúar 2016 07:04
Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar. 4. febrúar 2016 07:14