Katrín, VG og fullveldi ríkja Þröstur Ólafsson skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Nú er það svo að mér koma ritsamskipti annarra ekki mikið við. Held mig almennt fjarri þeim. „Bréf“ Katrínar Jakobsdóttur í Fréttabl. 2. febr. sl., þótti mér hins vegar byggt á svo rangsnúnum málflutningi að rangt væri að láta eins og ekkert væri. Um hugarfar eða afstöðu ætla ég ekki að ræða. Það verður hver að eiga við sjálfan sig. Viðskiptaþvinganir eru vissulega ekkert skemmtiatriði. Þeim er beitt þegar gefist hefur verið upp á samningum. Þær koma vissulega ekki í staðinn fyrir pólitískar lausnir, en geta leitt til þeirra, eins og í deilunni við Íran. Kannski má segja að þær séu mildur staðgengill stríðsyfirlýsingar. Á 19. og 20. öld voru þær mun sjaldgæfari. Það var þá helst aðflutnings- eða hafnbönn sem beintengd voru stríði. Yfirleitt var þó vaðið beint í stríð. Ætli Evrópusagan hefði orðið mildari, ef viðskiptaþvingunum hefði verið beitt markvisst á fyrri hluta 20. aldar? En það er bara vangavelta sem engin leið er að færa sönnur á. Fullveldi ríkja Það er í seinni hluti greinar K.J. sem mér finnst örla á misskilningi eða röngum upplýsingum. Katrín segir VG vilja „…standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum sé breytt í skjóli hervalds“. Gott er það. Þetta er þó meginástæða þess að viðskiptaþvinganir voru settar á Rússland Pútíns. Niðurstaða Helsinki-ráðstefnunnar 1976, sem ítrekuð var í samningunum um sameiningu Þýskalands 1990/91, var sú að óheimilt væri að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja. Þetta voru samningar sem Sovétríkin og síðar Rússland undirrituðu. Rússland gerði sérstakt samkomulag við Úkraínu (1992) um viðurkenningu á fullveldi þess ríkis og óbreytanleika þáverandi landamæra Úkraínu. Þegar þetta samkomulag var undirritað var Krím hluti af Úkraínu. Þegar Pútín tók landsvæði af Georgíu, í fullri andstöðu við ríkisstjórn þess lands, brugðust Vesturlönd við með því að mótmæla, án þess þó að annað fylgdi í kjölfarið, sem kannski varð til þess að Rússar færðu sig upp á skaftið og innlimuðu Krím og hófu hernað í austurhluta Úkraínu. Þá var mælirinn fullur. Óbreytanleiki landamæra Misskilningur Katrínar liggur í því, að hún virðist réttlæta að nokkru verknað Rússa með því að atkvæðagreiðsla, sem þeir framkvæmdu hjá íbúum Krím, undir eigin hervernd, hafi sýnt fram á vilja Krímverja. Helsinki-samkomulagið og samkomulag Rússa og Úkraínu hljóðuðu upp á, að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja. Það var nákvæmlega þetta sem koma átti í veg fyrir í Helsinki, minnugir m.a. innlimunar Súdetahéraðanna í Þýskaland, sem samþykkt var af meirihluta Þjóðverja í héraðinu. Ef slíkt yrði heimilt, væri hætta á að öll Evrópa myndi aftur loga í ófriði. Með vopnaskaki Rússa við landamæri Eystrasaltsríkjanna og hernaði þeirra í austurhluta Úkraínu, var það mat leiðtoga og þjóðþinga á Vesturlöndum að rétt væri að setja á viðskiptaþvinganir, þó ekki viðskiptabann, þar sem diplómatískar viðræður og samningaumleitanir höfðu engan árangur borið. Hvað varðar „útþenslu Atlantshafsbandalagsins“ þá er það staðreynd að þessar austur-evrópsku þjóðir, sem áður höfðu verið undir áratuga áþján Sovétmanna, óttuðust um fullveldi ríkja sinna, ef þær kæmust ekki undir verndarvæng NATO. Þær sóttu um aðild að NATO með þeim orðum, að vilja með því standa vörð um fullveldi sitt. Það getur varla verið ásteytingarsteinn hjá VG, sem einmitt vill „standa vörð um fullveldi ríkja“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er það svo að mér koma ritsamskipti annarra ekki mikið við. Held mig almennt fjarri þeim. „Bréf“ Katrínar Jakobsdóttur í Fréttabl. 2. febr. sl., þótti mér hins vegar byggt á svo rangsnúnum málflutningi að rangt væri að láta eins og ekkert væri. Um hugarfar eða afstöðu ætla ég ekki að ræða. Það verður hver að eiga við sjálfan sig. Viðskiptaþvinganir eru vissulega ekkert skemmtiatriði. Þeim er beitt þegar gefist hefur verið upp á samningum. Þær koma vissulega ekki í staðinn fyrir pólitískar lausnir, en geta leitt til þeirra, eins og í deilunni við Íran. Kannski má segja að þær séu mildur staðgengill stríðsyfirlýsingar. Á 19. og 20. öld voru þær mun sjaldgæfari. Það var þá helst aðflutnings- eða hafnbönn sem beintengd voru stríði. Yfirleitt var þó vaðið beint í stríð. Ætli Evrópusagan hefði orðið mildari, ef viðskiptaþvingunum hefði verið beitt markvisst á fyrri hluta 20. aldar? En það er bara vangavelta sem engin leið er að færa sönnur á. Fullveldi ríkja Það er í seinni hluti greinar K.J. sem mér finnst örla á misskilningi eða röngum upplýsingum. Katrín segir VG vilja „…standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum sé breytt í skjóli hervalds“. Gott er það. Þetta er þó meginástæða þess að viðskiptaþvinganir voru settar á Rússland Pútíns. Niðurstaða Helsinki-ráðstefnunnar 1976, sem ítrekuð var í samningunum um sameiningu Þýskalands 1990/91, var sú að óheimilt væri að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja. Þetta voru samningar sem Sovétríkin og síðar Rússland undirrituðu. Rússland gerði sérstakt samkomulag við Úkraínu (1992) um viðurkenningu á fullveldi þess ríkis og óbreytanleika þáverandi landamæra Úkraínu. Þegar þetta samkomulag var undirritað var Krím hluti af Úkraínu. Þegar Pútín tók landsvæði af Georgíu, í fullri andstöðu við ríkisstjórn þess lands, brugðust Vesturlönd við með því að mótmæla, án þess þó að annað fylgdi í kjölfarið, sem kannski varð til þess að Rússar færðu sig upp á skaftið og innlimuðu Krím og hófu hernað í austurhluta Úkraínu. Þá var mælirinn fullur. Óbreytanleiki landamæra Misskilningur Katrínar liggur í því, að hún virðist réttlæta að nokkru verknað Rússa með því að atkvæðagreiðsla, sem þeir framkvæmdu hjá íbúum Krím, undir eigin hervernd, hafi sýnt fram á vilja Krímverja. Helsinki-samkomulagið og samkomulag Rússa og Úkraínu hljóðuðu upp á, að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja. Það var nákvæmlega þetta sem koma átti í veg fyrir í Helsinki, minnugir m.a. innlimunar Súdetahéraðanna í Þýskaland, sem samþykkt var af meirihluta Þjóðverja í héraðinu. Ef slíkt yrði heimilt, væri hætta á að öll Evrópa myndi aftur loga í ófriði. Með vopnaskaki Rússa við landamæri Eystrasaltsríkjanna og hernaði þeirra í austurhluta Úkraínu, var það mat leiðtoga og þjóðþinga á Vesturlöndum að rétt væri að setja á viðskiptaþvinganir, þó ekki viðskiptabann, þar sem diplómatískar viðræður og samningaumleitanir höfðu engan árangur borið. Hvað varðar „útþenslu Atlantshafsbandalagsins“ þá er það staðreynd að þessar austur-evrópsku þjóðir, sem áður höfðu verið undir áratuga áþján Sovétmanna, óttuðust um fullveldi ríkja sinna, ef þær kæmust ekki undir verndarvæng NATO. Þær sóttu um aðild að NATO með þeim orðum, að vilja með því standa vörð um fullveldi sitt. Það getur varla verið ásteytingarsteinn hjá VG, sem einmitt vill „standa vörð um fullveldi ríkja“.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun