Samkeppniseftirlit og biðin langa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 27. janúar 2016 11:00 Í liðinni viku birti Samkeppniseftirlitið ákvörðun nr. 1/2016, tengda samruna Gæðabaksturs ehf. og Brauðgerðar Kr. Jónssonar ehf. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að samruninn var samþykktur. Samruni þessi krafðist ekki ítarlegrar rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þeir markaðir sem fyrirtækin starfa á voru þekktir, staða fyrirtækja á hlutaðeigandi mörkuðum var nokkuð skýr og eðli samkeppni á þeim dæmigert. Minniháttar upplýsinga var því aflað frá aðilum á markaði, auk þess sem Samkeppniseftirlitið virðist hafa átt samtöl við fulltrúa þessara sömu aðila. Rannsókn sem fram fór af hálfu stjórnvaldsins er þar með tæmandi talin. Löggjafinn hefur sett skýrar reglur um málsmeðferðartíma í samrunamálum. Meginástæða þessa er sú að bið eftir niðurstöðu getur valdið verulegu tjóni og hagsmunir viðskiptalífsins krefjast þess að fyrirtæki geti gengið kaupum og sölum með nokkuð skjótum hætti. Þannig er um tvo skýra og aðskilda tímafresti að ræða; annars vegar 25 virka daga (Fasi I) og hins vegar 70 virka daga (Fasi II). Til síðarnefnda frestsins skal aðeins gripið ef stjórnvaldið, eftir rannsókn í fyrri fasa, telur verulegar líkur á að samruni muni hindra samkeppni. Í dæmaskyni má vekja athygli á því að á árinu 2014 framkvæmdi framkvæmdastjórn ESB rannsókn í 292 samrunamálum. Aðeins átta þessara mála, eða um þrjú prósent, fóru í síðari fasa rannsóknar. Alls voru því 284 mál afgreidd í fyrri fasa. Ástæða þess að fyrrgreint er nú rifjað upp, er sú að í nefndu samrunamáli Gæðabaksturs ehf. fullnýtti Samkeppniseftirlitið báða fresti. Málsmeðferð tók því 95 virka daga eða frá 9. september 2015 til 21. janúar 2016 og lítið sem ekkert var aðhafst í rúmlega fjóra mánuði! Því miður er ekki um einsdæmi að ræða í málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins og á þetta sleifarlag hefur áður verið bent. Þótt áhugavert væri að heyra skýringar forstöðumanna stofnunarinnar, þá skipta þær í raun engu máli. Málsmeðferðin er einfaldlega ekki í samræmi við markmið löggjafans. Skýringar duga því ekki til í þessu tilviki, heldur verður sjáanleg og skjót breyting að verða á þessu athafnaleysi stjórnvaldsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku birti Samkeppniseftirlitið ákvörðun nr. 1/2016, tengda samruna Gæðabaksturs ehf. og Brauðgerðar Kr. Jónssonar ehf. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að samruninn var samþykktur. Samruni þessi krafðist ekki ítarlegrar rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þeir markaðir sem fyrirtækin starfa á voru þekktir, staða fyrirtækja á hlutaðeigandi mörkuðum var nokkuð skýr og eðli samkeppni á þeim dæmigert. Minniháttar upplýsinga var því aflað frá aðilum á markaði, auk þess sem Samkeppniseftirlitið virðist hafa átt samtöl við fulltrúa þessara sömu aðila. Rannsókn sem fram fór af hálfu stjórnvaldsins er þar með tæmandi talin. Löggjafinn hefur sett skýrar reglur um málsmeðferðartíma í samrunamálum. Meginástæða þessa er sú að bið eftir niðurstöðu getur valdið verulegu tjóni og hagsmunir viðskiptalífsins krefjast þess að fyrirtæki geti gengið kaupum og sölum með nokkuð skjótum hætti. Þannig er um tvo skýra og aðskilda tímafresti að ræða; annars vegar 25 virka daga (Fasi I) og hins vegar 70 virka daga (Fasi II). Til síðarnefnda frestsins skal aðeins gripið ef stjórnvaldið, eftir rannsókn í fyrri fasa, telur verulegar líkur á að samruni muni hindra samkeppni. Í dæmaskyni má vekja athygli á því að á árinu 2014 framkvæmdi framkvæmdastjórn ESB rannsókn í 292 samrunamálum. Aðeins átta þessara mála, eða um þrjú prósent, fóru í síðari fasa rannsóknar. Alls voru því 284 mál afgreidd í fyrri fasa. Ástæða þess að fyrrgreint er nú rifjað upp, er sú að í nefndu samrunamáli Gæðabaksturs ehf. fullnýtti Samkeppniseftirlitið báða fresti. Málsmeðferð tók því 95 virka daga eða frá 9. september 2015 til 21. janúar 2016 og lítið sem ekkert var aðhafst í rúmlega fjóra mánuði! Því miður er ekki um einsdæmi að ræða í málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins og á þetta sleifarlag hefur áður verið bent. Þótt áhugavert væri að heyra skýringar forstöðumanna stofnunarinnar, þá skipta þær í raun engu máli. Málsmeðferðin er einfaldlega ekki í samræmi við markmið löggjafans. Skýringar duga því ekki til í þessu tilviki, heldur verður sjáanleg og skjót breyting að verða á þessu athafnaleysi stjórnvaldsins.