Krefjast þess að máli Mirjam verði frestað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2016 16:27 Mirjam hefur dvalið í fangelsinu á Akureyri mánuðum saman. Hún á yfir höfði sér ellefu ára fangelsisvist staðfesti Hæstiréttur dóminn úr Héraðsdómi Reykjaness. Vísir Björgvin Jónsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjendur Mirjam Foekje Van Twuijver og Atla Freys Fjölnissonar, hafa farið fram á við Hæstarétt að málsmeðferð í máli þeirra fyrir réttinum verði frestað um ótiltekin tíma. Mirjam hlaut ellefu ára dóm og Atli Freyr fimm ára dóm í héraði fyrir aðild sína að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið við tálbeituaðgerð við Hótel Frón. Verjendurnir byggja kröfu sína á því að á því að héraðssaksóknari hafi nú hafið sakamálarannsókn vegna meintrar refsiverðrar háttsemi lögreglufulltrúa sem stýrði rannsóknaraðgerð í málinu. Í ljósi þess geti niðurstaða á þeirri rannsókn héraðssaksóknara varpað ljósi á málsatvik og haft áhrif á refsingu ákærðu í málinu í Hæstarétti. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi Atla Freys, sendisveinsins sem veitti gerviefnum viðtöku.Vísir/GVAYrði þyngsti dómur sögunnarVísir hefur fjallað um málið undanfarnar vikur og mánuði. Athygli vekur að þrátt fyrir að lögreglufulltrúinn, sem nú sætir rannsókn, hafi stýrt aðgerðum við Hótel Frón er engar upplýsingar þess efnis að finna í gögnum málsins þar sem meðal annars er að finna lögregluskýrslur. Bar hann ekki vitni í málinu fyrir héraði.Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort lögreglumanninum verði vísað frá störfum á meðan mál hans er rannsakað.Verði ellefu ára dómur yfir hollensku konunni staðfestur er um að ræða þyngsta dóm í sögu fíkniefnamála hér á landi. Þrátt fyrir það var hún einstaklega hjálpsöm við rannsókn lögreglu á málinu. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Björgvin Jónsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjendur Mirjam Foekje Van Twuijver og Atla Freys Fjölnissonar, hafa farið fram á við Hæstarétt að málsmeðferð í máli þeirra fyrir réttinum verði frestað um ótiltekin tíma. Mirjam hlaut ellefu ára dóm og Atli Freyr fimm ára dóm í héraði fyrir aðild sína að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið við tálbeituaðgerð við Hótel Frón. Verjendurnir byggja kröfu sína á því að á því að héraðssaksóknari hafi nú hafið sakamálarannsókn vegna meintrar refsiverðrar háttsemi lögreglufulltrúa sem stýrði rannsóknaraðgerð í málinu. Í ljósi þess geti niðurstaða á þeirri rannsókn héraðssaksóknara varpað ljósi á málsatvik og haft áhrif á refsingu ákærðu í málinu í Hæstarétti. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi Atla Freys, sendisveinsins sem veitti gerviefnum viðtöku.Vísir/GVAYrði þyngsti dómur sögunnarVísir hefur fjallað um málið undanfarnar vikur og mánuði. Athygli vekur að þrátt fyrir að lögreglufulltrúinn, sem nú sætir rannsókn, hafi stýrt aðgerðum við Hótel Frón er engar upplýsingar þess efnis að finna í gögnum málsins þar sem meðal annars er að finna lögregluskýrslur. Bar hann ekki vitni í málinu fyrir héraði.Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort lögreglumanninum verði vísað frá störfum á meðan mál hans er rannsakað.Verði ellefu ára dómur yfir hollensku konunni staðfestur er um að ræða þyngsta dóm í sögu fíkniefnamála hér á landi. Þrátt fyrir það var hún einstaklega hjálpsöm við rannsókn lögreglu á málinu. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ára fangelsi.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18