Björgunarsveitamenn undir miklu álagi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. janúar 2016 07:00 Fjáröflun björgunarsveitanna tekur mikinn tíma af sjálfboðaliðum og með stærri verkefnum sveitanna hefur álag á þá aukist mjög. Fréttablaðið/Vilhelm Ferðamenn eru ekki skyldugir til að kaupa ferðatryggingu á ferðalagi um Ísland. Björgun er alltaf ókeypis, hvort sem um björgunarsveitir eða Landhelgisgæsluna er að ræða. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, segir að víða erlendis sé gerð krafa um ferðatryggingu sem nái yfir allan kostnað ef til björgunar kemur og meginreglan sé að fólk tryggi sig í sínu heimalandi. „Þetta á við um skipulagðar ferðir eins og í þjóðgarða, á fjöll og jafnvel á golfvelli,“ segir Sigurjón. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir umræðuna um tryggingar koma reglulega upp. Hún segir til dæmi um að björgunarsveitir sæki ferðatryggingar erlendra ferðamanna en það sé flókið ferli og ekki gott fyrir sjálfboðaliða að standa í slíku. Hún segir hugmyndina um svæði sem séu aðeins opin gegn tryggingu ekki galna en það sé ekki Landsbjargar að setja mörkin. „Við höfum ekki umboð eða vald til að gera slíkt. Opinberir aðilar þurfa að ákveða allt slíkt.“Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins LandsbjörgÓlöf viðurkennir að björgunarsveitirnar finni mjög fyrir auknum ferðamannastraumi, bæði erlendum og innlendum. Fjöldi sjálfboðaliða er þó ekki meiri og því hafi álag á sjálfboðaliða aukist mikið. „Það er alls staðar aðhald í þjóðfélaginu þannig að við höfum verið að taka að okkur stærri verkefni,“ segir hún. Landsbjörg hefur leitað ýmissa leiða til að mæta auknu álagi. Til dæmis eflt forvarnir og brugðist fyrr við hættu í samstarfi við Vegagerðina, lögreglu og ferðaþjónustu. Ólöf segir björgunarsveitirnar ekki geta sinnt stærri verkefnum endalaust án þess að fá slaka annars staðar á móti. Hún segir til dæmis mikinn tíma sjálfboðaliða fara í fjáröflun. „Það var gerð könnun á vinnustundum sjálfboðaliða. Þar kom í ljós að fyrir hverja klukkustund í útkalli eru tólf vinnustundir hvers sjálfboðaliða, sem fara í fjáröflun, þjálfun, viðhald á tækjum og svo framvegis. Það eru mörg verkin þarna að baki.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira
Ferðamenn eru ekki skyldugir til að kaupa ferðatryggingu á ferðalagi um Ísland. Björgun er alltaf ókeypis, hvort sem um björgunarsveitir eða Landhelgisgæsluna er að ræða. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, segir að víða erlendis sé gerð krafa um ferðatryggingu sem nái yfir allan kostnað ef til björgunar kemur og meginreglan sé að fólk tryggi sig í sínu heimalandi. „Þetta á við um skipulagðar ferðir eins og í þjóðgarða, á fjöll og jafnvel á golfvelli,“ segir Sigurjón. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir umræðuna um tryggingar koma reglulega upp. Hún segir til dæmi um að björgunarsveitir sæki ferðatryggingar erlendra ferðamanna en það sé flókið ferli og ekki gott fyrir sjálfboðaliða að standa í slíku. Hún segir hugmyndina um svæði sem séu aðeins opin gegn tryggingu ekki galna en það sé ekki Landsbjargar að setja mörkin. „Við höfum ekki umboð eða vald til að gera slíkt. Opinberir aðilar þurfa að ákveða allt slíkt.“Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins LandsbjörgÓlöf viðurkennir að björgunarsveitirnar finni mjög fyrir auknum ferðamannastraumi, bæði erlendum og innlendum. Fjöldi sjálfboðaliða er þó ekki meiri og því hafi álag á sjálfboðaliða aukist mikið. „Það er alls staðar aðhald í þjóðfélaginu þannig að við höfum verið að taka að okkur stærri verkefni,“ segir hún. Landsbjörg hefur leitað ýmissa leiða til að mæta auknu álagi. Til dæmis eflt forvarnir og brugðist fyrr við hættu í samstarfi við Vegagerðina, lögreglu og ferðaþjónustu. Ólöf segir björgunarsveitirnar ekki geta sinnt stærri verkefnum endalaust án þess að fá slaka annars staðar á móti. Hún segir til dæmis mikinn tíma sjálfboðaliða fara í fjáröflun. „Það var gerð könnun á vinnustundum sjálfboðaliða. Þar kom í ljós að fyrir hverja klukkustund í útkalli eru tólf vinnustundir hvers sjálfboðaliða, sem fara í fjáröflun, þjálfun, viðhald á tækjum og svo framvegis. Það eru mörg verkin þarna að baki.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira
Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00