Segja Ísraela seka um morð á ungbarni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. ágúst 2015 07:00 Þessi mynd af Ali Saad Dawabsha, átján mánaða palestínskum dreng, varð eftir í brunarústum húss á vesturbakkanum. Drengurinn lést í brunanum. nordicphotos/afp „Þetta er bein afleiðing áratuga langrar refsileysisstefnu Ísraelsstjórnar gagnvart hryðjuverkum landtökumanna,“ segir í yfirlýsingu frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, um árás á Vesturbakka Jórdanár. Átján mánaða drengur lést aðfaranótt gærdagsins í árás á tvö heimili í bænum Duma á vesturbakkanum. Foreldrar hans og bróðir hlutu alvarlega áverka. Talsmenn PLO segja ísraelska landtökumenn hafa kastað eldsprengjum á heimilið með þeim afleiðingum að í því kviknaði. „Við komum að foreldrunum úti, skaðbrenndum, þau sögðu að sonur þeirra væri inni þannig að við náðum í hann. Þegar við komum út aftur sögðu þau að annar sonur þeirra væri líka inni en við gátum ekki bjargað honum, eldurinn stóð í vegi fyrir okkur,“ sagði Ibrahim Dawabsha, nágranni, við Reuters. Slagorð á hebresku fundust krotuð á veggi hússins ásamt Davíðsstjörnu, merki Ísraels. Meðal þess sem var krotað voru orðin „hefnd“ og „verðmiði“. Óljóst er hvað átt er við með orðinu hefnd en árásin minnir um margt á aðrar „verðmiðaárásir“ á svæðinu þar sem herskáir ísraelskir landtökumenn ráðast á heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ísraelska lögreglan lét rífa tvær hálfbyggðar blokkir á Vesturbakkanum á miðvikudag við mikla reiði landtökumanna. Ríkisstjórn Netanyahus samanstendur af fimm flokkum og eru nokkrir þingmenn hennar hlynntir landtöku á Vesturbakkanum. Það er talin ástæða þess að Netanyahu heimilaði í kjölfar niðurrifsins byggingu þrjú hundruð heimila fyrir Ísraela á Vesturbakkanum. Um 500.000 Ísraelar búa á Vesturbakkanum en Ísrael hertók svæðið árið 1967. Byggð Ísraelsmanna þar gengur gegn alþjóðalögum en ríkisstjórn Ísraels er ósammála. „Þetta eru hryðjuverk í orðsins fyllstu merkingu. Ísraelsríki stendur gegn hryðjuverkum, sama hver fremur þau,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um árásina. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Þetta er bein afleiðing áratuga langrar refsileysisstefnu Ísraelsstjórnar gagnvart hryðjuverkum landtökumanna,“ segir í yfirlýsingu frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, um árás á Vesturbakka Jórdanár. Átján mánaða drengur lést aðfaranótt gærdagsins í árás á tvö heimili í bænum Duma á vesturbakkanum. Foreldrar hans og bróðir hlutu alvarlega áverka. Talsmenn PLO segja ísraelska landtökumenn hafa kastað eldsprengjum á heimilið með þeim afleiðingum að í því kviknaði. „Við komum að foreldrunum úti, skaðbrenndum, þau sögðu að sonur þeirra væri inni þannig að við náðum í hann. Þegar við komum út aftur sögðu þau að annar sonur þeirra væri líka inni en við gátum ekki bjargað honum, eldurinn stóð í vegi fyrir okkur,“ sagði Ibrahim Dawabsha, nágranni, við Reuters. Slagorð á hebresku fundust krotuð á veggi hússins ásamt Davíðsstjörnu, merki Ísraels. Meðal þess sem var krotað voru orðin „hefnd“ og „verðmiði“. Óljóst er hvað átt er við með orðinu hefnd en árásin minnir um margt á aðrar „verðmiðaárásir“ á svæðinu þar sem herskáir ísraelskir landtökumenn ráðast á heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ísraelska lögreglan lét rífa tvær hálfbyggðar blokkir á Vesturbakkanum á miðvikudag við mikla reiði landtökumanna. Ríkisstjórn Netanyahus samanstendur af fimm flokkum og eru nokkrir þingmenn hennar hlynntir landtöku á Vesturbakkanum. Það er talin ástæða þess að Netanyahu heimilaði í kjölfar niðurrifsins byggingu þrjú hundruð heimila fyrir Ísraela á Vesturbakkanum. Um 500.000 Ísraelar búa á Vesturbakkanum en Ísrael hertók svæðið árið 1967. Byggð Ísraelsmanna þar gengur gegn alþjóðalögum en ríkisstjórn Ísraels er ósammála. „Þetta eru hryðjuverk í orðsins fyllstu merkingu. Ísraelsríki stendur gegn hryðjuverkum, sama hver fremur þau,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um árásina.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“