„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2025 19:22 Navi Pillay er suðurafrískur mannréttindalögfræðingur. Hún gegndi áður embætti mannréttindast´jora Sameinuðu þjóðanna. Hún er formaður rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Cem Ozdel/Anadolu Agency/Getty Images Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. Í nýrri skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er fullyrt að Ísraelsríki sé að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þetta er í fyrsta sinn sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael fremja þjóðarmorð. Navi Pillay er formaður rannsóknarnefndarinnar. „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna á Gaza. Nefndin flokkar þetta sem þjóðarmorð.“ Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki hefði orðið uppvíst að háttsemi sem lýst er sem hópmorði í fjórum af fimm ákvæðum alþjóðalaga; að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi, að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða, að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans, að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum. Rannsóknarnefndin reyndi að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. „Við leggjum til að öll aðildarríkin, sérstaklega þau sem hafa áhrif á Ísrael, stuðli að því að drápum og limlestingum á óbreyttum borgurum á Gaza verði hætt þegar í stað.“ Í nótt hófst stórsókn ísraelska hersins í Gazaborg og hernámið er að fullu hafið. Hátt í sjötíu eru sagðir hafa látist í árásunum í dag. Samira Issa, íbúi Gazaborgar, ræddi við fréttamann en hún er ein af þeim fjölmörgu Palestínumönnum sem er á vergangi, niðurbrotin og aðframkomin. „Ég grátbið alla heimsbyggðina; Arabaríkin, konunga og forseta um að standa með okkur og bjarga okkur. Við erum þreytt.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fordæmir framgöngu Ísraelshers. „Þetta er náttúrulega galið framferði Ísraelshers. Síðustu fréttir frá því í morgun hvernig þeir eru byrjaðir líklega að hreinsa allt út á Gaza. Þetta fordæmum við Íslendingar harðlega.“ Í ríkisstjórn Ísraelsríkis séu síbrotamenn mannúðar-og alþjóðalaga. „Þetta er bara þyngra en tárum taki og það versta í þessu er að þær þjóðir sem raunverulega hafa tak á Ísraelum eru ekki að beita sér nóg.“ Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16. september 2025 15:56 Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16. september 2025 12:08 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Í nýrri skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er fullyrt að Ísraelsríki sé að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þetta er í fyrsta sinn sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael fremja þjóðarmorð. Navi Pillay er formaður rannsóknarnefndarinnar. „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna á Gaza. Nefndin flokkar þetta sem þjóðarmorð.“ Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki hefði orðið uppvíst að háttsemi sem lýst er sem hópmorði í fjórum af fimm ákvæðum alþjóðalaga; að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi, að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða, að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans, að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum. Rannsóknarnefndin reyndi að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. „Við leggjum til að öll aðildarríkin, sérstaklega þau sem hafa áhrif á Ísrael, stuðli að því að drápum og limlestingum á óbreyttum borgurum á Gaza verði hætt þegar í stað.“ Í nótt hófst stórsókn ísraelska hersins í Gazaborg og hernámið er að fullu hafið. Hátt í sjötíu eru sagðir hafa látist í árásunum í dag. Samira Issa, íbúi Gazaborgar, ræddi við fréttamann en hún er ein af þeim fjölmörgu Palestínumönnum sem er á vergangi, niðurbrotin og aðframkomin. „Ég grátbið alla heimsbyggðina; Arabaríkin, konunga og forseta um að standa með okkur og bjarga okkur. Við erum þreytt.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fordæmir framgöngu Ísraelshers. „Þetta er náttúrulega galið framferði Ísraelshers. Síðustu fréttir frá því í morgun hvernig þeir eru byrjaðir líklega að hreinsa allt út á Gaza. Þetta fordæmum við Íslendingar harðlega.“ Í ríkisstjórn Ísraelsríkis séu síbrotamenn mannúðar-og alþjóðalaga. „Þetta er bara þyngra en tárum taki og það versta í þessu er að þær þjóðir sem raunverulega hafa tak á Ísraelum eru ekki að beita sér nóg.“
Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16. september 2025 15:56 Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16. september 2025 12:08 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
„Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16. september 2025 15:56
Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16. september 2025 12:08