„Brúnu umslögin“ Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Á sínum tíma þegar ég starfaði í heilbrigðisráðuneytinu, var eitt af hlutverkum mínum að svara spurningarlistum frá alþjóðastofnunum um heilbrigðismál. Þessir spurningarlistar voru mjög ítarlegir og var spurt m.a. um greiðsluþátttöku almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þeim spurningum vakti athygli mína spurning um hvort fyrirkomulag „brúnna umslaga“ (the economy of brown envelopes) tíðkaðist í greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þetta þótti mér framandi spurning, því slíkt fyrirkomulag er ekki við lýði hér a.m.k svo vitað sé. Fyrirkomulag brúnna umslaga í heilbrigðisþjónustu er þó víðtækt annars staðar, t.d. í ýmsum Afríku- og Asíulöndum þar sem læknar fá þá (oftast aukalega) greitt frá sjúklingum eða aðstandendum þeirra fyrir læknisverk með beinhörðum peningum í umslögum, m.ö.o. greitt „undir borðið“. Þetta leiðir hugann að greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Fréttir hafa borist af mikilli greiðsluþátttöku almennings vegna sjúkdóma og meðferða við þeim. Almennt greiða börn, aldraðir og öryrkjar minna en fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi eru tvö meginkerfi varðandi greiðsluþátttöku. Annars vegar er almennt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Í því er ekkert greiðsluþak sjúklings, heldur fær hann afslátt á frekari læknisþjónustu þegar hann hefur greitt ákveðna upphæð (33.600 fyrir fullorðna 18-66 ára) innan almanaksársins. Afsláttarþak barna, aldraðra og öryrkja miðast við lægri tölu. Hins vegar er sérstakt greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf sem er í anda þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í því er greiðsluþak á greiðslum sjúklinga innan 12 mánaða tímabils. Fullorðinn einstaklingur greiðir aldrei hærra en 62.000 krónur fyrir lyf á 12 mánaða tímabili. Ef hann nær þessari tölu snemma á því tímabili greiðir hann ekki meir fyrir lyf það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta er gert til að tryggja viðkomandi einstakling fyrir of háum lyfjakostnaði. Á öllum hinum Norðurlöndunum eru einnig þök á greiðsluþátttöku einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í Svíþjóð er almennt greiðsluþak fyrir útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 17.300 ISK) á 12 mánaða tímabili. Almennt greiðsluþak vegna lyfja er 2.200 SEK (um 34.600 ISK) á 12 mánaða tímabili. Heildarútgjöld vegna heilbrigðisþjónustu á Íslandi á síðasta ári var um 175 milljarðar. Þar af voru útgjöld einstaklinga um 34 milljarðar eða um 103 þúsund á hvern einstakling á landinu. Áskorun heilbrigðisyfirvalda er að verja almenning fyrir háum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Er um 100 þúsund krónur kostnaður á ári vegna heilbrigðisþjónustu of hár kostnaður fyrir einstakling? Að mínu mati er svarið já. Það hefur farið fram mikil vinna af hálfu heilbrigðisyfirvalda undanfarin ár að skilgreina heilbrigðiskostnað einstaklinga og hve há greiðsluþátttaka einstaklinga eigi að vera. Því legg ég til að fundin verði leið til að skilgreina greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu eins lága og mögulegt er. Hvað varðar fyrirkomulag brúnna umslaga við greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu er sú leið framandi okkar menningu og ég vona að það fyrirkomulag muni aldrei skjóta rótum hér á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á sínum tíma þegar ég starfaði í heilbrigðisráðuneytinu, var eitt af hlutverkum mínum að svara spurningarlistum frá alþjóðastofnunum um heilbrigðismál. Þessir spurningarlistar voru mjög ítarlegir og var spurt m.a. um greiðsluþátttöku almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þeim spurningum vakti athygli mína spurning um hvort fyrirkomulag „brúnna umslaga“ (the economy of brown envelopes) tíðkaðist í greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þetta þótti mér framandi spurning, því slíkt fyrirkomulag er ekki við lýði hér a.m.k svo vitað sé. Fyrirkomulag brúnna umslaga í heilbrigðisþjónustu er þó víðtækt annars staðar, t.d. í ýmsum Afríku- og Asíulöndum þar sem læknar fá þá (oftast aukalega) greitt frá sjúklingum eða aðstandendum þeirra fyrir læknisverk með beinhörðum peningum í umslögum, m.ö.o. greitt „undir borðið“. Þetta leiðir hugann að greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Fréttir hafa borist af mikilli greiðsluþátttöku almennings vegna sjúkdóma og meðferða við þeim. Almennt greiða börn, aldraðir og öryrkjar minna en fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi eru tvö meginkerfi varðandi greiðsluþátttöku. Annars vegar er almennt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Í því er ekkert greiðsluþak sjúklings, heldur fær hann afslátt á frekari læknisþjónustu þegar hann hefur greitt ákveðna upphæð (33.600 fyrir fullorðna 18-66 ára) innan almanaksársins. Afsláttarþak barna, aldraðra og öryrkja miðast við lægri tölu. Hins vegar er sérstakt greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf sem er í anda þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í því er greiðsluþak á greiðslum sjúklinga innan 12 mánaða tímabils. Fullorðinn einstaklingur greiðir aldrei hærra en 62.000 krónur fyrir lyf á 12 mánaða tímabili. Ef hann nær þessari tölu snemma á því tímabili greiðir hann ekki meir fyrir lyf það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta er gert til að tryggja viðkomandi einstakling fyrir of háum lyfjakostnaði. Á öllum hinum Norðurlöndunum eru einnig þök á greiðsluþátttöku einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í Svíþjóð er almennt greiðsluþak fyrir útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 17.300 ISK) á 12 mánaða tímabili. Almennt greiðsluþak vegna lyfja er 2.200 SEK (um 34.600 ISK) á 12 mánaða tímabili. Heildarútgjöld vegna heilbrigðisþjónustu á Íslandi á síðasta ári var um 175 milljarðar. Þar af voru útgjöld einstaklinga um 34 milljarðar eða um 103 þúsund á hvern einstakling á landinu. Áskorun heilbrigðisyfirvalda er að verja almenning fyrir háum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Er um 100 þúsund krónur kostnaður á ári vegna heilbrigðisþjónustu of hár kostnaður fyrir einstakling? Að mínu mati er svarið já. Það hefur farið fram mikil vinna af hálfu heilbrigðisyfirvalda undanfarin ár að skilgreina heilbrigðiskostnað einstaklinga og hve há greiðsluþátttaka einstaklinga eigi að vera. Því legg ég til að fundin verði leið til að skilgreina greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu eins lága og mögulegt er. Hvað varðar fyrirkomulag brúnna umslaga við greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu er sú leið framandi okkar menningu og ég vona að það fyrirkomulag muni aldrei skjóta rótum hér á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar