Norðmenn unnu á hatri með ást Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var meðal þeirra sem minntust fórnarlamba Breiviks í Vatnsmýrinni í gær. vísir/andri marinó „Ástæðan fyrir því að við erum að halda athöfn er sú að við viljum halda minningunni um það sem gerðist á lofti og minningunni um það hvernig Norðmenn tóku á þessu máli eftir á. Þeir unnu á hatri með ást og stóðu saman sterkari en þeir voru fyrir,“ segir Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, sem minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá voðaverkum Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi. 77 féllu í árásunum, átta í Osló og 69 í Útey. Árásin í Útey beindist gegn sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamannaflokks Noregs.Fórnarlambanna var minnst víða í gær, jafnt í Noregi sem og á Íslandi. Minningarathöfn Ungra jafnaðarmanna fór fram í Minningarlundinum um fórnarlömbin í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Rósir voru lagðar í lundinn og lagið Umkringd af óvinum, eða Til Ungdommen, sem mikið var flutt í kjölfar árásanna, sungið. Sendiherra Noregs á Íslandi sótti athöfnina. Mínútuþögn ríkti í lok athafnarinnar til að minnast fórnarlambanna.Erna Solberg„Ég held að einungis þau sem misst hafa son eða dóttur, systur eða bróður, skilji í raun hversu sársaukafullt það er,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, við minningarathöfnina í Osló í gær. „Við reynum að skilja. Við reynum að sýna að okkur sé ekki sama. Við sýnum virðingu.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra Noregs þegar voðaverkin áttu sér stað, mætti einnig á minningarathöfnina. „22. júlí var tilfinningaþrunginn og sögulegur dagur. Honum má ekki gleyma,“ sagði hann við athöfnina. Framkvæmdastjórinn sagði enn fremur að hann ætlaði að mæta í sumarbúðir ungliðahreyfingarinnar í Útey í ágúst. Þá verða þær haldnar í fyrsta skipti frá voðaverkunum. Minnisvarði um fórnarlömbin hefur verið reistur í Útey, stór stálhringur, umkringdur trjám, með nöfnum fórnarlambanna og aldri gröfnum í. Safnið sem opnað var í Osló í gær sýnir muni tengda atburðunum. Til dæmis fölsuð lögregluskilríki sem Breivik notaði til að komast út í eyna, myndavélar fórnarlamba, og flak bílsins sem Breivik sprengdi í Osló. Nokkrir hafa efast um að opnun safnsins sé góð hugmynd. Øystein Sørensen, norskur stjórnmálasagnfræðingur, sagði í viðtali við norska blaðið Dagbladet, að safnið gæti orðið „brengluð Mekka“ fyrir andstæðinga íslams og öfgahægrimenn sem vilja berja muni Breiviks augum. Breivik er sjálfur mjög andsnúinn þeim sem aðhyllast íslam. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Scandinavian Pysychologist í gær eru sex af hverjum tíu foreldrum fórnarlambanna í Útey enn í of miklu áfalli til að vinna í fullu starfi. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að við erum að halda athöfn er sú að við viljum halda minningunni um það sem gerðist á lofti og minningunni um það hvernig Norðmenn tóku á þessu máli eftir á. Þeir unnu á hatri með ást og stóðu saman sterkari en þeir voru fyrir,“ segir Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, sem minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá voðaverkum Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi. 77 féllu í árásunum, átta í Osló og 69 í Útey. Árásin í Útey beindist gegn sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamannaflokks Noregs.Fórnarlambanna var minnst víða í gær, jafnt í Noregi sem og á Íslandi. Minningarathöfn Ungra jafnaðarmanna fór fram í Minningarlundinum um fórnarlömbin í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Rósir voru lagðar í lundinn og lagið Umkringd af óvinum, eða Til Ungdommen, sem mikið var flutt í kjölfar árásanna, sungið. Sendiherra Noregs á Íslandi sótti athöfnina. Mínútuþögn ríkti í lok athafnarinnar til að minnast fórnarlambanna.Erna Solberg„Ég held að einungis þau sem misst hafa son eða dóttur, systur eða bróður, skilji í raun hversu sársaukafullt það er,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, við minningarathöfnina í Osló í gær. „Við reynum að skilja. Við reynum að sýna að okkur sé ekki sama. Við sýnum virðingu.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra Noregs þegar voðaverkin áttu sér stað, mætti einnig á minningarathöfnina. „22. júlí var tilfinningaþrunginn og sögulegur dagur. Honum má ekki gleyma,“ sagði hann við athöfnina. Framkvæmdastjórinn sagði enn fremur að hann ætlaði að mæta í sumarbúðir ungliðahreyfingarinnar í Útey í ágúst. Þá verða þær haldnar í fyrsta skipti frá voðaverkunum. Minnisvarði um fórnarlömbin hefur verið reistur í Útey, stór stálhringur, umkringdur trjám, með nöfnum fórnarlambanna og aldri gröfnum í. Safnið sem opnað var í Osló í gær sýnir muni tengda atburðunum. Til dæmis fölsuð lögregluskilríki sem Breivik notaði til að komast út í eyna, myndavélar fórnarlamba, og flak bílsins sem Breivik sprengdi í Osló. Nokkrir hafa efast um að opnun safnsins sé góð hugmynd. Øystein Sørensen, norskur stjórnmálasagnfræðingur, sagði í viðtali við norska blaðið Dagbladet, að safnið gæti orðið „brengluð Mekka“ fyrir andstæðinga íslams og öfgahægrimenn sem vilja berja muni Breiviks augum. Breivik er sjálfur mjög andsnúinn þeim sem aðhyllast íslam. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Scandinavian Pysychologist í gær eru sex af hverjum tíu foreldrum fórnarlambanna í Útey enn í of miklu áfalli til að vinna í fullu starfi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira