Slæm vinnubrögð vegna ráðningar sviðsstjóra Kjartan Magnússon skrifar 21. júlí 2015 07:00 Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gert alvarlegar athugasemdir við óviðunandi vinnubrögð borgarstjóra og formanns borgarráðs við ráðningu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, stærsta fagsviðs Reykjavíkurborgar. Ætlun borgarstjóra var að gengið yrði frá umræddri ráðningu á fundi borgarráðs sl. fimmtudag þrátt fyrir að málið væri ekki á útsendri dagskrá með fundarboði og án þess að borgarráðsfulltrúar hefðu fengið tækifæri til að kynna sér gögn málsins. Síðdegis á miðvikudag féllust fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á að málinu yrði bætt við á dagskrá fundarins. Þeim voru hins vegar ekki afhent nein gögn um málið fyrir fundinn og hafa þó allar umsóknir ásamt greinargerðum umsækjenda legið fyrir síðan 24. júní þegar umsóknarfrestur rann út. Borgarstjóri hafði því rúmar þrjár vikur til að fara yfir gögnin en ætlaðist til þess að borgarráðsfulltrúar samþykktu tillögu hans án þess að hafa fengið tækifæri til að kynna sér þau. Tóku málið af dagskrá Samkvæmt 15. gr. sveitarstjórnarlaga segir að fundarboði skuli fylgja dagskrá fundar og þau gögn, sem nauðsynleg eru til að sveitarstjórnarmenn geti tekið upplýsta afstöðu til mála. Til að mótmæla ónógri upplýsingagjöf og flausturslegum vinnubrögðum lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun á fundinum á fimmtudag og óskuðu eftir frestun málsins og að fá gögnin afhent. Formaður borgarráðs neitaði hins vegar að taka við bókuninni og tók málið af dagskrá þrátt fyrir að það hefði þá þegar verið drjúgan tíma til umræðu á fundinum. Voru gögnin þá afhent og aukafundur boðaður í ráðinu sólarhring síðar eða með minnsta mögulega fyrirvara. Á þeim fundi lögðu fulltrúar sjálfstæðismanna til að annar umsækjandi yrði ráðinn í stöðuna en borgarstjóri vildi. Var þeirri tillögu illa tekið af forystumönnum meirihlutans. Fékkst hún ekki einu sinni afgreidd en tillaga borgarstjóra var keyrð í gegn. Það að borgarstjóri hugðist ganga gegn þeirri reglu að borgarráðsmenn gætu kynnt sér gögn þessa mikilvæga máls, sýnir að hann lítur ekki á borgarráð sem stjórnvald, er tekur sjálfstæðar ákvarðanir, heldur stimpil sem eigi að staðfesta ákvarðanir sem hann hefur þegar tekið. Ekki verður hjá því komist að gagnrýna harðlega þessi flausturslegu og gerræðislegu vinnubrögð. Þetta mál er því miður aðeins eitt af mörgum dæmum um sleifarlag og óviðunandi vinnubrögð í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar undir stjórn vinstri meirihlutans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gert alvarlegar athugasemdir við óviðunandi vinnubrögð borgarstjóra og formanns borgarráðs við ráðningu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, stærsta fagsviðs Reykjavíkurborgar. Ætlun borgarstjóra var að gengið yrði frá umræddri ráðningu á fundi borgarráðs sl. fimmtudag þrátt fyrir að málið væri ekki á útsendri dagskrá með fundarboði og án þess að borgarráðsfulltrúar hefðu fengið tækifæri til að kynna sér gögn málsins. Síðdegis á miðvikudag féllust fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á að málinu yrði bætt við á dagskrá fundarins. Þeim voru hins vegar ekki afhent nein gögn um málið fyrir fundinn og hafa þó allar umsóknir ásamt greinargerðum umsækjenda legið fyrir síðan 24. júní þegar umsóknarfrestur rann út. Borgarstjóri hafði því rúmar þrjár vikur til að fara yfir gögnin en ætlaðist til þess að borgarráðsfulltrúar samþykktu tillögu hans án þess að hafa fengið tækifæri til að kynna sér þau. Tóku málið af dagskrá Samkvæmt 15. gr. sveitarstjórnarlaga segir að fundarboði skuli fylgja dagskrá fundar og þau gögn, sem nauðsynleg eru til að sveitarstjórnarmenn geti tekið upplýsta afstöðu til mála. Til að mótmæla ónógri upplýsingagjöf og flausturslegum vinnubrögðum lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun á fundinum á fimmtudag og óskuðu eftir frestun málsins og að fá gögnin afhent. Formaður borgarráðs neitaði hins vegar að taka við bókuninni og tók málið af dagskrá þrátt fyrir að það hefði þá þegar verið drjúgan tíma til umræðu á fundinum. Voru gögnin þá afhent og aukafundur boðaður í ráðinu sólarhring síðar eða með minnsta mögulega fyrirvara. Á þeim fundi lögðu fulltrúar sjálfstæðismanna til að annar umsækjandi yrði ráðinn í stöðuna en borgarstjóri vildi. Var þeirri tillögu illa tekið af forystumönnum meirihlutans. Fékkst hún ekki einu sinni afgreidd en tillaga borgarstjóra var keyrð í gegn. Það að borgarstjóri hugðist ganga gegn þeirri reglu að borgarráðsmenn gætu kynnt sér gögn þessa mikilvæga máls, sýnir að hann lítur ekki á borgarráð sem stjórnvald, er tekur sjálfstæðar ákvarðanir, heldur stimpil sem eigi að staðfesta ákvarðanir sem hann hefur þegar tekið. Ekki verður hjá því komist að gagnrýna harðlega þessi flausturslegu og gerræðislegu vinnubrögð. Þetta mál er því miður aðeins eitt af mörgum dæmum um sleifarlag og óviðunandi vinnubrögð í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar undir stjórn vinstri meirihlutans.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar