Slæm vinnubrögð vegna ráðningar sviðsstjóra Kjartan Magnússon skrifar 21. júlí 2015 07:00 Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gert alvarlegar athugasemdir við óviðunandi vinnubrögð borgarstjóra og formanns borgarráðs við ráðningu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, stærsta fagsviðs Reykjavíkurborgar. Ætlun borgarstjóra var að gengið yrði frá umræddri ráðningu á fundi borgarráðs sl. fimmtudag þrátt fyrir að málið væri ekki á útsendri dagskrá með fundarboði og án þess að borgarráðsfulltrúar hefðu fengið tækifæri til að kynna sér gögn málsins. Síðdegis á miðvikudag féllust fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á að málinu yrði bætt við á dagskrá fundarins. Þeim voru hins vegar ekki afhent nein gögn um málið fyrir fundinn og hafa þó allar umsóknir ásamt greinargerðum umsækjenda legið fyrir síðan 24. júní þegar umsóknarfrestur rann út. Borgarstjóri hafði því rúmar þrjár vikur til að fara yfir gögnin en ætlaðist til þess að borgarráðsfulltrúar samþykktu tillögu hans án þess að hafa fengið tækifæri til að kynna sér þau. Tóku málið af dagskrá Samkvæmt 15. gr. sveitarstjórnarlaga segir að fundarboði skuli fylgja dagskrá fundar og þau gögn, sem nauðsynleg eru til að sveitarstjórnarmenn geti tekið upplýsta afstöðu til mála. Til að mótmæla ónógri upplýsingagjöf og flausturslegum vinnubrögðum lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun á fundinum á fimmtudag og óskuðu eftir frestun málsins og að fá gögnin afhent. Formaður borgarráðs neitaði hins vegar að taka við bókuninni og tók málið af dagskrá þrátt fyrir að það hefði þá þegar verið drjúgan tíma til umræðu á fundinum. Voru gögnin þá afhent og aukafundur boðaður í ráðinu sólarhring síðar eða með minnsta mögulega fyrirvara. Á þeim fundi lögðu fulltrúar sjálfstæðismanna til að annar umsækjandi yrði ráðinn í stöðuna en borgarstjóri vildi. Var þeirri tillögu illa tekið af forystumönnum meirihlutans. Fékkst hún ekki einu sinni afgreidd en tillaga borgarstjóra var keyrð í gegn. Það að borgarstjóri hugðist ganga gegn þeirri reglu að borgarráðsmenn gætu kynnt sér gögn þessa mikilvæga máls, sýnir að hann lítur ekki á borgarráð sem stjórnvald, er tekur sjálfstæðar ákvarðanir, heldur stimpil sem eigi að staðfesta ákvarðanir sem hann hefur þegar tekið. Ekki verður hjá því komist að gagnrýna harðlega þessi flausturslegu og gerræðislegu vinnubrögð. Þetta mál er því miður aðeins eitt af mörgum dæmum um sleifarlag og óviðunandi vinnubrögð í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar undir stjórn vinstri meirihlutans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gert alvarlegar athugasemdir við óviðunandi vinnubrögð borgarstjóra og formanns borgarráðs við ráðningu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, stærsta fagsviðs Reykjavíkurborgar. Ætlun borgarstjóra var að gengið yrði frá umræddri ráðningu á fundi borgarráðs sl. fimmtudag þrátt fyrir að málið væri ekki á útsendri dagskrá með fundarboði og án þess að borgarráðsfulltrúar hefðu fengið tækifæri til að kynna sér gögn málsins. Síðdegis á miðvikudag féllust fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á að málinu yrði bætt við á dagskrá fundarins. Þeim voru hins vegar ekki afhent nein gögn um málið fyrir fundinn og hafa þó allar umsóknir ásamt greinargerðum umsækjenda legið fyrir síðan 24. júní þegar umsóknarfrestur rann út. Borgarstjóri hafði því rúmar þrjár vikur til að fara yfir gögnin en ætlaðist til þess að borgarráðsfulltrúar samþykktu tillögu hans án þess að hafa fengið tækifæri til að kynna sér þau. Tóku málið af dagskrá Samkvæmt 15. gr. sveitarstjórnarlaga segir að fundarboði skuli fylgja dagskrá fundar og þau gögn, sem nauðsynleg eru til að sveitarstjórnarmenn geti tekið upplýsta afstöðu til mála. Til að mótmæla ónógri upplýsingagjöf og flausturslegum vinnubrögðum lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun á fundinum á fimmtudag og óskuðu eftir frestun málsins og að fá gögnin afhent. Formaður borgarráðs neitaði hins vegar að taka við bókuninni og tók málið af dagskrá þrátt fyrir að það hefði þá þegar verið drjúgan tíma til umræðu á fundinum. Voru gögnin þá afhent og aukafundur boðaður í ráðinu sólarhring síðar eða með minnsta mögulega fyrirvara. Á þeim fundi lögðu fulltrúar sjálfstæðismanna til að annar umsækjandi yrði ráðinn í stöðuna en borgarstjóri vildi. Var þeirri tillögu illa tekið af forystumönnum meirihlutans. Fékkst hún ekki einu sinni afgreidd en tillaga borgarstjóra var keyrð í gegn. Það að borgarstjóri hugðist ganga gegn þeirri reglu að borgarráðsmenn gætu kynnt sér gögn þessa mikilvæga máls, sýnir að hann lítur ekki á borgarráð sem stjórnvald, er tekur sjálfstæðar ákvarðanir, heldur stimpil sem eigi að staðfesta ákvarðanir sem hann hefur þegar tekið. Ekki verður hjá því komist að gagnrýna harðlega þessi flausturslegu og gerræðislegu vinnubrögð. Þetta mál er því miður aðeins eitt af mörgum dæmum um sleifarlag og óviðunandi vinnubrögð í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar undir stjórn vinstri meirihlutans.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun