Ertu ekki hress? Allir í stuði? Magnús Guðmundsson skrifar 7. júlí 2015 09:30 Svarið er stundum já og stundum nei. Við erum ekki öll alltaf hress og í stuði og það jafnvel þrátt fyrir að það sé ekkert eitt áþreifanlegt sem amar að. Við erum öll þannig gerð að okkur líður ekki alltaf vel. Það er allt í lagi. Okkur þarf ekki alltaf að líða vel og við þurfum ekki alltaf að vera hress. Það koma betri tímar. Engu að síður virðist samfélagið allt vera mettað af þessari gegndarlausu kröfu um hressleika og lífsgleði hvað sem tautar og raular. Auk þess að eiga að vera hress þá eigum við að sjálfsögðu að njóta velgengni í námi og starfi, eiga hressa vini og ættingja, vera í góðu sambandi við hitt kynið og í líkamlegu formi á við tékkneskan tugþrautarmann. Minna má það ekki vera. Vandinn er að veruleikinn er oft annar en væntingarnar og allar þessar samfélagslegu kröfur. Okkur gengur misvel að fóta okkur á lífsleiðinni og svo líður okkur stundum einfaldlega illa án þess að á því séu einhverjar sérstakar skýringar. Engu að síður virðist sem allar þessar samfélagslegu kröfur leggist þungt á margan ungan manninn – jafnvel enn þyngra en á konur af einhverjum ástæðum. Ein af afleiðingunum, af þessari fjarlægð á milli hugmynda og veruleika, er nefnilega sú dapurlega staðreynd að sjálfsvíg eru ein algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi og sú algengasta í hópi karla á aldrinum 18 til 25 ára. Konur eru vissulega ekki undanskildar þessum vágesti sem sjálfsvíg eru en þær eru þó miklum mun færri sem falla fyrir eigin hendi. Það geta legið ýmsar og ólíkar ástæður að baki því að hugmyndin um að taka sitt eigið líf vaknar í huga ungrar manneskju. Þunglyndi, ástvinamissir, skilnaður, námsörðugleikar, fíkniefnaneysla, afburðahæfileikar, niðurlæging, deilur og svo mætti lengi telja. En það sem einkennir allar þessar aðstæður er að það er hægt að sigrast á þeim. Fyrsta skrefið er að leita sér hjálpar. Þá þurfum við öll að vera vakandi og reiðubúin til þess að taka fólki með opnum huga og opnum örmum. Foreldrar, kennarar, systkini, vinir, samstarfsfélagar o.s.frv. þurfa að leggja frá sér kröfuna um hressleika, stuð og líf án hnökra og hlusta eftir hverju því sem gæti falið í sér vísbendingu um eitthvað annað – eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Við þurfum líka öll að huga að þeim sem eftir standa ef illa fer. Bægja burt úr samfélaginu því tabúi sem sjálfsvígið er og sinna þeim sem eftir standa í sinni sorg með kærleika, nánd og nærgætni. Munum að hjálparlína Rauða krossins í númerinu 1717 er alltaf til staðar og innan seilingar. Rauði krossinn vinnur frábært starf í þessum efnum sem mikilvægt er að við leggjum lið og það getum við til að mynda gert með því að styðja fjárhagslega við starfið í síma 904 1500. Vonandi láta stjórnvöld ekki sitt eftir liggja í þessum efnum og styrkja þetta góða starf sem bjargar mannslífum. Auk þess sem klárlega er brýn þörf á að auka fræðslu og vitund á meðal almennings um þennan útsmogna vágest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Svarið er stundum já og stundum nei. Við erum ekki öll alltaf hress og í stuði og það jafnvel þrátt fyrir að það sé ekkert eitt áþreifanlegt sem amar að. Við erum öll þannig gerð að okkur líður ekki alltaf vel. Það er allt í lagi. Okkur þarf ekki alltaf að líða vel og við þurfum ekki alltaf að vera hress. Það koma betri tímar. Engu að síður virðist samfélagið allt vera mettað af þessari gegndarlausu kröfu um hressleika og lífsgleði hvað sem tautar og raular. Auk þess að eiga að vera hress þá eigum við að sjálfsögðu að njóta velgengni í námi og starfi, eiga hressa vini og ættingja, vera í góðu sambandi við hitt kynið og í líkamlegu formi á við tékkneskan tugþrautarmann. Minna má það ekki vera. Vandinn er að veruleikinn er oft annar en væntingarnar og allar þessar samfélagslegu kröfur. Okkur gengur misvel að fóta okkur á lífsleiðinni og svo líður okkur stundum einfaldlega illa án þess að á því séu einhverjar sérstakar skýringar. Engu að síður virðist sem allar þessar samfélagslegu kröfur leggist þungt á margan ungan manninn – jafnvel enn þyngra en á konur af einhverjum ástæðum. Ein af afleiðingunum, af þessari fjarlægð á milli hugmynda og veruleika, er nefnilega sú dapurlega staðreynd að sjálfsvíg eru ein algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi og sú algengasta í hópi karla á aldrinum 18 til 25 ára. Konur eru vissulega ekki undanskildar þessum vágesti sem sjálfsvíg eru en þær eru þó miklum mun færri sem falla fyrir eigin hendi. Það geta legið ýmsar og ólíkar ástæður að baki því að hugmyndin um að taka sitt eigið líf vaknar í huga ungrar manneskju. Þunglyndi, ástvinamissir, skilnaður, námsörðugleikar, fíkniefnaneysla, afburðahæfileikar, niðurlæging, deilur og svo mætti lengi telja. En það sem einkennir allar þessar aðstæður er að það er hægt að sigrast á þeim. Fyrsta skrefið er að leita sér hjálpar. Þá þurfum við öll að vera vakandi og reiðubúin til þess að taka fólki með opnum huga og opnum örmum. Foreldrar, kennarar, systkini, vinir, samstarfsfélagar o.s.frv. þurfa að leggja frá sér kröfuna um hressleika, stuð og líf án hnökra og hlusta eftir hverju því sem gæti falið í sér vísbendingu um eitthvað annað – eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Við þurfum líka öll að huga að þeim sem eftir standa ef illa fer. Bægja burt úr samfélaginu því tabúi sem sjálfsvígið er og sinna þeim sem eftir standa í sinni sorg með kærleika, nánd og nærgætni. Munum að hjálparlína Rauða krossins í númerinu 1717 er alltaf til staðar og innan seilingar. Rauði krossinn vinnur frábært starf í þessum efnum sem mikilvægt er að við leggjum lið og það getum við til að mynda gert með því að styðja fjárhagslega við starfið í síma 904 1500. Vonandi láta stjórnvöld ekki sitt eftir liggja í þessum efnum og styrkja þetta góða starf sem bjargar mannslífum. Auk þess sem klárlega er brýn þörf á að auka fræðslu og vitund á meðal almennings um þennan útsmogna vágest.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun