Þess vegna er betra að semja Árni Páll Árnason skrifar 15. júní 2015 00:00 Nú hafa verið sett lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga. Það gæti í fljótu bragði virst vera lausn á bráðum vanda sem skapast hefur á sjúkrahúsum landsins, en til lengri tíma litið er ekki um lausn að ræða. Hvers vegna ekki? Lykilorðin eru jafnrétti, jafnræði og virðing fyrir menntun. Stjórnvöldum ber að minnka kynbundinn launamun. Krafa hjúkrunarfræðinga er að fá sambærileg laun og sambærilegar karlastéttir. Hjúkrunarfræðingar meta að fjögurra ára háskólanám þeirra skili aðeins um 80 prósentum af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og 40 ára afmæli kvennafrídagsins ætlar ríkisstjórnin því að festa enn frekar í sessi kynbundinn launamun. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að semja við opinbera starfsmenn og stuðla að ábyrgum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem stuðla að stöðugleika. Á rúmu ári hefur ríkisstjórnin hins vegar klúðrað samningum við eigin viðsemjendur og beitt lögum á verkföll fimm sinnum. Þegar ríkisstjórnin veitti læknum einum bætur fyrir gengisfellingu krónunnar hófst hrunadans sem aldrei gat annað en farið illa. Við getum ekki veitt fámennum hópi forréttindastöðu en látið fjöldann bera tjónið af krónunni. Ef krónan er svona frábær eiga allir að geta búið við afleiðingar gengisfellingar hennar – líka læknar. Ef launastefna ríkisstjórnarinnar er svo handahófskennd að þjóðfélagið þolir ekki að samið sé með sama hætti við hjúkrunarfræðinga og BHM er rétt að ríkisstjórnin segi það bara hreint út. Almenningur situr uppi með afleiðingarnar sem eru fólksflótti úr opinberum störfum og veikara heilbrigðiskerfi. Stjórnvöld eiga að virða menntun til launa. Við viljum vera skapandi og nútímalegt samfélag og við leggjum áherslu á menntun. Því fylgir að skapa þarf störf við hæfi og greiða laun sem gera menntun þess virði að sækja. Forgangsverkefni stjórnvalda á að vera uppbygging á öflugri opinberri þjónustu sem býður starfsfólki sambærileg kjör og í nágrannalöndunum og almenningi sömu gæði. Við viljum fjölbreytni í atvinnulífinu og fá hlut í arði af auðlindum landsins til að létta skattbyrði venjulegs fólks. Það var loforð Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og það verða verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú hafa verið sett lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga. Það gæti í fljótu bragði virst vera lausn á bráðum vanda sem skapast hefur á sjúkrahúsum landsins, en til lengri tíma litið er ekki um lausn að ræða. Hvers vegna ekki? Lykilorðin eru jafnrétti, jafnræði og virðing fyrir menntun. Stjórnvöldum ber að minnka kynbundinn launamun. Krafa hjúkrunarfræðinga er að fá sambærileg laun og sambærilegar karlastéttir. Hjúkrunarfræðingar meta að fjögurra ára háskólanám þeirra skili aðeins um 80 prósentum af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og 40 ára afmæli kvennafrídagsins ætlar ríkisstjórnin því að festa enn frekar í sessi kynbundinn launamun. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að semja við opinbera starfsmenn og stuðla að ábyrgum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem stuðla að stöðugleika. Á rúmu ári hefur ríkisstjórnin hins vegar klúðrað samningum við eigin viðsemjendur og beitt lögum á verkföll fimm sinnum. Þegar ríkisstjórnin veitti læknum einum bætur fyrir gengisfellingu krónunnar hófst hrunadans sem aldrei gat annað en farið illa. Við getum ekki veitt fámennum hópi forréttindastöðu en látið fjöldann bera tjónið af krónunni. Ef krónan er svona frábær eiga allir að geta búið við afleiðingar gengisfellingar hennar – líka læknar. Ef launastefna ríkisstjórnarinnar er svo handahófskennd að þjóðfélagið þolir ekki að samið sé með sama hætti við hjúkrunarfræðinga og BHM er rétt að ríkisstjórnin segi það bara hreint út. Almenningur situr uppi með afleiðingarnar sem eru fólksflótti úr opinberum störfum og veikara heilbrigðiskerfi. Stjórnvöld eiga að virða menntun til launa. Við viljum vera skapandi og nútímalegt samfélag og við leggjum áherslu á menntun. Því fylgir að skapa þarf störf við hæfi og greiða laun sem gera menntun þess virði að sækja. Forgangsverkefni stjórnvalda á að vera uppbygging á öflugri opinberri þjónustu sem býður starfsfólki sambærileg kjör og í nágrannalöndunum og almenningi sömu gæði. Við viljum fjölbreytni í atvinnulífinu og fá hlut í arði af auðlindum landsins til að létta skattbyrði venjulegs fólks. Það var loforð Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og það verða verkefni nýrrar ríkisstjórnar.