Þráttað um árangurinn Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júní 2015 07:00 Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra á atkvæðaveiðum. Nordicphotos/AFP Fyrst eftir að Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tilkynnti í lok maí að efnt yrði til kosninga núna 18. júní virtist allt stefna í að hægri flokkarnir, undir forystu Lars Løkke Rasmussen, myndu fella stjórnina. Þetta nokkurra prósenta forskot bláu blokkarinnar svonefndu er nú horfið. Samkvæmt skoðanakönnunum skiptast kjósendur nánast hnífjafnt á milli fylkinganna. Stóru flokkarnir tveir skiptast á um að kynna ný loforð til að laða að kjósendur, þar sem áherslurnar hafa meðal annars verið á atvinnumál, umhverfismál, skatta og flóttamannastrauminn til Danmerkur. Á fimmtudagskvöldið mættust svo leiðtogar þeirra, þau Thorning-Schmidt og Løkke, í sjónvarpseinvígi, því þriðja sem efnt er til í þessari kosningabaráttu. Þar þrættu þau um það hvoru þeirra kjósendur gætu þakkað hagvöxt síðustu ára. „Við höfum séð til þess að Danmörk er komin út úr kreppunni, og nei, Lars Løkke, það er ekki þú sem hefur séð til þess. Það er mín pólitík sem hefur séð til þess,“ sagði forsætisráðherrann. „Nú þykir mér, ærlega talað, að þú sért að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði Løkke. „Það ert þú sem ert að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði þá Thorning-Schmidt. Sitt sýndist hverjum um það hvort þeirra hafði betur í einvíginu. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í Jótlandspóstinum í gær, segjast nærri 70 prósent Dana ekki hafa það á tilfinningunni að danskir stjórnmálamenn taki skoðanir og áhyggjur kjósenda alvarlega. Almennt hefur tiltrú Dana á stjórnmálamönnum dalað mjög á síðustu árum. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Fyrst eftir að Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tilkynnti í lok maí að efnt yrði til kosninga núna 18. júní virtist allt stefna í að hægri flokkarnir, undir forystu Lars Løkke Rasmussen, myndu fella stjórnina. Þetta nokkurra prósenta forskot bláu blokkarinnar svonefndu er nú horfið. Samkvæmt skoðanakönnunum skiptast kjósendur nánast hnífjafnt á milli fylkinganna. Stóru flokkarnir tveir skiptast á um að kynna ný loforð til að laða að kjósendur, þar sem áherslurnar hafa meðal annars verið á atvinnumál, umhverfismál, skatta og flóttamannastrauminn til Danmerkur. Á fimmtudagskvöldið mættust svo leiðtogar þeirra, þau Thorning-Schmidt og Løkke, í sjónvarpseinvígi, því þriðja sem efnt er til í þessari kosningabaráttu. Þar þrættu þau um það hvoru þeirra kjósendur gætu þakkað hagvöxt síðustu ára. „Við höfum séð til þess að Danmörk er komin út úr kreppunni, og nei, Lars Løkke, það er ekki þú sem hefur séð til þess. Það er mín pólitík sem hefur séð til þess,“ sagði forsætisráðherrann. „Nú þykir mér, ærlega talað, að þú sért að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði Løkke. „Það ert þú sem ert að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði þá Thorning-Schmidt. Sitt sýndist hverjum um það hvort þeirra hafði betur í einvíginu. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í Jótlandspóstinum í gær, segjast nærri 70 prósent Dana ekki hafa það á tilfinningunni að danskir stjórnmálamenn taki skoðanir og áhyggjur kjósenda alvarlega. Almennt hefur tiltrú Dana á stjórnmálamönnum dalað mjög á síðustu árum.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira