Myndlist í Feneyjum Ósk Vilhjálmsdóttir skrifar 12. júní 2015 07:00 Áttundi maí. Fallegur morgunn í Feneyjum. Hópur fólks streymdi að litlu torgi í Cannareggio-hverfinu, ekki langt frá Ghettoinu fræga, þessu upprunalega sem öll hin heita eftir. Myndlistarfólk, safnafólk, sýningarstjórar, blaðamenn og múslimar í sparifötunum. Eftirvænting í loftinu, allir í hátíðarskapi. Svo opnuðust dyrnar, við fórum úr skónum, settumst á gólfið og hlustuðum á dagskrána. Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, hélt skemmtilega ræðu á ensku þar sem hann lýsti því hvernig hann þvældist um heiminn, fyrst varð hann hippi og svo varð hann múslimi. Síðan tók kaþólski presturinn Don Nandino við, samspil trúarbragða eru honum hugleikin. Tehmina Janjua var síðust á mælendaskrá. Hún er sendiherra Pakistans á Ítalíu og hélt fallega ræðu. Þetta var merkileg stund. Einstök upplifun. Myndlist er magnað fyrirbæri sem býður upp á óvænta möguleika, óvænt stefnumót. Stundum hægt og hljótt, stundum hátt og skýrt. Hún snýr upp á veruleikann, skoðar utan frá, opnar nýjar gáttir og óravíddir, sviðsetur, grípur inn í, ögrar, vekur hugsun og lætur okkur – þegar best tekst til – finna fyrir fögnuði yfir því að vera til. Myndlistin er frjáls. Leiðirnar sem myndlistarmenn fara eru margvíslegar og stundum óvæntar. Frelsi andans Verk Christophs Büchel í Feneyjum er einfalt og skýrt en það er líka hljóðlátt, póetískt og fallegt. Við sem þarna sátum fylltumst fögnuði og tiltrú á listina. Því í rými listarinnar er allt mögulegt. Þar ríkir frelsi andans, þar er griðastaður fyrir tilraunir og frumsköpun. Hávaðinn er annars staðar; hann er í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Viðbrögð borgaryfirvalda í Feneyjum eru sorgleg. Þau nýta sér landlæga andúð og tortryggni gagnvart múslimum og hafa notað ómerkilegar hártoganir um að verkið sé ekki listgjörningur heldur múslimskur tilbeiðslustaður. Það er líka áhyggjuefni, ef ekki skandall, að hvorki Okwi Enwezor – sýningarstjóri – né Paolo Barrata, forseti Feneyjatvíæringsins, hafa andmælt lokun íslenska skálans. Ólga samtímans Samt veltir Okwui Enwezor því fyrir sér – í formála sýningarskrár – hvernig hægt sé að fanga, skilgreina og tjá undirliggjandi ólgu samtímans. Mér finnst Christoph Büchel takast einmitt það mjög vel í verki sínu. Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins er merkilegt og mikilvægt. Verk Büchels afhjúpar meðal annars þá óþægilegu staðreynd að moskur hafa aldrei verið leyfðar í Feneyjum, þessari borg sem á auðæfi sín og alla sína merku sögu viðskiptum við aðra menningarheima að þakka. Það vísar líka til þeirrar miklu andúðar sem hefur verið espuð upp í Reykjavík, í pólitískum tilgangi, vegna fyrirhugaðrar moskubyggingar. Það vekur upp spurningar um tjáningarfrelsi, mismunandi menningarheima, minnihlutahópa, hlutverk listsköpunar og tilgang tvíæringa á borð við Feneyjatvíæringinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Áttundi maí. Fallegur morgunn í Feneyjum. Hópur fólks streymdi að litlu torgi í Cannareggio-hverfinu, ekki langt frá Ghettoinu fræga, þessu upprunalega sem öll hin heita eftir. Myndlistarfólk, safnafólk, sýningarstjórar, blaðamenn og múslimar í sparifötunum. Eftirvænting í loftinu, allir í hátíðarskapi. Svo opnuðust dyrnar, við fórum úr skónum, settumst á gólfið og hlustuðum á dagskrána. Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, hélt skemmtilega ræðu á ensku þar sem hann lýsti því hvernig hann þvældist um heiminn, fyrst varð hann hippi og svo varð hann múslimi. Síðan tók kaþólski presturinn Don Nandino við, samspil trúarbragða eru honum hugleikin. Tehmina Janjua var síðust á mælendaskrá. Hún er sendiherra Pakistans á Ítalíu og hélt fallega ræðu. Þetta var merkileg stund. Einstök upplifun. Myndlist er magnað fyrirbæri sem býður upp á óvænta möguleika, óvænt stefnumót. Stundum hægt og hljótt, stundum hátt og skýrt. Hún snýr upp á veruleikann, skoðar utan frá, opnar nýjar gáttir og óravíddir, sviðsetur, grípur inn í, ögrar, vekur hugsun og lætur okkur – þegar best tekst til – finna fyrir fögnuði yfir því að vera til. Myndlistin er frjáls. Leiðirnar sem myndlistarmenn fara eru margvíslegar og stundum óvæntar. Frelsi andans Verk Christophs Büchel í Feneyjum er einfalt og skýrt en það er líka hljóðlátt, póetískt og fallegt. Við sem þarna sátum fylltumst fögnuði og tiltrú á listina. Því í rými listarinnar er allt mögulegt. Þar ríkir frelsi andans, þar er griðastaður fyrir tilraunir og frumsköpun. Hávaðinn er annars staðar; hann er í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Viðbrögð borgaryfirvalda í Feneyjum eru sorgleg. Þau nýta sér landlæga andúð og tortryggni gagnvart múslimum og hafa notað ómerkilegar hártoganir um að verkið sé ekki listgjörningur heldur múslimskur tilbeiðslustaður. Það er líka áhyggjuefni, ef ekki skandall, að hvorki Okwi Enwezor – sýningarstjóri – né Paolo Barrata, forseti Feneyjatvíæringsins, hafa andmælt lokun íslenska skálans. Ólga samtímans Samt veltir Okwui Enwezor því fyrir sér – í formála sýningarskrár – hvernig hægt sé að fanga, skilgreina og tjá undirliggjandi ólgu samtímans. Mér finnst Christoph Büchel takast einmitt það mjög vel í verki sínu. Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins er merkilegt og mikilvægt. Verk Büchels afhjúpar meðal annars þá óþægilegu staðreynd að moskur hafa aldrei verið leyfðar í Feneyjum, þessari borg sem á auðæfi sín og alla sína merku sögu viðskiptum við aðra menningarheima að þakka. Það vísar líka til þeirrar miklu andúðar sem hefur verið espuð upp í Reykjavík, í pólitískum tilgangi, vegna fyrirhugaðrar moskubyggingar. Það vekur upp spurningar um tjáningarfrelsi, mismunandi menningarheima, minnihlutahópa, hlutverk listsköpunar og tilgang tvíæringa á borð við Feneyjatvíæringinn.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun