Bannaður Bragi Magnús Guðmundsson skrifar 1. júní 2015 07:00 Fyrir ekki alls löngu skrifaði Bragi Ólafsson rithöfundur bókina Bögglapóststofan eftir pöntun fyrirtækisins Gamma sem dreifði bókarkorninu til 300 viðskipta- og vildarvina fyrirtækisins. Bragi hefur mátt sæta gagnrýni fyrir tiltækið á þeim forsendum að hann þiggi rithöfundalaun og að fyrir vikið eigi hann ekkert með að vera að skrifa bækur, þótt litlar séu, fyrir útvalda fjársterka aðila. Að hann hafi samfélagslegar skyldur við sinn launagreiðanda, skattgreiðendur, og eigi því að einbeita sér að því að skrifa aðeins fyrir þá. Bragi blæs á þessa gagnrýni í úttekt sem birtist í Reykjavík vikublað eftir Atla Þór Fanndal blaðamann á sambandi listamanna við fjársterka einstaklinga og fyrirtæki í samfélaginu hverju sinni. Auðvitað er hverjum þeim sem starfar að einhverju eða öllu leyti fyrir hið opinbera í sjálfsvald sett hvort viðkomandi tekur að sér aukavinnu eða ei. Mikilvægt er að hafa í huga að gerðar eru kröfur til rithöfunda sem og annarra listamanna um að þeir skili afköstum – skrifi bækur, máli myndir o.s.frv. Að rithöfunda- og listamannalaun séu greidd fyrir ekki neitt er meinlegur misskilningur í besta falli. Það sem er sýnu athyglisverðara er að Bragi virðist kappkosta að draga úr gildi bókarinnar. „Þetta er bara vara sem ég er að selja,“ segir Bragi við Atla Þór og bendir á þetta sé bara æfing fyrir annað og meira verk. Það er væntanlega dálítið svekkjandi fyrir kaupandann að listamanninum þyki þetta svona ómerkilegt en svo má velta því fyrir sér hvort skoðun Braga á bókarkorninu skipti í raun einhverju máli. Líkast til ekki. Listaverk hafa gildi í sjálfu sér og skáldsögur eru í eðli sínu listaverk. Góð, slæm eða eitthvað þar á milli. Moska Chistophs Büchel í Feneyjum er listaverk. Sumum finnst það gott en öðrum ekki en þeir sem hata það mest reyna að hafna því að hér sé í raun listaverk á ferð. Það er líkast til vegna þess að það er óþægur ljár í þúfu valdhafa.Krefur samfélagið um umræðu sem yfirvöld vilja síður að eigi sér stað. Ólíkt Braga Ólafassyni þá kýs Christoph Büchel að tjá sig ekki um gildi verksins eða verkið yfirhöfuð. Það rýrir hvorki né eykur á gildi þess. Verkið hefur verið bannfært og meinað almenningi. Bögglapóststofa Braga er líka meinuð almenningi. En á gjörólíkum forsendum. Gamma vill sitja að verkinu ásamt útvöldum vinum í krafti þess að þeir keyptu það eins og þeir kaupa texta af auglýsingastofu. En Gamma keypti verkið af skapara þess, og í sátt við hann fjármögnuðu þeir skrif bókarinnar. Það breytir öllu – óháð því hvað okkur kann að finnast um mátt peninga í nútíma menningarsamfélagi. Það er annað mál. En verk Christophs Büchel er aftur á móti fjármagnað fyrir almannafé og því er ætlað að rata til almennings með einum eða öðrum hætti. Bannfæring feneyskra yfirvalda er því aðför að íslensku tjáningarfrelsi. Slík þöggun er ólíðandi með öllu. Íslensk stjórnvöld hljóta að vilja andæfa slíkri þöggun. Að öðrum kosti að spyrja sig, hvað banna valdhafar næst? Ítalskar þýðingar á verkum Braga Ólafssonar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir ekki alls löngu skrifaði Bragi Ólafsson rithöfundur bókina Bögglapóststofan eftir pöntun fyrirtækisins Gamma sem dreifði bókarkorninu til 300 viðskipta- og vildarvina fyrirtækisins. Bragi hefur mátt sæta gagnrýni fyrir tiltækið á þeim forsendum að hann þiggi rithöfundalaun og að fyrir vikið eigi hann ekkert með að vera að skrifa bækur, þótt litlar séu, fyrir útvalda fjársterka aðila. Að hann hafi samfélagslegar skyldur við sinn launagreiðanda, skattgreiðendur, og eigi því að einbeita sér að því að skrifa aðeins fyrir þá. Bragi blæs á þessa gagnrýni í úttekt sem birtist í Reykjavík vikublað eftir Atla Þór Fanndal blaðamann á sambandi listamanna við fjársterka einstaklinga og fyrirtæki í samfélaginu hverju sinni. Auðvitað er hverjum þeim sem starfar að einhverju eða öllu leyti fyrir hið opinbera í sjálfsvald sett hvort viðkomandi tekur að sér aukavinnu eða ei. Mikilvægt er að hafa í huga að gerðar eru kröfur til rithöfunda sem og annarra listamanna um að þeir skili afköstum – skrifi bækur, máli myndir o.s.frv. Að rithöfunda- og listamannalaun séu greidd fyrir ekki neitt er meinlegur misskilningur í besta falli. Það sem er sýnu athyglisverðara er að Bragi virðist kappkosta að draga úr gildi bókarinnar. „Þetta er bara vara sem ég er að selja,“ segir Bragi við Atla Þór og bendir á þetta sé bara æfing fyrir annað og meira verk. Það er væntanlega dálítið svekkjandi fyrir kaupandann að listamanninum þyki þetta svona ómerkilegt en svo má velta því fyrir sér hvort skoðun Braga á bókarkorninu skipti í raun einhverju máli. Líkast til ekki. Listaverk hafa gildi í sjálfu sér og skáldsögur eru í eðli sínu listaverk. Góð, slæm eða eitthvað þar á milli. Moska Chistophs Büchel í Feneyjum er listaverk. Sumum finnst það gott en öðrum ekki en þeir sem hata það mest reyna að hafna því að hér sé í raun listaverk á ferð. Það er líkast til vegna þess að það er óþægur ljár í þúfu valdhafa.Krefur samfélagið um umræðu sem yfirvöld vilja síður að eigi sér stað. Ólíkt Braga Ólafassyni þá kýs Christoph Büchel að tjá sig ekki um gildi verksins eða verkið yfirhöfuð. Það rýrir hvorki né eykur á gildi þess. Verkið hefur verið bannfært og meinað almenningi. Bögglapóststofa Braga er líka meinuð almenningi. En á gjörólíkum forsendum. Gamma vill sitja að verkinu ásamt útvöldum vinum í krafti þess að þeir keyptu það eins og þeir kaupa texta af auglýsingastofu. En Gamma keypti verkið af skapara þess, og í sátt við hann fjármögnuðu þeir skrif bókarinnar. Það breytir öllu – óháð því hvað okkur kann að finnast um mátt peninga í nútíma menningarsamfélagi. Það er annað mál. En verk Christophs Büchel er aftur á móti fjármagnað fyrir almannafé og því er ætlað að rata til almennings með einum eða öðrum hætti. Bannfæring feneyskra yfirvalda er því aðför að íslensku tjáningarfrelsi. Slík þöggun er ólíðandi með öllu. Íslensk stjórnvöld hljóta að vilja andæfa slíkri þöggun. Að öðrum kosti að spyrja sig, hvað banna valdhafar næst? Ítalskar þýðingar á verkum Braga Ólafssonar?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar