Farsælt samband orkuvinnslu og ferðaþjónustu Hörður Arnarson skrifar 29. maí 2015 07:00 Náttúruverðmæti okkar Íslendinga eru mikil. Það vitum við sjálf og það vita þeir fjölmörgu ferðamenn sem hingað koma. Skylda okkar er að hlúa að þessum verðmætum. Orkuvinnsla og ferðaþjónusta nýta náttúruna í efnahagslegum tilgangi. Um leið er afar mikilvægt að báðar atvinnugreinar geri það á varfærinn og sjálfbæran hátt. Báðar greinar valda óhjákvæmilega nokkru raski, sem þarf að lágmarka. Ábyrgð nýtingaraðila þarf að vera rík og skýr og við þurfum að greina áhrif sem best við getum áður en svæði eru nýtt. Samstarf orkuiðnaðar og ferðaþjónustu hefur verið farsælt. Aðgengi og aðstaða sem fylgt hafa orkuframkvæmdum hafa verið ferðaþjónustunni mikil lyftistöng. Þegar aflstöðvar hafa verið reistar njóta þær, og tengdur rekstur, oft vinsælda hjá ferðamönnum. Það þekkjum við frá Bláa lóninu, jarðböðunum í Mývatnssveit, Hellisheiðarvirkjun og gestastofum Landsvirkjunar við Búrfell, Kröflu og Fljótsdalsstöð. Erlendir gestir skipta jafnvel hundruðum þúsunda á ári hverju. Við hjá Landsvirkjun tökum á móti fjölda erlendra ferðamanna og við verðum vör við mikinn áhuga og ánægju með árangur Íslendinga í orkumálum. Ímynd hinnar hreinu og endurnýjanlegu orku er samofin ímynd Íslands. Erlendu gestirnir hafa samanburðinn, því í heimalöndum þeirra er eitt helsta verkefnið að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og tryggja orkuöryggi. Glöggt er gests augað. Jákvætt viðhorf erlendis var staðfest með viðhorfskönnun Iceland Naturally á meðal almennings í Bandaríkjunum á síðasta ári. 67% töldu að notkun Íslands á endurnýjanlegum orkugjöfum yki áhuga þeirra á Íslandi og vörum frá Íslandi. Í sömu könnun kom fram að 49% teldu að endurnýjanleg orka Íslendinga gerði mun líklegra að þeir ferðuðust til Íslands og væri eitt það helsta sem drægi þá til landsins. Því er full ástæða til að telja að uppbygging ferðaþjónustu og orkuiðnaðar muni áfram geta orðið í góðri samvinnu, til hagsbóta fyrir báðar atvinnugreinar og Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Náttúruverðmæti okkar Íslendinga eru mikil. Það vitum við sjálf og það vita þeir fjölmörgu ferðamenn sem hingað koma. Skylda okkar er að hlúa að þessum verðmætum. Orkuvinnsla og ferðaþjónusta nýta náttúruna í efnahagslegum tilgangi. Um leið er afar mikilvægt að báðar atvinnugreinar geri það á varfærinn og sjálfbæran hátt. Báðar greinar valda óhjákvæmilega nokkru raski, sem þarf að lágmarka. Ábyrgð nýtingaraðila þarf að vera rík og skýr og við þurfum að greina áhrif sem best við getum áður en svæði eru nýtt. Samstarf orkuiðnaðar og ferðaþjónustu hefur verið farsælt. Aðgengi og aðstaða sem fylgt hafa orkuframkvæmdum hafa verið ferðaþjónustunni mikil lyftistöng. Þegar aflstöðvar hafa verið reistar njóta þær, og tengdur rekstur, oft vinsælda hjá ferðamönnum. Það þekkjum við frá Bláa lóninu, jarðböðunum í Mývatnssveit, Hellisheiðarvirkjun og gestastofum Landsvirkjunar við Búrfell, Kröflu og Fljótsdalsstöð. Erlendir gestir skipta jafnvel hundruðum þúsunda á ári hverju. Við hjá Landsvirkjun tökum á móti fjölda erlendra ferðamanna og við verðum vör við mikinn áhuga og ánægju með árangur Íslendinga í orkumálum. Ímynd hinnar hreinu og endurnýjanlegu orku er samofin ímynd Íslands. Erlendu gestirnir hafa samanburðinn, því í heimalöndum þeirra er eitt helsta verkefnið að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og tryggja orkuöryggi. Glöggt er gests augað. Jákvætt viðhorf erlendis var staðfest með viðhorfskönnun Iceland Naturally á meðal almennings í Bandaríkjunum á síðasta ári. 67% töldu að notkun Íslands á endurnýjanlegum orkugjöfum yki áhuga þeirra á Íslandi og vörum frá Íslandi. Í sömu könnun kom fram að 49% teldu að endurnýjanleg orka Íslendinga gerði mun líklegra að þeir ferðuðust til Íslands og væri eitt það helsta sem drægi þá til landsins. Því er full ástæða til að telja að uppbygging ferðaþjónustu og orkuiðnaðar muni áfram geta orðið í góðri samvinnu, til hagsbóta fyrir báðar atvinnugreinar og Ísland.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar