Norrænt erindi við Afríku Stefán Jón Hafstein skrifar 28. maí 2015 07:00 Í ár verða enn vatnaskil í þróunarsamvinnu á heimsvísu þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykkja nýja áætlun um þau mál, sem tekur við af Þúsaldarmarkmiðunum 2000-2015. Í tilefni af sameiginlegum norrænum hátíðisdegi í Úganda sameinuðust fulltrúar Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Íslands um að vekja sérstaklega athygli á mikilvægi jafnréttis kynjanna á þeirri vegferð sem hefst með kaflaskilum. Í grein sem fulltrúar ríkjanna skrifa í úgöndsk blöð segir að kynjajafnrétti sé forsenda fyrir því að grundvallarmannréttindi séu virt. Jafnrétti hafi einnig gríðarlegan félagslegan og efnahagslegan ávinning, atbeini kvenna í hagkerfinu skipti miklu máli og framlag þeirra til velferðar fjölskyldna og samfélags sé mikilvægt. Allir eigi að njóta sama réttar, án tillits til kynferðis, aldurs, uppruna, fötlunar, trúar, kynvitundar eða kynhneigðar. Norrænu ríkin fagna því að Úganda sé eitt af þeim ríkjum sem sett hafa jafnréttismál á oddinn í þróunaráætlun landsins til ársins 2040 og lofa að styðja við þá viðleitni. Landið hefur tekið ákveðin skref í átt til jafnréttis, hlutfall kvenna á þingi farið úr 18% í 35% á fimmtán árum og 25% ráðherra eru konur. Hins vegar er bent á þá staðreynd að fyrir hina almennu konu vanti mikið upp á. Konur taki síður mikilvægar efnahagslegar ákvarðanir en karlar og kyn- og frjósemisheilbrigði sé ábótavant. Lögleiðing úrbóta nægir ekki alltaf, þeim þarf að hrinda í framkvæmd, eins og sést af því að þótt giftingaraldur í landinu sé 18 ár samkvæmt lögum eru 40% stúlkna gefin undir lögaldri. Jafnrétti kynjanna er mál bæði kvenna og karla og verður ekki náð nema með þátttöku allra í samfélaginu eins og norræn reynsla af jafnréttisbaráttu bendir til. Norrænu ríkin fagna því hlutverki sem Úganda hefur tekið að sér í friðargæslu í álfunni en minna einnig á að í alþjóðlegu samhengi vantar mikið upp á að samþykkt SÞ 1325 um hlutverk kvenna við úrlausn deilumála og í friðarferli hafi náð fram að ganga. Fimmtán ár eru síðan þessi samþykkt var gerð og mikilvægt að endurmeta árangur af henni nú þegar verða kaflaskil í þróunarsamvinnu í heiminum með nýjum markmiðum og nýjum leiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Í ár verða enn vatnaskil í þróunarsamvinnu á heimsvísu þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykkja nýja áætlun um þau mál, sem tekur við af Þúsaldarmarkmiðunum 2000-2015. Í tilefni af sameiginlegum norrænum hátíðisdegi í Úganda sameinuðust fulltrúar Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Íslands um að vekja sérstaklega athygli á mikilvægi jafnréttis kynjanna á þeirri vegferð sem hefst með kaflaskilum. Í grein sem fulltrúar ríkjanna skrifa í úgöndsk blöð segir að kynjajafnrétti sé forsenda fyrir því að grundvallarmannréttindi séu virt. Jafnrétti hafi einnig gríðarlegan félagslegan og efnahagslegan ávinning, atbeini kvenna í hagkerfinu skipti miklu máli og framlag þeirra til velferðar fjölskyldna og samfélags sé mikilvægt. Allir eigi að njóta sama réttar, án tillits til kynferðis, aldurs, uppruna, fötlunar, trúar, kynvitundar eða kynhneigðar. Norrænu ríkin fagna því að Úganda sé eitt af þeim ríkjum sem sett hafa jafnréttismál á oddinn í þróunaráætlun landsins til ársins 2040 og lofa að styðja við þá viðleitni. Landið hefur tekið ákveðin skref í átt til jafnréttis, hlutfall kvenna á þingi farið úr 18% í 35% á fimmtán árum og 25% ráðherra eru konur. Hins vegar er bent á þá staðreynd að fyrir hina almennu konu vanti mikið upp á. Konur taki síður mikilvægar efnahagslegar ákvarðanir en karlar og kyn- og frjósemisheilbrigði sé ábótavant. Lögleiðing úrbóta nægir ekki alltaf, þeim þarf að hrinda í framkvæmd, eins og sést af því að þótt giftingaraldur í landinu sé 18 ár samkvæmt lögum eru 40% stúlkna gefin undir lögaldri. Jafnrétti kynjanna er mál bæði kvenna og karla og verður ekki náð nema með þátttöku allra í samfélaginu eins og norræn reynsla af jafnréttisbaráttu bendir til. Norrænu ríkin fagna því hlutverki sem Úganda hefur tekið að sér í friðargæslu í álfunni en minna einnig á að í alþjóðlegu samhengi vantar mikið upp á að samþykkt SÞ 1325 um hlutverk kvenna við úrlausn deilumála og í friðarferli hafi náð fram að ganga. Fimmtán ár eru síðan þessi samþykkt var gerð og mikilvægt að endurmeta árangur af henni nú þegar verða kaflaskil í þróunarsamvinnu í heiminum með nýjum markmiðum og nýjum leiðum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar