Að slátra kommum Þorvaldur Gylfason skrifar 21. maí 2015 07:00 Nú, þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, að bankarnir, sem hrundu, höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum, er kannski tímabært að athuga, hvort þeir tíu þingmenn, sem tóku lánin, hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni, sem leið, sællar minningar. Er eitthvað athugavert við þessa málsgrein? – annað en lengdin. Já, kommusetningin. Hún fylgir Birni Guðfinnssyni (1905-1950), málfræðingi, höfundi þeirrar greinarmerkjasetningar, sem kennd var í skólum landsins um langt árabil, og hún fylgir honum eins og þessi málsgrein út í yztu æsar. Þó kunna að rísa áhöld um næstsíðustu kommuna: á öldinni, sem leið. Dyggir fylgjendur Björns myndu hafa hana á sínum stað. Aðrir myndu sleppa henni án þess, strangt tekið, að gera villu. Ýmsum fyndist málsgreinin þó e.t.v. auðlesnari svona: Nú þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að bankarnir sem hrundu höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum er kannski tímabært að athuga hvort þeir tíu þingmenn sem tóku lánin hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni sem leið, sællar minningar. Hér er því hægt að komast af með eina kommu í stað tíu. Síðasta komman þarf helzt að fá að halda sér þar eð án hennar væri það öldin sem leið sællar minningar, ekki veizlan. Hér hefði Björn Guðfinnsson sett kommur á undan þar eð og sem.Til hvers eru kommur? Málfræði Björns Guðfinnssonar er byggingarfræði. Hún kveður á um greinarmerki til að afmarka texta að þýzkri fyrirmynd án tillits til hljómfallsins í textanum. Gott dæmi er reglan um að setja ævinlega kommu á undan tilvísunarsetningum með því að skrifa t.d. „Akureyringum, sem eru ánægðir með sig, finnst Hof fallegra en Harpa“ frekar en „Akureyringum sem eru ánægðir með sig finnst Hof fallegra en Harpa“. Fyrra dæmið með kommunum segir lesandanum að Akureyringar séu almennt ánægðir með sig, en í síðara dæminu afmarkar tilvísunarsetningin hóp sjálfsánægðra Akureyringa. Vélræn kommuregla brenglar merkingu textans. Þegar fylgið hrundi af Birni Guðfinnssyni árin eftir 1968 og menn hættu að ganga með bindi og byrjuðu að setja kommur eftir eyranu eins og tíðkast í ensku eftir settum reglum, þá virtust menn líta á kommurnar eins og lestrarmerki eða hraðahindranir. Menn tóku þá margir upp þann sið að setja kommur þar, sem þeir myndu taka sér öndunarhlé í upplestri, og reyndu jafnframt að hafa kommurnar sem fæstar. Þetta er engilsaxneska reglan sem flestir fylgja á okkar dögum. Reglan er sveigjanleg. Menn tala mishratt og anda misreglulega. Þessi enska öndunarregla um greinarmerki gengur þvert á þýzka hugsun þeirra sem fylgja Birni Guðfinnssyni sem hefði sett kommu á undan sem á báðum stöðum fyrr í þessari málsgrein. Björnsmenn nota kommur yfirleitt eins og umferðarmerki og ættu eftir því að haga máli sínu í samræmi við góðar greinarmerkjavenjur. Öll þekkjum við þetta úr umferðinni. Við högum akstri eftir umferðarmerkjum; til þess eru þau. Vel útfærð er umferðarreglan um kommur þessi: Ef texti eins og t.d. upphafsorðin í þessum pistli virðist ekki hitta í mark vegna óþjállar eða jafnvel þrúgandi kommusetningar, þá væri kannski ráð að slípa textann frekar en að slátra kommunum. Og þó, kannski ekki. Útgefendum Oxford English Dictionary tókst að minnka bókina um 80 síður með því einu að fækka kommunum.Raðkommur Einn munurinn á íslenzkri (og þá um leið þýzkri) og enskri kommusetningu er þessi: Á íslenzku (og þýzku) skrifum við a, b, c og d án þess að hafa kommu á eftir c. Þannig hafði Björn Guðfinnsson það, og þannig er það enn. Á ensku skrifa menn hins vegar ýmist kommu á eftir c eða sleppa henni. Þeir, sem skrifa kommuna á eftir c, tefla fram þeim rökum, að engin komma þar geti brenglað merkingu textans (Björn heimtar allar kommurnar þrjár að framan). Halldór Laxness skrifaði stundum a b c og d án nokkurra komma. Ef við sjáum svohljóðandi málsgrein í blaði: „Hann stóð uppi á sviðinu með fv. eiginkonunum sínum tveim, Hróðmari Hróbjartssyni og Sigurbirni Schiöth“, þá gætum við haldið, að eiginkonurnar tvær heiti Hróðmar og Sigurbjörn. Komma á eftir Hróbjartssyni myndi leysa málið. Annað dæmi: „Hinum megin í salnum sást móta fyrir súludansmeyjum, biskupi Íslands og forstjóra Fjármálaeftirlitsins.“ Komma á eftir biskupi Íslands myndi girða fyrir misskilning. Eitt dæmi enn: „Þetta kver er tileinkað foreldrum mínum, Brynjólfi Berndsen og Steingrími Grundtvig.“ Þarna þyrfti að vera komma á eftir Berndsen til að eyða öllum vafa. Björn Guðfinnsson var rómaður nákvæmnismaður, en hann sá ekki við þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú, þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, að bankarnir, sem hrundu, höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum, er kannski tímabært að athuga, hvort þeir tíu þingmenn, sem tóku lánin, hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni, sem leið, sællar minningar. Er eitthvað athugavert við þessa málsgrein? – annað en lengdin. Já, kommusetningin. Hún fylgir Birni Guðfinnssyni (1905-1950), málfræðingi, höfundi þeirrar greinarmerkjasetningar, sem kennd var í skólum landsins um langt árabil, og hún fylgir honum eins og þessi málsgrein út í yztu æsar. Þó kunna að rísa áhöld um næstsíðustu kommuna: á öldinni, sem leið. Dyggir fylgjendur Björns myndu hafa hana á sínum stað. Aðrir myndu sleppa henni án þess, strangt tekið, að gera villu. Ýmsum fyndist málsgreinin þó e.t.v. auðlesnari svona: Nú þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að bankarnir sem hrundu höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum er kannski tímabært að athuga hvort þeir tíu þingmenn sem tóku lánin hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni sem leið, sællar minningar. Hér er því hægt að komast af með eina kommu í stað tíu. Síðasta komman þarf helzt að fá að halda sér þar eð án hennar væri það öldin sem leið sællar minningar, ekki veizlan. Hér hefði Björn Guðfinnsson sett kommur á undan þar eð og sem.Til hvers eru kommur? Málfræði Björns Guðfinnssonar er byggingarfræði. Hún kveður á um greinarmerki til að afmarka texta að þýzkri fyrirmynd án tillits til hljómfallsins í textanum. Gott dæmi er reglan um að setja ævinlega kommu á undan tilvísunarsetningum með því að skrifa t.d. „Akureyringum, sem eru ánægðir með sig, finnst Hof fallegra en Harpa“ frekar en „Akureyringum sem eru ánægðir með sig finnst Hof fallegra en Harpa“. Fyrra dæmið með kommunum segir lesandanum að Akureyringar séu almennt ánægðir með sig, en í síðara dæminu afmarkar tilvísunarsetningin hóp sjálfsánægðra Akureyringa. Vélræn kommuregla brenglar merkingu textans. Þegar fylgið hrundi af Birni Guðfinnssyni árin eftir 1968 og menn hættu að ganga með bindi og byrjuðu að setja kommur eftir eyranu eins og tíðkast í ensku eftir settum reglum, þá virtust menn líta á kommurnar eins og lestrarmerki eða hraðahindranir. Menn tóku þá margir upp þann sið að setja kommur þar, sem þeir myndu taka sér öndunarhlé í upplestri, og reyndu jafnframt að hafa kommurnar sem fæstar. Þetta er engilsaxneska reglan sem flestir fylgja á okkar dögum. Reglan er sveigjanleg. Menn tala mishratt og anda misreglulega. Þessi enska öndunarregla um greinarmerki gengur þvert á þýzka hugsun þeirra sem fylgja Birni Guðfinnssyni sem hefði sett kommu á undan sem á báðum stöðum fyrr í þessari málsgrein. Björnsmenn nota kommur yfirleitt eins og umferðarmerki og ættu eftir því að haga máli sínu í samræmi við góðar greinarmerkjavenjur. Öll þekkjum við þetta úr umferðinni. Við högum akstri eftir umferðarmerkjum; til þess eru þau. Vel útfærð er umferðarreglan um kommur þessi: Ef texti eins og t.d. upphafsorðin í þessum pistli virðist ekki hitta í mark vegna óþjállar eða jafnvel þrúgandi kommusetningar, þá væri kannski ráð að slípa textann frekar en að slátra kommunum. Og þó, kannski ekki. Útgefendum Oxford English Dictionary tókst að minnka bókina um 80 síður með því einu að fækka kommunum.Raðkommur Einn munurinn á íslenzkri (og þá um leið þýzkri) og enskri kommusetningu er þessi: Á íslenzku (og þýzku) skrifum við a, b, c og d án þess að hafa kommu á eftir c. Þannig hafði Björn Guðfinnsson það, og þannig er það enn. Á ensku skrifa menn hins vegar ýmist kommu á eftir c eða sleppa henni. Þeir, sem skrifa kommuna á eftir c, tefla fram þeim rökum, að engin komma þar geti brenglað merkingu textans (Björn heimtar allar kommurnar þrjár að framan). Halldór Laxness skrifaði stundum a b c og d án nokkurra komma. Ef við sjáum svohljóðandi málsgrein í blaði: „Hann stóð uppi á sviðinu með fv. eiginkonunum sínum tveim, Hróðmari Hróbjartssyni og Sigurbirni Schiöth“, þá gætum við haldið, að eiginkonurnar tvær heiti Hróðmar og Sigurbjörn. Komma á eftir Hróbjartssyni myndi leysa málið. Annað dæmi: „Hinum megin í salnum sást móta fyrir súludansmeyjum, biskupi Íslands og forstjóra Fjármálaeftirlitsins.“ Komma á eftir biskupi Íslands myndi girða fyrir misskilning. Eitt dæmi enn: „Þetta kver er tileinkað foreldrum mínum, Brynjólfi Berndsen og Steingrími Grundtvig.“ Þarna þyrfti að vera komma á eftir Berndsen til að eyða öllum vafa. Björn Guðfinnsson var rómaður nákvæmnismaður, en hann sá ekki við þessu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun