Þingmál: Engar raflínur í jörð Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. maí 2015 07:00 Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að koma rafmagnslínum í jörð til að draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum þeirra. Á liðnum vetri lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra fram tvö þingmál um raforkumál. Verði málin að veruleika munu umhverfissjónarmið fara mjög halloka og lagning jarðstrengja á hárri spennu verður nær útilokuð í fyrirsjáanlegri framtíð.Tröllvaxnar loftlínur framtíðarsýnin Í frumvarpi um breytingu á raforkulögum er gert ráð fyrir að þegar Landsnet reiknar út þörf á nýjum raflínum í kerfisáætlun sinni geti fyrirtækið miðað við orkuflutning frá öllum virkjanahugmyndum í orkunýtingar- og biðflokki rammaáætlunar. Þetta myndi þýða stórar og tröllslegar loftlínur um allt land eins og við m.a. þekkjum af Hellisheiðinni og frá Fljótsdalsstöð niður á Reyðarfjörð. Þar sem að orkunýtingarflokkur jafngildir ekki ákvörðun um að virkja, hvað þá biðflokkur, yrði með þessu lögfest að Landsnet tæki mið af óraunhæfum eða fölskum forsendum við áætlanagerð sína. Það má ekki verða.Völd frá sveitarstjórnum til Landsnets Með frumvarpinu er lýðræðislega kjörnum sveitarstjórnum gert skylt að samræma skipulagsáætlanir sínar við verkefni í tíu ára kerfisáætlun Landsnets. Þá bæri þeim að passa að skipulagsmál hindri ekki framgang verkefna fyrirtækisins í þriggja ára framkvæmdaáætlun þess. Sveitarfélag hefði því lítið um það að segja hvort loftlína eða jarðstrengur lægi í gegnum viðkvæm svæði þess.Stefna um engar raflínur í jörð? Hin tillaga ráðherra gengur út á stefnu um lagningu raflína. Sett eru fram viðmið um við hvaða aðstæður megi leggja jarðstrengi þrátt fyrir að þeir kosti meira en loftlínur. En þau viðmið ná ekki einu sinni til allra náttúruverndarsvæða og, ótrúlegt en satt, ekki til víðerna, einmitt þar sem sjónræn áhrif loftlína eru afar neikvæð. Í ofanálag má kostnaðarmunur ekki fara yfir ákveðið þak til að viðmiðin eigi við, nema fyrir einstöku landgerð. Með þessu er í reynd verið að útiloka lagningu stórra 220kV jarðstrengja á Íslandi, en stefna Landsnets er einmitt að byggja meginflutningskerfið upp á 220kV. Landsnet hefði því frítt spil fyrir loftlínuskóga út um allt land, þ.m.t. á Sprengisandi, í Skagafirði, Öxnadal, á Reykjanesskaga og víðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að koma rafmagnslínum í jörð til að draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum þeirra. Á liðnum vetri lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra fram tvö þingmál um raforkumál. Verði málin að veruleika munu umhverfissjónarmið fara mjög halloka og lagning jarðstrengja á hárri spennu verður nær útilokuð í fyrirsjáanlegri framtíð.Tröllvaxnar loftlínur framtíðarsýnin Í frumvarpi um breytingu á raforkulögum er gert ráð fyrir að þegar Landsnet reiknar út þörf á nýjum raflínum í kerfisáætlun sinni geti fyrirtækið miðað við orkuflutning frá öllum virkjanahugmyndum í orkunýtingar- og biðflokki rammaáætlunar. Þetta myndi þýða stórar og tröllslegar loftlínur um allt land eins og við m.a. þekkjum af Hellisheiðinni og frá Fljótsdalsstöð niður á Reyðarfjörð. Þar sem að orkunýtingarflokkur jafngildir ekki ákvörðun um að virkja, hvað þá biðflokkur, yrði með þessu lögfest að Landsnet tæki mið af óraunhæfum eða fölskum forsendum við áætlanagerð sína. Það má ekki verða.Völd frá sveitarstjórnum til Landsnets Með frumvarpinu er lýðræðislega kjörnum sveitarstjórnum gert skylt að samræma skipulagsáætlanir sínar við verkefni í tíu ára kerfisáætlun Landsnets. Þá bæri þeim að passa að skipulagsmál hindri ekki framgang verkefna fyrirtækisins í þriggja ára framkvæmdaáætlun þess. Sveitarfélag hefði því lítið um það að segja hvort loftlína eða jarðstrengur lægi í gegnum viðkvæm svæði þess.Stefna um engar raflínur í jörð? Hin tillaga ráðherra gengur út á stefnu um lagningu raflína. Sett eru fram viðmið um við hvaða aðstæður megi leggja jarðstrengi þrátt fyrir að þeir kosti meira en loftlínur. En þau viðmið ná ekki einu sinni til allra náttúruverndarsvæða og, ótrúlegt en satt, ekki til víðerna, einmitt þar sem sjónræn áhrif loftlína eru afar neikvæð. Í ofanálag má kostnaðarmunur ekki fara yfir ákveðið þak til að viðmiðin eigi við, nema fyrir einstöku landgerð. Með þessu er í reynd verið að útiloka lagningu stórra 220kV jarðstrengja á Íslandi, en stefna Landsnets er einmitt að byggja meginflutningskerfið upp á 220kV. Landsnet hefði því frítt spil fyrir loftlínuskóga út um allt land, þ.m.t. á Sprengisandi, í Skagafirði, Öxnadal, á Reykjanesskaga og víðar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar