Hverju andar þú að þér? Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 28. apríl 2015 12:00 Heilnæmt andrúmsloft er sannarlega mikilvæg auðlind og mikilvæg undirstaða góðrar heilsu og velferðar. Áhrif mengaðs andrúmslofts á heilsu koma sífellt betur í ljós og eru ákveðnir hópar taldir viðkvæmari en aðrir. Til dæmis börn og einstaklingar með astma, lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma og aðra undirliggjandi sjúkdóma. Aukin loftmengun er einn af fylgifiskum þéttbýlismyndunar og því hefur Reykjavíkurborg tekið alvarlega í gegnum tíðina og mælt loftgæði utandyra reglulega síðan 1986. Frá aldamótum hafa borgarbúar getað fylgst með niðurstöðum svo að segja á rauntíma. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur sett saman viðbragðsáætlun um loftgæði sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi og viðbragðsteymi borgarinnar bregst við þegar þarf samkvæmt henni. Í því felst meðal annars að senda út tilkynningar ef loftgæði eru líkleg til að fara yfir heilsuverndarmörk og ákveða til hvaða mótvægisaðgerða er gripið hverju sinni. Á nýafstöðnu málþingi Reykjavíkurborgar um loftgæði kom fram að við búum það vel að loftgæði í Reykjavík eru almennt góð miðað við þau heilsuverndarmörk sem sett eru, en þau efni sem líklegust eru til að fara yfir mörkin eru köfnunarefnisdíoxíð (NO2) og svifryk (PM10). Við erum þó meðvituð um að í raun er lítið vitað um áhrif loftmengunar á heilsu en gerðar eru stöðugt fleiri rannsóknir sem munu eflaust hafa áhrif á heilsuverndarmörk í framtíðinni og ef til vill einnig hvaða efni við mælum. Sem dæmi má nefna að losun brennisteinsvetnis (H2S) hefur margfaldast með fjölgun virkjana og þrátt fyrir að styrkur þess sé undir núverandi heilsuverndarmörkum þá vantar rannsóknir á langtímaáhrifum brennisteinsvetnis í lágum styrk á heilsu fólks. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með rannsóknum og breyta viðmiðum og viðbragðsáætlunum eftir því sem besta þekking segir til um hverju sinni. Borgarstjórn er einnig meðvituð um að margt af okkar verkum hefur áhrif á loftgæði og þar með lýðheilsu. Þar má nefna skipulag borgarinnar, gatnahreinsun og hálkuvörn, trjágróður og umferðarstýringu. Sumt getum við ekki haft áhrif á eins og við vorum rækilega minnt á meðan við fylgdumst grannt með brennisteinsdíoxíðsmengun (SO2) frá eldgosinu í Holuhrauni sem eins og allir vita hafði mikil áhrif á loftgæði á landinu. Með því að velja vistvænan samgöngumáta, keyra hægar, sleppa nagladekkjunum eða hlúa að gróðri í kringum okkur getum við hins vegar öll lagt okkar af mörkum til þess að bæta loftgæði okkar. Allt bætir það loftgæði okkar og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Heilnæmt andrúmsloft er sannarlega mikilvæg auðlind og mikilvæg undirstaða góðrar heilsu og velferðar. Áhrif mengaðs andrúmslofts á heilsu koma sífellt betur í ljós og eru ákveðnir hópar taldir viðkvæmari en aðrir. Til dæmis börn og einstaklingar með astma, lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma og aðra undirliggjandi sjúkdóma. Aukin loftmengun er einn af fylgifiskum þéttbýlismyndunar og því hefur Reykjavíkurborg tekið alvarlega í gegnum tíðina og mælt loftgæði utandyra reglulega síðan 1986. Frá aldamótum hafa borgarbúar getað fylgst með niðurstöðum svo að segja á rauntíma. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur sett saman viðbragðsáætlun um loftgæði sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi og viðbragðsteymi borgarinnar bregst við þegar þarf samkvæmt henni. Í því felst meðal annars að senda út tilkynningar ef loftgæði eru líkleg til að fara yfir heilsuverndarmörk og ákveða til hvaða mótvægisaðgerða er gripið hverju sinni. Á nýafstöðnu málþingi Reykjavíkurborgar um loftgæði kom fram að við búum það vel að loftgæði í Reykjavík eru almennt góð miðað við þau heilsuverndarmörk sem sett eru, en þau efni sem líklegust eru til að fara yfir mörkin eru köfnunarefnisdíoxíð (NO2) og svifryk (PM10). Við erum þó meðvituð um að í raun er lítið vitað um áhrif loftmengunar á heilsu en gerðar eru stöðugt fleiri rannsóknir sem munu eflaust hafa áhrif á heilsuverndarmörk í framtíðinni og ef til vill einnig hvaða efni við mælum. Sem dæmi má nefna að losun brennisteinsvetnis (H2S) hefur margfaldast með fjölgun virkjana og þrátt fyrir að styrkur þess sé undir núverandi heilsuverndarmörkum þá vantar rannsóknir á langtímaáhrifum brennisteinsvetnis í lágum styrk á heilsu fólks. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með rannsóknum og breyta viðmiðum og viðbragðsáætlunum eftir því sem besta þekking segir til um hverju sinni. Borgarstjórn er einnig meðvituð um að margt af okkar verkum hefur áhrif á loftgæði og þar með lýðheilsu. Þar má nefna skipulag borgarinnar, gatnahreinsun og hálkuvörn, trjágróður og umferðarstýringu. Sumt getum við ekki haft áhrif á eins og við vorum rækilega minnt á meðan við fylgdumst grannt með brennisteinsdíoxíðsmengun (SO2) frá eldgosinu í Holuhrauni sem eins og allir vita hafði mikil áhrif á loftgæði á landinu. Með því að velja vistvænan samgöngumáta, keyra hægar, sleppa nagladekkjunum eða hlúa að gróðri í kringum okkur getum við hins vegar öll lagt okkar af mörkum til þess að bæta loftgæði okkar. Allt bætir það loftgæði okkar og líðan.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar