Hildarleikur í hafi: hvað getum við gert? Hermann Ottósson og Þórir Guðmundsson skrifar 21. apríl 2015 09:00 Þegar þetta er skrifað voru að berast fréttir af 700 manns sem drukknuðu í Miðjarðarhafi rétt suður af ítölsku eyjunni Lampedusa. Þetta eru konur, karlar og börn – fólk sem leggur lífið að veði til að komast í skjól frá stríði og örbirgð heima fyrir. Íslendingar eru að hjálpa. Varðskipið Týr hefur bjargað hundruðum manna úr sjávarháska. Rauði krossinn hefur stutt við flóttafólk með ýmsum hætti bæði hér heima og á viðkomustöðum. En getum við gert meira? Svarið er já, svo sannarlega. Þó að Íslendingar séu fámenn þjóð þá getur hún gert sitt og hún getur tekið af skarið, verið fyrirmynd. Í fyrsta lagi, þá getum við látið miklu meira af hendi rakna til uppbyggingar í fátækum Afríkulöndum og hjálparstarfs á stríðshrjáðum svæðum. Það þarf að koma í veg fyrir að fólk þurfi að flýja. Í öðru lagi þá getum við boðið hingað stærri flóttamannahópum og opnað leið fyrir flóttafólk að sækja um áritun til Íslands. Þá þurfa fjölskyldur ekki að leggja líf sitt í hættu heldur komast með öruggum hætti til landsins þar sem hælisumsókn þeirra fengi meðferð. Þetta yrði djörf aðgerð en hún myndi vekja eftirtekt og gæti rutt leiðina fyrir önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi geta stjórnvöld tekið ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur á grundvelli Dyflinnarsamningsins. Margir þeirra hafa lagt líf sitt í mikla hættu í leit að skjóli. Aðgerðaáætlun sem innihéldi stóraukna aðstoð við stríðshrjáð og fátækt fólk heima fyrir, möguleika á hæli án þess að þurfa að hætta lífi sínu á leiðinni og ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur til ákveðinna landa væri mikilvægt skref til lausnar á miklum alþjóðlegum mannúðarvanda. Við getum aldrei hjálpað öllum. En við getum hjálpað einhverjum og við getum sýnt öðrum að okkur stendur ekki á sama. Íslendingar hafa áður sýnt að lítil þjóð getur rutt brautina, sýnt dirfsku og gert öðrum þjóðum auðveldara að koma í kjölfarið. Undanfarna daga höfum við horft upp á hildarleik í hafi þegar íslenskir varðskipsmenn hafa bjargað hundruðum manna úr bráðum háska. Nú vitum við hvað er að gerast. Við höfum ekki lengur neina afsökun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað voru að berast fréttir af 700 manns sem drukknuðu í Miðjarðarhafi rétt suður af ítölsku eyjunni Lampedusa. Þetta eru konur, karlar og börn – fólk sem leggur lífið að veði til að komast í skjól frá stríði og örbirgð heima fyrir. Íslendingar eru að hjálpa. Varðskipið Týr hefur bjargað hundruðum manna úr sjávarháska. Rauði krossinn hefur stutt við flóttafólk með ýmsum hætti bæði hér heima og á viðkomustöðum. En getum við gert meira? Svarið er já, svo sannarlega. Þó að Íslendingar séu fámenn þjóð þá getur hún gert sitt og hún getur tekið af skarið, verið fyrirmynd. Í fyrsta lagi, þá getum við látið miklu meira af hendi rakna til uppbyggingar í fátækum Afríkulöndum og hjálparstarfs á stríðshrjáðum svæðum. Það þarf að koma í veg fyrir að fólk þurfi að flýja. Í öðru lagi þá getum við boðið hingað stærri flóttamannahópum og opnað leið fyrir flóttafólk að sækja um áritun til Íslands. Þá þurfa fjölskyldur ekki að leggja líf sitt í hættu heldur komast með öruggum hætti til landsins þar sem hælisumsókn þeirra fengi meðferð. Þetta yrði djörf aðgerð en hún myndi vekja eftirtekt og gæti rutt leiðina fyrir önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi geta stjórnvöld tekið ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur á grundvelli Dyflinnarsamningsins. Margir þeirra hafa lagt líf sitt í mikla hættu í leit að skjóli. Aðgerðaáætlun sem innihéldi stóraukna aðstoð við stríðshrjáð og fátækt fólk heima fyrir, möguleika á hæli án þess að þurfa að hætta lífi sínu á leiðinni og ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur til ákveðinna landa væri mikilvægt skref til lausnar á miklum alþjóðlegum mannúðarvanda. Við getum aldrei hjálpað öllum. En við getum hjálpað einhverjum og við getum sýnt öðrum að okkur stendur ekki á sama. Íslendingar hafa áður sýnt að lítil þjóð getur rutt brautina, sýnt dirfsku og gert öðrum þjóðum auðveldara að koma í kjölfarið. Undanfarna daga höfum við horft upp á hildarleik í hafi þegar íslenskir varðskipsmenn hafa bjargað hundruðum manna úr bráðum háska. Nú vitum við hvað er að gerast. Við höfum ekki lengur neina afsökun.
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar