Landssöfnun til styrktar leiðsöguhundum Huld Magnúsdóttir skrifar 17. apríl 2015 07:00 Dagana 17.–19. apríl fer landssöfnun Lions, Rauða fjöðrin, fram um allt land. Til styrktar leiðsöguhundum er yfirskrift söfnunarinnar í ár en markmiðið er að safna í sjóð fyrir leiðsöguhunda fyrir blinda í samvinnu við Blindrafélagið og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Frá árinu 2008 hefur sex leiðsöguhundum verið úthlutað hér á landi en leiðsöguhundar eru afar mikilvæg hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga, auka sjálfstæði þeirra og lífsgæði. Þörfin fyrir fleiri leiðsöguhunda er mikil, áætlað er að a.m.k. fjórtán til sextán hundar þurfi að vera í notkun á hverjum tíma til að uppfylla þörfina hér á landi. Nú eru í notkun fjórir leiðsöguhundar frá Noregi, tveir hundar hafa verið þjálfaðir á Íslandi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð og tveir nýir hundar komu til landsins frá Svíþjóð nýlega og verða afhentir í maí. Leiðsöguhundar að-stoða blinda og sjónskerta einstaklinga við að komast leiðar sinnar á öruggan og sjálfstæðan hátt, m.a. með því að forðast hindranir á gönguleið, bæði á jörðu og í höfuðhæð, hindra að notandi hrasi við kanta eða tröppur, stansa við gatnamót og fara yfir umferðargötur á öruggan hátt með því að forðast að ganga í veg fyrir bíla og önnur farartæki. Þá fylgja þeir fjölda fyrirmæla sem notandinn gefur. Leiðsöguhundar eru yfirleitt tilbúnir að hefja störf um 2½ árs aldur eftir stífa þjálfun en þeir eru sérvaldir með tilliti til eiginleika, skapgerðar og hæfileika til að læra. Meðalstarfsaldur leiðsöguhunda er á milli 8 til 10 ár. Flestir leiðsöguhundar á Íslandi eru svartir Labrador og einn Golden Retriever. Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti (nr. 941/2002) má starfandi leiðsöguhundur fara með notanda sínum á alla þá staði sem opnir eru almenningi. Má þar nefna allar verslanir, veitingastaði, gististaði, sundstaði, íþróttahús, leikhús, strætisvagna og flugvélar. Árið 2011 var lögum um fjöleignarhús breytt á Alþingi á þann hátt að heimilt er að hafa leiðsöguhund í fjölbýli án þess að samþykki þurfi frá öðrum íbúum hússins.Má klappa leiðsöguhundum? Það má ekki klappa leiðsöguhundi þegar hann er að vinna. Þegar leiðsöguhundur er með beisli bendir það undantekningarlaust til þess að hann sé að vinna. Þegar hann er aðeins í ól og ekki með beisli má sennilega klappa honum, en þá er engu að síður góður siður að fá leyfi til þess hjá notandanum. Leiðsöguhundar eru mjög mannelskir og vilja gjarnan láta klappa sér. Hins vegar eru þeir þjálfaðir til að viðhalda mikilli stillingu og sýna lágmarks viðbrögð við fólki og öðrum dýrum þegar þeir eru við störf. Leiðsöguhundar eru mjög agaðir og hlýðnir þegar þeir eru með beislið og í vinnunni. Þess á milli eru þeir eins og eðlilegir heimilishundar. Þeir hafa mikið gaman af því að hlaupa frjálsir um, þefa eða leika sér við aðra hunda og við eigendur sína. Vissulega eru leiðsöguhundar mjög húsbóndahollir. Þar sem notandi og hundur verja miklum tíma saman myndast yfirleitt sterk vinatengsl. Notendum þykir yfirleitt ákaflega vænt um hundinn sinn og margir segja hann vera sinn besta og tryggasta vin. Í þjálfun hundsins og stuðningi hundaþjálfara við notendur er lögð rík áhersla á vinasambandið við hundinn. Við hvetjum landsmenn til að taka vel á móti Lionsfélögum helgina 17.-19. apríl og kaupa Rauðu fjöðrina til styrktar leiðsöguhundum.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Dagana 17.–19. apríl fer landssöfnun Lions, Rauða fjöðrin, fram um allt land. Til styrktar leiðsöguhundum er yfirskrift söfnunarinnar í ár en markmiðið er að safna í sjóð fyrir leiðsöguhunda fyrir blinda í samvinnu við Blindrafélagið og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Frá árinu 2008 hefur sex leiðsöguhundum verið úthlutað hér á landi en leiðsöguhundar eru afar mikilvæg hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga, auka sjálfstæði þeirra og lífsgæði. Þörfin fyrir fleiri leiðsöguhunda er mikil, áætlað er að a.m.k. fjórtán til sextán hundar þurfi að vera í notkun á hverjum tíma til að uppfylla þörfina hér á landi. Nú eru í notkun fjórir leiðsöguhundar frá Noregi, tveir hundar hafa verið þjálfaðir á Íslandi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð og tveir nýir hundar komu til landsins frá Svíþjóð nýlega og verða afhentir í maí. Leiðsöguhundar að-stoða blinda og sjónskerta einstaklinga við að komast leiðar sinnar á öruggan og sjálfstæðan hátt, m.a. með því að forðast hindranir á gönguleið, bæði á jörðu og í höfuðhæð, hindra að notandi hrasi við kanta eða tröppur, stansa við gatnamót og fara yfir umferðargötur á öruggan hátt með því að forðast að ganga í veg fyrir bíla og önnur farartæki. Þá fylgja þeir fjölda fyrirmæla sem notandinn gefur. Leiðsöguhundar eru yfirleitt tilbúnir að hefja störf um 2½ árs aldur eftir stífa þjálfun en þeir eru sérvaldir með tilliti til eiginleika, skapgerðar og hæfileika til að læra. Meðalstarfsaldur leiðsöguhunda er á milli 8 til 10 ár. Flestir leiðsöguhundar á Íslandi eru svartir Labrador og einn Golden Retriever. Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti (nr. 941/2002) má starfandi leiðsöguhundur fara með notanda sínum á alla þá staði sem opnir eru almenningi. Má þar nefna allar verslanir, veitingastaði, gististaði, sundstaði, íþróttahús, leikhús, strætisvagna og flugvélar. Árið 2011 var lögum um fjöleignarhús breytt á Alþingi á þann hátt að heimilt er að hafa leiðsöguhund í fjölbýli án þess að samþykki þurfi frá öðrum íbúum hússins.Má klappa leiðsöguhundum? Það má ekki klappa leiðsöguhundi þegar hann er að vinna. Þegar leiðsöguhundur er með beisli bendir það undantekningarlaust til þess að hann sé að vinna. Þegar hann er aðeins í ól og ekki með beisli má sennilega klappa honum, en þá er engu að síður góður siður að fá leyfi til þess hjá notandanum. Leiðsöguhundar eru mjög mannelskir og vilja gjarnan láta klappa sér. Hins vegar eru þeir þjálfaðir til að viðhalda mikilli stillingu og sýna lágmarks viðbrögð við fólki og öðrum dýrum þegar þeir eru við störf. Leiðsöguhundar eru mjög agaðir og hlýðnir þegar þeir eru með beislið og í vinnunni. Þess á milli eru þeir eins og eðlilegir heimilishundar. Þeir hafa mikið gaman af því að hlaupa frjálsir um, þefa eða leika sér við aðra hunda og við eigendur sína. Vissulega eru leiðsöguhundar mjög húsbóndahollir. Þar sem notandi og hundur verja miklum tíma saman myndast yfirleitt sterk vinatengsl. Notendum þykir yfirleitt ákaflega vænt um hundinn sinn og margir segja hann vera sinn besta og tryggasta vin. Í þjálfun hundsins og stuðningi hundaþjálfara við notendur er lögð rík áhersla á vinasambandið við hundinn. Við hvetjum landsmenn til að taka vel á móti Lionsfélögum helgina 17.-19. apríl og kaupa Rauðu fjöðrina til styrktar leiðsöguhundum.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun