Hvað með þarfir íbúanna? Dóra Magnúsdóttir skrifar 12. mars 2015 07:00 Dóttir mín á unglingsaldri fer yfir Grensásveginn á hverjum degi á leið til skóla, rétt eins og fjölmörg börn og ungmenni í Bústaðahverfinu en við búum við götu sem liggur að Grensávegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar. Aksturshraði þarna hefur mælst allt að 80 km/klst. enda var gatan upphaflega lögð sem hraðbraut úr Reykjavík til Kópavogs. Mælingar hafa sýnt að gatan er of stór fyrir þá umferð sem um hana fer og því óþarfi að hafa ígildi hraðbrautar í þéttri íbúðabyggð. Fólk hefur ýmsar skoðanir á framkvæmdinni en mikilvægt er að virða óskir íbúa hverfisins. Á fundum sem haldnir hafa verið í hverfinu undanfarin ár við undirbúning nýs aðals- og hverfisskipulags hefur skýrt komið fram að íbúar líta á mikla og hraða bílaumferð í Bústaða- og Háaleitishverfinu og í gegnum þau til helstu ókosta borgarhlutans. M.a. vegna þessara ábendinga leggur borgin nú áherslu á aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar sem umlykur borgarhlutann og þverar skóla- og frístundahverfi. Mikilvægt er að þeir sem fara reglulega yfir götuna fótgangandi eða hjólandi, oftar en ekki börn og ungmenni, þurfi ekki að fara yfir ígildi hraðbrautar á hverjum degi. Hverfið verður öruggara með hægari bílaumferð. Ég talaði nýlega fyrir þessari framkvæmd á Facebook. Vinur minn úr netheimum sagðist vera mótfallinn framkvæmdinni vegna þess að heppilegt sé að nota götuna þegar umferðin er þung á Miklubrautinni. Þannig hef ég heyrt fleiri tala sem ekki eru sáttir við framkvæmdina; að það sé fínt að nýta þennan spotta til að bruna í gegn. Hins vegar er það deginum ljósara að slíkur hraðakstur hentar ekki íbúum hverfisins. Með framkvæmdinni fæst öruggari og vistlegri gata sem hægt verður að hjóla án þess að leggja líf og limi í hættu. Endurbættur Grensásvegur er liður í metnaðarfullu langtímaverkefni að gera Reykjavík að frábærri hjólaborg en þessi tiltekni hluti götunnar er nú stórhættulegur fyrir hjólandi umferð. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta það að vera óskir og þarfir íbúa hverfanna sem skipta mestu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Dóttir mín á unglingsaldri fer yfir Grensásveginn á hverjum degi á leið til skóla, rétt eins og fjölmörg börn og ungmenni í Bústaðahverfinu en við búum við götu sem liggur að Grensávegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar. Aksturshraði þarna hefur mælst allt að 80 km/klst. enda var gatan upphaflega lögð sem hraðbraut úr Reykjavík til Kópavogs. Mælingar hafa sýnt að gatan er of stór fyrir þá umferð sem um hana fer og því óþarfi að hafa ígildi hraðbrautar í þéttri íbúðabyggð. Fólk hefur ýmsar skoðanir á framkvæmdinni en mikilvægt er að virða óskir íbúa hverfisins. Á fundum sem haldnir hafa verið í hverfinu undanfarin ár við undirbúning nýs aðals- og hverfisskipulags hefur skýrt komið fram að íbúar líta á mikla og hraða bílaumferð í Bústaða- og Háaleitishverfinu og í gegnum þau til helstu ókosta borgarhlutans. M.a. vegna þessara ábendinga leggur borgin nú áherslu á aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar sem umlykur borgarhlutann og þverar skóla- og frístundahverfi. Mikilvægt er að þeir sem fara reglulega yfir götuna fótgangandi eða hjólandi, oftar en ekki börn og ungmenni, þurfi ekki að fara yfir ígildi hraðbrautar á hverjum degi. Hverfið verður öruggara með hægari bílaumferð. Ég talaði nýlega fyrir þessari framkvæmd á Facebook. Vinur minn úr netheimum sagðist vera mótfallinn framkvæmdinni vegna þess að heppilegt sé að nota götuna þegar umferðin er þung á Miklubrautinni. Þannig hef ég heyrt fleiri tala sem ekki eru sáttir við framkvæmdina; að það sé fínt að nýta þennan spotta til að bruna í gegn. Hins vegar er það deginum ljósara að slíkur hraðakstur hentar ekki íbúum hverfisins. Með framkvæmdinni fæst öruggari og vistlegri gata sem hægt verður að hjóla án þess að leggja líf og limi í hættu. Endurbættur Grensásvegur er liður í metnaðarfullu langtímaverkefni að gera Reykjavík að frábærri hjólaborg en þessi tiltekni hluti götunnar er nú stórhættulegur fyrir hjólandi umferð. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta það að vera óskir og þarfir íbúa hverfanna sem skipta mestu máli.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun