Staða aldraðra er mjög slæm Björgvin Guðmundsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Ef við lítum á kjör og aðstöðu eldri borgara hér á landi í dag, kemur í ljós, að staða aldraðra á Íslandi er mjög slæm. Kjörin eru almennt svo lág, að ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim. Við það bætist, að staða sjúkra eldri borgara er algerlega óásættanleg. Þeir verða að bíða mánuðum saman eftir að komast á hjúkrunarheimili. Og þegar þeir loks komast þar inn, eru heimilin stórlega undirmönnuð vegna fjárskorts. Sama er að segja um heimahjúkrun. Þó stjórnmálamenn tali um að efla heimahjúkrun, fylgja ekki athafnir orðum þeirra. Það er ekkert gert til þess að efla hjúkrun í heimahúsum. Heimahjúkrun er einnig stórlega undirmönnuð.Eldri borgurum naumt skammtað Ráðamenn þjóðarinnar ætlast til þess að einhleypur ellilífeyrisþegi, sem hefur engar greiðslur úr lífeyrissjóði og einungis lífeyri frá almannatryggingum, lifi af 192 þús. kr.á mánuði eftir skatt. En samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar, sem birt var, eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu 321 þús kr. á mánuði. Engir skattar eru þar meðtaldir. Allir sjá hvílík gjá er þarna á milli. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp með 192 þús. kr. á mánuði (eftir skatt). Ef sami ellilífeyrisþegi hefði 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði, hefði hann aðeins lítið meira í heildartekjur á mánuði vegna mikillar skerðingar TR. Þetta er líkast eignaupptöku. TR skerðir tryggingabætur um 40 þús. kr. á mánuði beinlínis vegna greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Kvæntur ellilífeyrisþegi, sem eingöngu hefur tekjur frá TR, fær aðeins 172 þús.kr. á mánuði frá almannatryggingum.Neikvæð afstaða stjórnvalda Afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja er mjög neikvæð hér á landi. Annars staðar á Norðurlöndunum ræða stjórnvöld og samtök eldri borgara saman um það hvað unnt sé að gera til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi stinga stjórnvöld kröfum og ályktunum eldri borgara undir stól og hafa engan áhuga á að ræða málin. Mannréttindi eru einnig ítrekað brotin á öldruðum og öryrkjum hér á landi. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. En þetta lagaákvæði er þverbrotið. Rannsóknir leiða í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Í launa- og kjaramálum hafa eldri borgarar sætt annarri meðferð en launþegar. Kjörum eldri borgara hefur verið haldið niðri og þau skert á sama tíma og láglaunafólk hefur fengið kjarabætur. Embættismenn og alþingismenn hafa fengið leiðréttingu á sínum kjörum afturvirkt á sama tíma og kjör aldraðra hafa verið fryst. Eldri borgurum hefur verið mismunað freklega. Mannréttindi hafa ítrekað verið brotin á þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ef við lítum á kjör og aðstöðu eldri borgara hér á landi í dag, kemur í ljós, að staða aldraðra á Íslandi er mjög slæm. Kjörin eru almennt svo lág, að ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim. Við það bætist, að staða sjúkra eldri borgara er algerlega óásættanleg. Þeir verða að bíða mánuðum saman eftir að komast á hjúkrunarheimili. Og þegar þeir loks komast þar inn, eru heimilin stórlega undirmönnuð vegna fjárskorts. Sama er að segja um heimahjúkrun. Þó stjórnmálamenn tali um að efla heimahjúkrun, fylgja ekki athafnir orðum þeirra. Það er ekkert gert til þess að efla hjúkrun í heimahúsum. Heimahjúkrun er einnig stórlega undirmönnuð.Eldri borgurum naumt skammtað Ráðamenn þjóðarinnar ætlast til þess að einhleypur ellilífeyrisþegi, sem hefur engar greiðslur úr lífeyrissjóði og einungis lífeyri frá almannatryggingum, lifi af 192 þús. kr.á mánuði eftir skatt. En samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar, sem birt var, eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu 321 þús kr. á mánuði. Engir skattar eru þar meðtaldir. Allir sjá hvílík gjá er þarna á milli. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp með 192 þús. kr. á mánuði (eftir skatt). Ef sami ellilífeyrisþegi hefði 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði, hefði hann aðeins lítið meira í heildartekjur á mánuði vegna mikillar skerðingar TR. Þetta er líkast eignaupptöku. TR skerðir tryggingabætur um 40 þús. kr. á mánuði beinlínis vegna greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Kvæntur ellilífeyrisþegi, sem eingöngu hefur tekjur frá TR, fær aðeins 172 þús.kr. á mánuði frá almannatryggingum.Neikvæð afstaða stjórnvalda Afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja er mjög neikvæð hér á landi. Annars staðar á Norðurlöndunum ræða stjórnvöld og samtök eldri borgara saman um það hvað unnt sé að gera til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi stinga stjórnvöld kröfum og ályktunum eldri borgara undir stól og hafa engan áhuga á að ræða málin. Mannréttindi eru einnig ítrekað brotin á öldruðum og öryrkjum hér á landi. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. En þetta lagaákvæði er þverbrotið. Rannsóknir leiða í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Í launa- og kjaramálum hafa eldri borgarar sætt annarri meðferð en launþegar. Kjörum eldri borgara hefur verið haldið niðri og þau skert á sama tíma og láglaunafólk hefur fengið kjarabætur. Embættismenn og alþingismenn hafa fengið leiðréttingu á sínum kjörum afturvirkt á sama tíma og kjör aldraðra hafa verið fryst. Eldri borgurum hefur verið mismunað freklega. Mannréttindi hafa ítrekað verið brotin á þeim.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar