Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu II: Hver er reynslan? Svandís Svavarsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 12:00 Nýlega skrifaði ég grein um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem ég rakti hinar ýmsu afleiðingar einkavæðingar fyrir skattgreiðendur, sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Í stuttu máli má segja að einkavætt heilbrigðiskerfi sé dýrara, verra og ójafnara en opinbert heilbrigðiskerfi - og að einkavætt heilbrigðiskerfi hafi þann eina „kost“ að skapa gróða fyrir eigendur hina einkavæddu stofnana. Í ljósi þess að enn þráast sumir heitir hægrimenn við að reyna að réttlæta einkavæðingu heilbrigðisstofnana er ekki úr vegi að skoða aðeins betur eitt tiltekið dæmi um einkavæðingu á undanförnum árum - einkavæðinguna í Svíþjóð á undanförnum áratug eða svo, undir forystu sænska hægriflokksins sem þar var við völd þar til nýlega.Starfsfólki sagt upp Eitt af því fyrsta sem gerðist í Svíþjóð eftir að einkavæðingin fór á fullt var að einkareknar stofnanir ákváðu að „hagræða“ (les: skera niður) til að ná fram hámarks gróða fyrir eigendur sína, sem fólst fyrst og fremst í því að segja upp almennu starfsfólki í stórum stíl. Hluti af þessu starfsfólki var svo leigt aftur inn í einkavæddu heilbrigðisstofnanirnar í gegnum sérstök fyrirtæki sem sérhæfa sig í að leigja út starfsfólk til ýmissa verkefna. Þannig losnuðu einkavæddu stofnanirnar við að bera ábyrgð á starfsfólki sínu, sem missti mörg af þeim réttindum sem opinberir starfsmenn njóta. Nú var hægt að reka starfsfólk alveg eins og eigendum einkavæddu stofnananna hentaði án þess að verkalýðsfélögin fengju rönd við reist. Þessi þróun náði að vísu ekki til yfirmanna hinna einkavæddu stofnana, sem fjölgaði ört og hækkuðu um leið myndarlega í launum.Gróðinn sendur úr landi Einkavæddu stofnanirnar náðu vissulega umtalsverðum árangri í niðurskurði sínum, þótt hann hafi að vísu bitnað allverulega á þjónustunni sem veitt var. En hvert fór þá gróðinn af niðurskurðinum? Hvert fór mismunurinn á því að sem skattgreiðendur greiddu áður til heilbrigðisþjónustunnar og því sem þeir greiddu eftir einkavæðinguna? Hann fór að sjálfsögðu þráðbeint til eigenda þessara stofnana, sem fjárfest höfðu í einkavæddum heilbrigðisstofnunum í þeirri von að taka út úr rekstrinum myndarlegan arð. Allt var þetta í fyrirséð því það er auðvitað tilgangur og yfirlýst markmið einkafyrirtækja að skila hagnaði til eigenda sinna. Fljótlega kom þó í ljós dálítið sem ekki var jafn fyrirséð: Eigendur hinna nýju einkavæddu heilbrigðisstofnana létu sér ekki nægja að taka gróðann út úr rekstrinum, heldur komu þeir sér undan því að greiða skatta með því að senda hagnaðinn beint í skattaskjól. Til þessa voru notaðar aðferðir á borð við að láta fjárfestingafyrirtæki í skattaskjólum „lána“ dótturfyrirtækjum sínum í Svíþjóð á háum vöxtum til að hagnaðurinn yrði ekki skattskyldur í Svíþjóð. Með þessu móti tókst fimm stærstu einkavæddu velferðarfyrirtækjum Svíþjóðar að greiða aðeins rétt rúmlega 2% skatt af hagnaði sínum, eins og afhjúpað var í dagblaðinu Dagens Nyheter.Sænska einkavæðingin er víti til varnaðar Hægrimenn hafa gjarnan tekið Svíþjóð sem dæmi um sérlega vel heppnaða einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Þeir vilja jafnvel að við tökum okkur sænsku einkavæðinguna til fyrirmyndar. Þetta er undarlegt í ljósi þess hve misheppnuð sænska einkavæðingin var og er í raun og veru, en líka hjákátlegt í ljósi þess að sænska þjóðin kaus þessa stefnu burt með afgerandi hætti síðastliðið haust. Segja má að ekkert mál hafi skipað jafn stóran sess í sænsku kosningabaráttunni og einmitt gróðavæðing heilbrigðiskerfisins, og að það hafi í raun orðið sænsku hægristjórninni að falli. Nú bendir margt til þess að íslenska hægristjórnin ætli sér að lauma inn aukinni einkavæðingu án þess að fram fari opin og hreinskiptin umræða í samfélaginu.Það má ekki gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði ég grein um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem ég rakti hinar ýmsu afleiðingar einkavæðingar fyrir skattgreiðendur, sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Í stuttu máli má segja að einkavætt heilbrigðiskerfi sé dýrara, verra og ójafnara en opinbert heilbrigðiskerfi - og að einkavætt heilbrigðiskerfi hafi þann eina „kost“ að skapa gróða fyrir eigendur hina einkavæddu stofnana. Í ljósi þess að enn þráast sumir heitir hægrimenn við að reyna að réttlæta einkavæðingu heilbrigðisstofnana er ekki úr vegi að skoða aðeins betur eitt tiltekið dæmi um einkavæðingu á undanförnum árum - einkavæðinguna í Svíþjóð á undanförnum áratug eða svo, undir forystu sænska hægriflokksins sem þar var við völd þar til nýlega.Starfsfólki sagt upp Eitt af því fyrsta sem gerðist í Svíþjóð eftir að einkavæðingin fór á fullt var að einkareknar stofnanir ákváðu að „hagræða“ (les: skera niður) til að ná fram hámarks gróða fyrir eigendur sína, sem fólst fyrst og fremst í því að segja upp almennu starfsfólki í stórum stíl. Hluti af þessu starfsfólki var svo leigt aftur inn í einkavæddu heilbrigðisstofnanirnar í gegnum sérstök fyrirtæki sem sérhæfa sig í að leigja út starfsfólk til ýmissa verkefna. Þannig losnuðu einkavæddu stofnanirnar við að bera ábyrgð á starfsfólki sínu, sem missti mörg af þeim réttindum sem opinberir starfsmenn njóta. Nú var hægt að reka starfsfólk alveg eins og eigendum einkavæddu stofnananna hentaði án þess að verkalýðsfélögin fengju rönd við reist. Þessi þróun náði að vísu ekki til yfirmanna hinna einkavæddu stofnana, sem fjölgaði ört og hækkuðu um leið myndarlega í launum.Gróðinn sendur úr landi Einkavæddu stofnanirnar náðu vissulega umtalsverðum árangri í niðurskurði sínum, þótt hann hafi að vísu bitnað allverulega á þjónustunni sem veitt var. En hvert fór þá gróðinn af niðurskurðinum? Hvert fór mismunurinn á því að sem skattgreiðendur greiddu áður til heilbrigðisþjónustunnar og því sem þeir greiddu eftir einkavæðinguna? Hann fór að sjálfsögðu þráðbeint til eigenda þessara stofnana, sem fjárfest höfðu í einkavæddum heilbrigðisstofnunum í þeirri von að taka út úr rekstrinum myndarlegan arð. Allt var þetta í fyrirséð því það er auðvitað tilgangur og yfirlýst markmið einkafyrirtækja að skila hagnaði til eigenda sinna. Fljótlega kom þó í ljós dálítið sem ekki var jafn fyrirséð: Eigendur hinna nýju einkavæddu heilbrigðisstofnana létu sér ekki nægja að taka gróðann út úr rekstrinum, heldur komu þeir sér undan því að greiða skatta með því að senda hagnaðinn beint í skattaskjól. Til þessa voru notaðar aðferðir á borð við að láta fjárfestingafyrirtæki í skattaskjólum „lána“ dótturfyrirtækjum sínum í Svíþjóð á háum vöxtum til að hagnaðurinn yrði ekki skattskyldur í Svíþjóð. Með þessu móti tókst fimm stærstu einkavæddu velferðarfyrirtækjum Svíþjóðar að greiða aðeins rétt rúmlega 2% skatt af hagnaði sínum, eins og afhjúpað var í dagblaðinu Dagens Nyheter.Sænska einkavæðingin er víti til varnaðar Hægrimenn hafa gjarnan tekið Svíþjóð sem dæmi um sérlega vel heppnaða einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Þeir vilja jafnvel að við tökum okkur sænsku einkavæðinguna til fyrirmyndar. Þetta er undarlegt í ljósi þess hve misheppnuð sænska einkavæðingin var og er í raun og veru, en líka hjákátlegt í ljósi þess að sænska þjóðin kaus þessa stefnu burt með afgerandi hætti síðastliðið haust. Segja má að ekkert mál hafi skipað jafn stóran sess í sænsku kosningabaráttunni og einmitt gróðavæðing heilbrigðiskerfisins, og að það hafi í raun orðið sænsku hægristjórninni að falli. Nú bendir margt til þess að íslenska hægristjórnin ætli sér að lauma inn aukinni einkavæðingu án þess að fram fari opin og hreinskiptin umræða í samfélaginu.Það má ekki gerast.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun