Biskup forfallaðist vegna flensu: Jólahátíðin kemur til allra Heimir Már Pétursson skrifar 25. desember 2015 12:57 "Það er dálítið merkilegt að hugsa til þess að jólin koma í raun og veru til allra hvort sem þau eru kristinnar trúa eða ekki.“ Vísir/Vilhlem Þúsundir manna sækja hátíðarmessur í kirkjum landsins í dag. Biskup Íslands átti að predika í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun en forfallaðist vegna skæðrar flensu. Hún segir jólin koma til allra. Góð kirkjusókn var í gær aðfangadag en það er margra siður að fara í miðnæturmessur á þeim degi. En það er líka messað alls staðar um land í dag, bæði í morgun og eftir hádegi. Til að mynda verður hátíðarmessa í Hallgrímskikrju klukkan tvö. Til stóð að Agnes M. Sigurðardóttir biskub Íslands predikaði að venju í dómkirkjunni í Reykjavík klukkan ellefu í morgun. „En ég ligg bara hérna í bælinu í pest, er aðeins komin með röddina aftur,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Það má því kannski segja að vegir guðs séu órannsakanlegir? „Já, það má segja það,“ segir Agnes.Miklar annir hjá prestum landsins Agnes segir jóladagana eðilega vera annasama hjá prestum Þjóðkirkjunnar enda sé kirkjusókn alla jafna mikil yfir hátíðardagana. „Já, og prestar landsins, þeir sem komast fyrir ófærð og óveðri ef það er, eru úti um allt að koma sér á milli staða og messa. Það er yfirleitt mikið að gera á jólum. Prestar í dreifbýlinu hafa fleiri en eina kirkju, allt upp í átta eða níu kirkjur þeir sem flestar hafa.“ Biskup segir jólin eðli málsins samkvæmt eina mikilvægustu hátíð kristinna manna og flest starfsemi sem hægt sé að leggja niður sé lögð niður í dag. „Það er dálítið merkilegt líka að hugsa til þess að jólin koma í raun og veru til allra hvort sem þau eru kristinnar trúa eða ekki.“Vopnahlé í Víetnam Og Agnesi er í þessu samhengi hugsað til eldhúss æsku sinnar heima á Ísafirði þar sem faðir hennar séra Sigurður Kristjánsson var sóknarprestur í langan tíma. „Ég man eftir því þegar ég var krakki og Víetnamstríðið í algleymingi, það er sterkt í barnsminningunni, að það væri vopnahlé á jóladag. Þetta situr í minni mínu því það var alltaf hlustað á hádegisfréttirnar yfir hádegismatnum. Þannig að hátíðin kemur til allra, alveg sama við hvernig aðstæður þeir búa.“ Jólafréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Þúsundir manna sækja hátíðarmessur í kirkjum landsins í dag. Biskup Íslands átti að predika í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun en forfallaðist vegna skæðrar flensu. Hún segir jólin koma til allra. Góð kirkjusókn var í gær aðfangadag en það er margra siður að fara í miðnæturmessur á þeim degi. En það er líka messað alls staðar um land í dag, bæði í morgun og eftir hádegi. Til að mynda verður hátíðarmessa í Hallgrímskikrju klukkan tvö. Til stóð að Agnes M. Sigurðardóttir biskub Íslands predikaði að venju í dómkirkjunni í Reykjavík klukkan ellefu í morgun. „En ég ligg bara hérna í bælinu í pest, er aðeins komin með röddina aftur,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Það má því kannski segja að vegir guðs séu órannsakanlegir? „Já, það má segja það,“ segir Agnes.Miklar annir hjá prestum landsins Agnes segir jóladagana eðilega vera annasama hjá prestum Þjóðkirkjunnar enda sé kirkjusókn alla jafna mikil yfir hátíðardagana. „Já, og prestar landsins, þeir sem komast fyrir ófærð og óveðri ef það er, eru úti um allt að koma sér á milli staða og messa. Það er yfirleitt mikið að gera á jólum. Prestar í dreifbýlinu hafa fleiri en eina kirkju, allt upp í átta eða níu kirkjur þeir sem flestar hafa.“ Biskup segir jólin eðli málsins samkvæmt eina mikilvægustu hátíð kristinna manna og flest starfsemi sem hægt sé að leggja niður sé lögð niður í dag. „Það er dálítið merkilegt líka að hugsa til þess að jólin koma í raun og veru til allra hvort sem þau eru kristinnar trúa eða ekki.“Vopnahlé í Víetnam Og Agnesi er í þessu samhengi hugsað til eldhúss æsku sinnar heima á Ísafirði þar sem faðir hennar séra Sigurður Kristjánsson var sóknarprestur í langan tíma. „Ég man eftir því þegar ég var krakki og Víetnamstríðið í algleymingi, það er sterkt í barnsminningunni, að það væri vopnahlé á jóladag. Þetta situr í minni mínu því það var alltaf hlustað á hádegisfréttirnar yfir hádegismatnum. Þannig að hátíðin kemur til allra, alveg sama við hvernig aðstæður þeir búa.“
Jólafréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira