Tekið að hvessa á Suðausturlandi - fylgstu með lægðinni Birgir Olgeirsson skrifar 29. desember 2015 21:45 Veðurstofa varar við ofsaveðri og jafnvel fárviðri í nótt. Byrjað er að hvessa á Suðausturlandi býst Veðurstofa Íslands ekki við öðru en að það rætist úr óveðurspá hennar frá því fyrr í dag. Veðurstofan gaf út viðvörun vegna ofsaveðurs eða fárviðris austan til í nótt og í fyrramálið. Er fólk hvatt til að festa lausamuni og eigendur báta hvattir til að tryggja báta sína. Fyrir þá sem ekki vita hvað felst í fárviðri hefur Veðurstofa Íslands gefið þessa skýringu: Allt lauslegt fýkur, þar á meðal möl og jafnvel stórir steinar. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið. Heil þök tekur af húsum. Skyggni oftast takmarkað, jafnvel í þurru veðri. Var von á austanstormi í kvöld en suðlægari átt þegar líður á nóttina og gæti vindur náð fárviðri, eða allt að 33 metrum á sekúndu á Austfjörðum. Talsvert hægari norðaustan og síðar norðaustan og síðar norðanátt um landið vestanvert. Úrkoma verður í formi rigningar og á köflum talsverð rigning suðaustan- og austan til. Rigning eða slydda á köflum annars staðar. Í fyrramálið snýst suðvestan 18 til 25 með skúrum og síðar éljum en dregur síðan smám saman úr vindi og kólnar.Vegagerðin boðaði lokanir á eftirtöldum vegum í kvöld vegna óveðurs:Kl. 19.00 frá Freysnesi að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.Kl. 22.00 frá Höfn að Reyðarfirði.Kl. 22.00 Oddskarð, Fagridalur, Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra.Kl. 22.00 Vopnafjarðarheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Ólafsfjarðarmúli verður lokaður frá miðnætti.Sjá textaspá Veðurstofu Íslands hér fyrir neðan: Vaxandi austan- og norðaustanátt með slyddu eða rigningu í kvöld, víða 18-23 m/s upp úr miðnætti, en 23-28 og mikil úrkoma á SA- og A-landi. Sunnan 25-33 A-til á landinu seint í nótt og fyrramálið, hvassast austast. Suðvestan 18-25 þegar kemur fram á morguninn og áfram rigning eða slydda um landið S- og V-vert. Heldur hægari og skúrir eða él seint á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á fimmtudag (gamlársdagur) og föstudag (nýársdagur):Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og él, en hægari og þurrt á N- og NA-landi. Frost yfirleitt 0 til 6 stig.Á laugardag:Suðvestlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða él, en þurrt að mestu á Norðurlandi. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Kólnandi veður.Á sunnudag:Gengur í austan 8-15 með slyddu eða snjókomu sunnan- og austan til og hlýnar heldur. Annars hægari og úrkomulítið.Á mánudag og þriðjudag:Austlæg átt og úrkomulítið, en dálítil él suðaustan til. Frost 0 til 7 stig, en yfirleitt frostlaust við suðurströndina. Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. 29. desember 2015 12:22 Eftirtöldum vegum lokað vegna óveðurs Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. 29. desember 2015 19:23 Ofsaveðri spáð á morgun Fólk hvatt til að festa lausamuni. 29. desember 2015 11:17 Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt Veginum verður lokað í Öræfum á meðan ofsaveðrið gengur yfir landið. 29. desember 2015 18:04 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Byrjað er að hvessa á Suðausturlandi býst Veðurstofa Íslands ekki við öðru en að það rætist úr óveðurspá hennar frá því fyrr í dag. Veðurstofan gaf út viðvörun vegna ofsaveðurs eða fárviðris austan til í nótt og í fyrramálið. Er fólk hvatt til að festa lausamuni og eigendur báta hvattir til að tryggja báta sína. Fyrir þá sem ekki vita hvað felst í fárviðri hefur Veðurstofa Íslands gefið þessa skýringu: Allt lauslegt fýkur, þar á meðal möl og jafnvel stórir steinar. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið. Heil þök tekur af húsum. Skyggni oftast takmarkað, jafnvel í þurru veðri. Var von á austanstormi í kvöld en suðlægari átt þegar líður á nóttina og gæti vindur náð fárviðri, eða allt að 33 metrum á sekúndu á Austfjörðum. Talsvert hægari norðaustan og síðar norðaustan og síðar norðanátt um landið vestanvert. Úrkoma verður í formi rigningar og á köflum talsverð rigning suðaustan- og austan til. Rigning eða slydda á köflum annars staðar. Í fyrramálið snýst suðvestan 18 til 25 með skúrum og síðar éljum en dregur síðan smám saman úr vindi og kólnar.Vegagerðin boðaði lokanir á eftirtöldum vegum í kvöld vegna óveðurs:Kl. 19.00 frá Freysnesi að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.Kl. 22.00 frá Höfn að Reyðarfirði.Kl. 22.00 Oddskarð, Fagridalur, Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra.Kl. 22.00 Vopnafjarðarheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Ólafsfjarðarmúli verður lokaður frá miðnætti.Sjá textaspá Veðurstofu Íslands hér fyrir neðan: Vaxandi austan- og norðaustanátt með slyddu eða rigningu í kvöld, víða 18-23 m/s upp úr miðnætti, en 23-28 og mikil úrkoma á SA- og A-landi. Sunnan 25-33 A-til á landinu seint í nótt og fyrramálið, hvassast austast. Suðvestan 18-25 þegar kemur fram á morguninn og áfram rigning eða slydda um landið S- og V-vert. Heldur hægari og skúrir eða él seint á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á fimmtudag (gamlársdagur) og föstudag (nýársdagur):Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og él, en hægari og þurrt á N- og NA-landi. Frost yfirleitt 0 til 6 stig.Á laugardag:Suðvestlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða él, en þurrt að mestu á Norðurlandi. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Kólnandi veður.Á sunnudag:Gengur í austan 8-15 með slyddu eða snjókomu sunnan- og austan til og hlýnar heldur. Annars hægari og úrkomulítið.Á mánudag og þriðjudag:Austlæg átt og úrkomulítið, en dálítil él suðaustan til. Frost 0 til 7 stig, en yfirleitt frostlaust við suðurströndina.
Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. 29. desember 2015 12:22 Eftirtöldum vegum lokað vegna óveðurs Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. 29. desember 2015 19:23 Ofsaveðri spáð á morgun Fólk hvatt til að festa lausamuni. 29. desember 2015 11:17 Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt Veginum verður lokað í Öræfum á meðan ofsaveðrið gengur yfir landið. 29. desember 2015 18:04 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. 29. desember 2015 12:22
Eftirtöldum vegum lokað vegna óveðurs Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. 29. desember 2015 19:23
Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt Veginum verður lokað í Öræfum á meðan ofsaveðrið gengur yfir landið. 29. desember 2015 18:04
Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40