Hjálmar hjólar í skemmdarvargana: Á von á ákæru vegna opnunar hliðsins á Laugavegi Bjarki Ármannsson skrifar 14. desember 2015 15:45 "Það var bara reiknað með að menn hlýddu ummælum og stæðu við samkomulag sem var búið að gera,“ segir Hjálmar. Vísir „Þetta er satt að segja ólíðandi,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, um opnun hliða sem ætlað var að afmarka göngugötur í miðborginni. Skólavörðustígur og hluti Laugavegs eiga að standa lokaðir fyrir bílaumferð tvo daga í senn á aðventunni en hliðin hafa verið opnuð tvær síðustu helgar. Síðasta laugardag greindu sjónarvottar frá því að ákveðnir kaupmenn hefðu opnað hliðið við Laugaveginn með verkfærum. Hjálmar segir borgina líta á málið alvarlegum augum. „Ekki síst í ljósi þess að undanfari þessarar ákvörðunar, að hafa þetta lokað fyrir bílaumferð á helgum á aðventunni, var meðal annars gerð í kjölfar ítarlegrar skoðanakönnunar meðal 74 kaupmanna og rekstraraðila á þessum parti Laugavegsins,“ segir Hjálmar. „63 prósent þeirra sem svöruðu voru hlynnt þessu.“Sjá einnig: Lokað fyrir umferð bíla á Laugavegi um aðventuna Ljóst er þó að nokkrir kaupmenn setja sig upp á móti lokununum. Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sagði í samtali við Ísland í dag nýlega að þeim hefði verið mótmælt á fundi kaupmanna með borgaryfirvöldum.Innslag Íslands í dag um lokanirnar á Laugavegi má sjá hér fyrir neðan.„Ég var ekki á þessum fundi en það fer svona tveimur sögum af því öllu saman,“ segir Hjálmar. „Það hefur alla tíð verið meirihluti kaupmanna á Laugaveginum hlynntur þessum lokunum. Það kom mjög skýrt fram í tveimur viðamiklum könnunum á þessu ári og í fyrra. Svo eru náttúrulega 75 prósent Reykvíkinga fylgjandi þeim. Meðal annars er þess vegna búið að ákveða, og samþykkja, að þessi sumarlokun frá 1. maí til 1. október verði til frambúðar.“Ekki standi til að ræða frekar við þá grunuðu Upphaflega stóð til að hafa lokað allar helgar í aðventunni og svo frá 18. desember til aðfangadags. Til að koma til móts við óskir nokkra kaupmanna var fyrstu aðventuhelgi í nóvember sleppt og sömuleiðis mánudegi og þriðjudegi fyrir jól. „Þess vegna kom það vægast sagt á óvart að um leið og það á að framfylgja þessu sem var samþykkt, kjósa fáeinir aðilar strax að brjóta samkomulagið,“ segir Hjálmar. „Meira að segja aðilar, hef ég heimildir um, sem voru á þessum fundi. Það eru vitni að því og búið að tilkynna þetta til lögreglu. Ég á von á því að það verði gefin út ákæra.“Ákveðnir kaupmenn koma hlaupandi með verkfæri og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað. Ógeðis frekja og yfirgangur. pic.twitter.com/mOXJLjkkG7— Bobby Breiðholt (@Breidholt) December 12, 2015 Hann segir það örfáa menn sem standa í þessu en að borgin hafi ekki í hyggju að ræða sérstaklega við þá fyrir næstu lokun. Búið sé að ræða þetta oft og að mati Hjálmars sé þeim ekki treystandi. Hann segir borgina hafa þurft að kalla út bakvaktir vegna opnunnar hliðanna, bæði til að laga ónýta lása sem voru skemmdir og til þess að loka hliðunum aftur. „Þannig að þarna er verið að eyðileggja eignir borginnar, svíkja gert samkomulag og í rauninni stofna fólki í hættu sem vissi ekki betur, til dæmis á laugardaginn, en að það gæti gengið óhult eftir þessum hluta Laugavegsins,“ segir hann. „Þetta verður örugglega vaktað næst, en það er þá kostnaður sem var ekki reiknað með að kæmi til. Það var bara reiknað með að menn hlýddu ummælum og stæðu við samkomulag sem var búið að gera.“ Göngugötur Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
„Þetta er satt að segja ólíðandi,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, um opnun hliða sem ætlað var að afmarka göngugötur í miðborginni. Skólavörðustígur og hluti Laugavegs eiga að standa lokaðir fyrir bílaumferð tvo daga í senn á aðventunni en hliðin hafa verið opnuð tvær síðustu helgar. Síðasta laugardag greindu sjónarvottar frá því að ákveðnir kaupmenn hefðu opnað hliðið við Laugaveginn með verkfærum. Hjálmar segir borgina líta á málið alvarlegum augum. „Ekki síst í ljósi þess að undanfari þessarar ákvörðunar, að hafa þetta lokað fyrir bílaumferð á helgum á aðventunni, var meðal annars gerð í kjölfar ítarlegrar skoðanakönnunar meðal 74 kaupmanna og rekstraraðila á þessum parti Laugavegsins,“ segir Hjálmar. „63 prósent þeirra sem svöruðu voru hlynnt þessu.“Sjá einnig: Lokað fyrir umferð bíla á Laugavegi um aðventuna Ljóst er þó að nokkrir kaupmenn setja sig upp á móti lokununum. Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sagði í samtali við Ísland í dag nýlega að þeim hefði verið mótmælt á fundi kaupmanna með borgaryfirvöldum.Innslag Íslands í dag um lokanirnar á Laugavegi má sjá hér fyrir neðan.„Ég var ekki á þessum fundi en það fer svona tveimur sögum af því öllu saman,“ segir Hjálmar. „Það hefur alla tíð verið meirihluti kaupmanna á Laugaveginum hlynntur þessum lokunum. Það kom mjög skýrt fram í tveimur viðamiklum könnunum á þessu ári og í fyrra. Svo eru náttúrulega 75 prósent Reykvíkinga fylgjandi þeim. Meðal annars er þess vegna búið að ákveða, og samþykkja, að þessi sumarlokun frá 1. maí til 1. október verði til frambúðar.“Ekki standi til að ræða frekar við þá grunuðu Upphaflega stóð til að hafa lokað allar helgar í aðventunni og svo frá 18. desember til aðfangadags. Til að koma til móts við óskir nokkra kaupmanna var fyrstu aðventuhelgi í nóvember sleppt og sömuleiðis mánudegi og þriðjudegi fyrir jól. „Þess vegna kom það vægast sagt á óvart að um leið og það á að framfylgja þessu sem var samþykkt, kjósa fáeinir aðilar strax að brjóta samkomulagið,“ segir Hjálmar. „Meira að segja aðilar, hef ég heimildir um, sem voru á þessum fundi. Það eru vitni að því og búið að tilkynna þetta til lögreglu. Ég á von á því að það verði gefin út ákæra.“Ákveðnir kaupmenn koma hlaupandi með verkfæri og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað. Ógeðis frekja og yfirgangur. pic.twitter.com/mOXJLjkkG7— Bobby Breiðholt (@Breidholt) December 12, 2015 Hann segir það örfáa menn sem standa í þessu en að borgin hafi ekki í hyggju að ræða sérstaklega við þá fyrir næstu lokun. Búið sé að ræða þetta oft og að mati Hjálmars sé þeim ekki treystandi. Hann segir borgina hafa þurft að kalla út bakvaktir vegna opnunnar hliðanna, bæði til að laga ónýta lása sem voru skemmdir og til þess að loka hliðunum aftur. „Þannig að þarna er verið að eyðileggja eignir borginnar, svíkja gert samkomulag og í rauninni stofna fólki í hættu sem vissi ekki betur, til dæmis á laugardaginn, en að það gæti gengið óhult eftir þessum hluta Laugavegsins,“ segir hann. „Þetta verður örugglega vaktað næst, en það er þá kostnaður sem var ekki reiknað með að kæmi til. Það var bara reiknað með að menn hlýddu ummælum og stæðu við samkomulag sem var búið að gera.“
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira