Stöð 2 á COP21: „Við höfum bara 15 ár“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. desember 2015 21:00 Stemningin á ráðstefnusvæði 21. loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna (COP21) í Le Bourget í París hefur tekið nokkrum breytingum. Með hverjum degi verður skýrara að það verður erfitt fyrir samningamenn að ná saman, eins og búist var við. Ákveðinn þungi hvílir yfir ráðstefnunni og samningamönnum. Engu að síður var stórt skref tekið í átt að nýjum loftslagssamningi í dag þegar ný samningsdrög voru kynnt.Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, kynnti ný drög að samningi í dag. Hann ítrekaði að enn væri mikið verk fyrir höndum en samningsaðilar hefðu nú loks endanlega skilgreint deiluefnin. Og sem fyrr beinast þau að fjármagni og metnaði samningsins.Öflugar blokkir krefjast Frakkar fara með stjórnvölinn í samningaviðræðum ríkjanna og flestir eru á einu máli um að frönsku samningamennirnir hafi unnið þrekvirki á síðustu dögum. Öflugar blokkir ríkja krefjast þess að samningurinn innihaldi ákvæði um halda hlýnun jaðar innan við eins 1.5°C en ekki 2°C, sem er hið pólitíska markmið. „1.5°C er miklu öruggari tala," segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Hún þýðir miklu meiri niðurskurð á skemmri tíma, vitanlega. En fyrir Íslendinga þá er þetta ekki spurning. Því við erum að glíma við súrnun sjávar og ég er ekki viss um að það sé hægt að fara upp í tvær gráður án þess að missa hafið frá okkur.“ Í raun hvergi minnst á súrnun sjávar eða landeyðingu í samningsdrögunum. Samningaviðræðurnar snúast ekki um framlög og markmið þjóðanna, heldur hvernig þeim verður framfylgt.Þörf á skýrri stefnu „Ísland þarf að hafa mjög skýra stefnu í þessum málum,“ segir Árni. „Við þurfum að styðja 1.5°C, við þurfum að lýsa því yfir að við ætlum að draga úr losun um 40%, við þurfum að gera allt sem við getum til þess að önnur ríki skynji hvað okkur liggur mikið á. Því að það sem hefur komið fram hérna á ráðstefnunni um súrnun sjávar eru það alvarleg mál að við getum ekki beðið. Við verðum öll að sameinast um það að draga úr losun eins mikið og hægt er. Við höfum bara 15 ár.“ Markmið Íslands og Evrópusambandsins er 40% nettólosun fyrir árið 2030. Mörg ríki hafa lagt fram sambærileg markmið. Eftir að nýr samningur verður innleiddur verður það á forræði þjóðanna að framfylgja eigin markmiðum. Hugmyndir þeirra sem samningurinn byggir eru alls ekki nóg til að forðast verulegar og hættulegar loftslagsbreytingar.Loforð og markmið ekki nóg „Það sem við þurfum að horfa til er hvort að það verður eitthvað í samningnum um næstu skref,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur í veður- og loftslagsbreytingum hjá Veðurstofu Íslands. „Þannig að það verður hægt að herða aðeins á þessu og tryggja að við náum 2°C markmiðinu. Það skiptir síðan líka máli hvernig fjármagnsliðir verða tryggðir og hvernig verður tryggt að sumar þjóðir verða ekki laumufarþegar og losa eins og þeim sýnist.“ Loforð og markmið þjóðanna ein og sér munu ekki tryggja 2°C hámarks hlýnun fyrir árið 2100. Þess vegna verða þjóðirnar að skerpa á markmiðum sínum næstu ár og áratugi. Engu að síður hvatti Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, samningamenn til dáða í dag. Ljóst er að fundað verður sleitulaust næstu sólarhringa. Nýr loftslagssamningur mun líta dagsins ljós í París, hvernig hann mun líta út er aftur á móti annað mál. Loftslagsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Stemningin á ráðstefnusvæði 21. loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna (COP21) í Le Bourget í París hefur tekið nokkrum breytingum. Með hverjum degi verður skýrara að það verður erfitt fyrir samningamenn að ná saman, eins og búist var við. Ákveðinn þungi hvílir yfir ráðstefnunni og samningamönnum. Engu að síður var stórt skref tekið í átt að nýjum loftslagssamningi í dag þegar ný samningsdrög voru kynnt.Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, kynnti ný drög að samningi í dag. Hann ítrekaði að enn væri mikið verk fyrir höndum en samningsaðilar hefðu nú loks endanlega skilgreint deiluefnin. Og sem fyrr beinast þau að fjármagni og metnaði samningsins.Öflugar blokkir krefjast Frakkar fara með stjórnvölinn í samningaviðræðum ríkjanna og flestir eru á einu máli um að frönsku samningamennirnir hafi unnið þrekvirki á síðustu dögum. Öflugar blokkir ríkja krefjast þess að samningurinn innihaldi ákvæði um halda hlýnun jaðar innan við eins 1.5°C en ekki 2°C, sem er hið pólitíska markmið. „1.5°C er miklu öruggari tala," segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Hún þýðir miklu meiri niðurskurð á skemmri tíma, vitanlega. En fyrir Íslendinga þá er þetta ekki spurning. Því við erum að glíma við súrnun sjávar og ég er ekki viss um að það sé hægt að fara upp í tvær gráður án þess að missa hafið frá okkur.“ Í raun hvergi minnst á súrnun sjávar eða landeyðingu í samningsdrögunum. Samningaviðræðurnar snúast ekki um framlög og markmið þjóðanna, heldur hvernig þeim verður framfylgt.Þörf á skýrri stefnu „Ísland þarf að hafa mjög skýra stefnu í þessum málum,“ segir Árni. „Við þurfum að styðja 1.5°C, við þurfum að lýsa því yfir að við ætlum að draga úr losun um 40%, við þurfum að gera allt sem við getum til þess að önnur ríki skynji hvað okkur liggur mikið á. Því að það sem hefur komið fram hérna á ráðstefnunni um súrnun sjávar eru það alvarleg mál að við getum ekki beðið. Við verðum öll að sameinast um það að draga úr losun eins mikið og hægt er. Við höfum bara 15 ár.“ Markmið Íslands og Evrópusambandsins er 40% nettólosun fyrir árið 2030. Mörg ríki hafa lagt fram sambærileg markmið. Eftir að nýr samningur verður innleiddur verður það á forræði þjóðanna að framfylgja eigin markmiðum. Hugmyndir þeirra sem samningurinn byggir eru alls ekki nóg til að forðast verulegar og hættulegar loftslagsbreytingar.Loforð og markmið ekki nóg „Það sem við þurfum að horfa til er hvort að það verður eitthvað í samningnum um næstu skref,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur í veður- og loftslagsbreytingum hjá Veðurstofu Íslands. „Þannig að það verður hægt að herða aðeins á þessu og tryggja að við náum 2°C markmiðinu. Það skiptir síðan líka máli hvernig fjármagnsliðir verða tryggðir og hvernig verður tryggt að sumar þjóðir verða ekki laumufarþegar og losa eins og þeim sýnist.“ Loforð og markmið þjóðanna ein og sér munu ekki tryggja 2°C hámarks hlýnun fyrir árið 2100. Þess vegna verða þjóðirnar að skerpa á markmiðum sínum næstu ár og áratugi. Engu að síður hvatti Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, samningamenn til dáða í dag. Ljóst er að fundað verður sleitulaust næstu sólarhringa. Nýr loftslagssamningur mun líta dagsins ljós í París, hvernig hann mun líta út er aftur á móti annað mál.
Loftslagsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent