Verkin tala, eða hvað? Steingrímur J. Sigfússon skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Nokkra athygli hefur vakið að undanförnu hversu lítið gengur undan ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Af einum 120 stjórnarþingmálum samkvæmt málalista ríkisstjórnarinnar fyrir jól hafa aðeins milli 20 og 30 sést ennþá. Frægt varð þegar ríkisstjórnin tók sér lengsta sumarfrí sem sögur fara af á lýðveldistímanum og felldi með öllu niður fundi í vel á annan mánuð. Formenn stjórnarflokkanna virðast vera á góðri leið með að ganga af stjórnarskrármálinu dauðu með seinagangi og undanbrögðum. Þeir leggja sjálfir til að formenn allra stjórnmálaflokka hittist áður en stjórnarskrárnefnd ljúki störfum, en boða svo ekki slíkan fund og voru reyndar báðir erlendis út þá viku sem þeir fóru að bera nauðsyn slíks fundar fyrir sig. Nú getur margt verra hent en það að menn komi litlu í verk, einkum ef mönnum eru mislagðar hendur. Eða, eins og einn orðhagur frændi minn fyrir norðan sagði: „Það er vont ef hroðvirkir menn eru duglegir því þá gera þeir svo mikið illa.“ Vandinn er hins vegar sá að verkefnin blasa alls staðar við, bæði þau sem tengjast úrvinnslumálum eftir Hrun, viðfangsefni líðandi stundar og margvíslegur undirbúningur undir framtíðina. Landflóttinn, húsnæðismálin, fæðingarorlofið, styrking velferðarkerfisins og fjárfesting í innviðum samfélagsins í þágu betri framtíðar sem hvetji ungt fólk til framtíðarbúsetu hér. Af nógu er að taka. Þá er athyglisverður listi þar sem ríkisstjórnin eða einstakir ráðherrar hafa einfaldlega gefist upp, jafnvel um eða fyrir mitt kjörtímabil. Örfá dæmi: • Sjávarútvegsráðherra gafst upp við breytingar á kvótakerfinu. • Iðnaðarráðherra gafst upp með náttúrupassann (sem betur fer vissulega), en upplausn ríkir í staðinn. • Utanríkisráðherra gafst upp með formlega afturköllun ESB-umsóknar. • Innanríkisráðherra virðist hafa gefist upp með samgönguáætlun (engin áætlun allt kjörtímabilið). • Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist vera að gefast upp með húsnæðisfrumvörpin og Framsókn með afnám verðtryggingar (loforðið mikla). Fjármálaráðherra kennt um. Verkin tala, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkra athygli hefur vakið að undanförnu hversu lítið gengur undan ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Af einum 120 stjórnarþingmálum samkvæmt málalista ríkisstjórnarinnar fyrir jól hafa aðeins milli 20 og 30 sést ennþá. Frægt varð þegar ríkisstjórnin tók sér lengsta sumarfrí sem sögur fara af á lýðveldistímanum og felldi með öllu niður fundi í vel á annan mánuð. Formenn stjórnarflokkanna virðast vera á góðri leið með að ganga af stjórnarskrármálinu dauðu með seinagangi og undanbrögðum. Þeir leggja sjálfir til að formenn allra stjórnmálaflokka hittist áður en stjórnarskrárnefnd ljúki störfum, en boða svo ekki slíkan fund og voru reyndar báðir erlendis út þá viku sem þeir fóru að bera nauðsyn slíks fundar fyrir sig. Nú getur margt verra hent en það að menn komi litlu í verk, einkum ef mönnum eru mislagðar hendur. Eða, eins og einn orðhagur frændi minn fyrir norðan sagði: „Það er vont ef hroðvirkir menn eru duglegir því þá gera þeir svo mikið illa.“ Vandinn er hins vegar sá að verkefnin blasa alls staðar við, bæði þau sem tengjast úrvinnslumálum eftir Hrun, viðfangsefni líðandi stundar og margvíslegur undirbúningur undir framtíðina. Landflóttinn, húsnæðismálin, fæðingarorlofið, styrking velferðarkerfisins og fjárfesting í innviðum samfélagsins í þágu betri framtíðar sem hvetji ungt fólk til framtíðarbúsetu hér. Af nógu er að taka. Þá er athyglisverður listi þar sem ríkisstjórnin eða einstakir ráðherrar hafa einfaldlega gefist upp, jafnvel um eða fyrir mitt kjörtímabil. Örfá dæmi: • Sjávarútvegsráðherra gafst upp við breytingar á kvótakerfinu. • Iðnaðarráðherra gafst upp með náttúrupassann (sem betur fer vissulega), en upplausn ríkir í staðinn. • Utanríkisráðherra gafst upp með formlega afturköllun ESB-umsóknar. • Innanríkisráðherra virðist hafa gefist upp með samgönguáætlun (engin áætlun allt kjörtímabilið). • Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist vera að gefast upp með húsnæðisfrumvörpin og Framsókn með afnám verðtryggingar (loforðið mikla). Fjármálaráðherra kennt um. Verkin tala, eða hvað?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar