Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Birgir Olgeirsson, Snærós Sindradóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 4. nóvember 2015 12:17 Hjúkrunarfræðingurinn kemur í dómsal í dag. vísir/vilhelm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í morgun bar hjúkrunarfræðingurinn vitni og lýsti því sem gerðist þegar maður dó óvænt á Landspítalanum í október árið 2012. Konan neitar sök í málinu. Fram kom í máli hennar að umrædd vakt var önnur vaktin hennar í röð og var um kvöldvakt að ræða. Hún var á flakki á milli deilda spítalans þar sem mikið var að gera en maðurinn var á gjörgæslu spítalans. Konan lýsti því að hún hefði ekki kannað svokallaðan vaktara (mónitor) þegar hún mætti á vaktina þar sem hún komst ekki að honum því eiginkona mannsins sat við hann. Grunlaus fyrstu 12 tímana en fékk svo taugaáfall Fannst hjúkrunarfræðingnum mikilvægara að leyfa konunni að sitja áfram við hlið mannsins í stað þess að reka hana úr sæti sínu og minnti á það fyrir dómi að starf heilbrigðisstarfsfólks fælist ekki bara í því að sinna sjúklingum heldur einnig aðstandendum. Daginn eftir að maðurinn lést, eða um tólf tímum síðar, var hjúkrunarfræðingurinn kallaður á fund á spítalanum. Sagði hún að henni hefði ekki þótt það óeðlilegt þar sem venjan er að fara yfir hlutina í kjölfar óvænts dauðfalls. „En þegar ég kem þarna þá skynja ég að það er skrýtið andrúmsloft inni á skrifstofunni. Ég er beðin um að fara yfir vaktina sem ég geri en síðan er ég spurð út í loftið í kraganum og ég bara man það ekki. Þarna byrja samt sjálfsásakanirnar og ég fæ taugaáfall þarna á staðnum,“ sagði konan fyrir dómi í dag en hún er meðal annars ákærð fyrir að hafa ekki tæmt loft úr kraga þegar hún losaði manninn úr öndunarvél. Kvaðst hún hafa verið í taugaáfalli þegar hún gaf fyrstu skýrslu hjá lögreglu. „Það er ekki út af laununum sem ég er hjúkrunarfræðingur“ Aðspurð um verklagsreglur á spítalanum við vaktaskipti sagði hjúkrunarfræðingurinn að alltaf væri farið yfir ákveðinn lista þegar mætt væri á vaktina og hún hefði gert það í þessu tilfelli. Það tók greinilega mikið á konuna að bera vitni fyrir dómi. Hún brast í grát og lýsti þeim áhrifum sem málið hefði haft á hana og hennar líf. „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár. Hjónabandið mitt er ónýtt og barnið mitt sem er tólf ára hefur átt mjög erfitt. Mig hefur oft langað til að deyja,“ sagði hún og bætti við stuttu síðar: „Ímyndaðu þér að vera góð og heiðarleg manneskja og þú lendir í því að þú telur að einhver hafi dáið af þínum völdum, út af einhverju sem þú hefur gert. Þú ferð í tölvuert áfall. Ég er hjúkrunarfræðingur af ástæðu. Það gefur mikið að vera góð við aðrar manneskjur og það er ekki út af laununum sem ég er hjúkrunarfræðingur.“ Konan er enn að vinna á dagvöktum á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum mikið áfall Forstjóri Landspítalans segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum vera mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. 5. júlí 2014 13:02 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í morgun bar hjúkrunarfræðingurinn vitni og lýsti því sem gerðist þegar maður dó óvænt á Landspítalanum í október árið 2012. Konan neitar sök í málinu. Fram kom í máli hennar að umrædd vakt var önnur vaktin hennar í röð og var um kvöldvakt að ræða. Hún var á flakki á milli deilda spítalans þar sem mikið var að gera en maðurinn var á gjörgæslu spítalans. Konan lýsti því að hún hefði ekki kannað svokallaðan vaktara (mónitor) þegar hún mætti á vaktina þar sem hún komst ekki að honum því eiginkona mannsins sat við hann. Grunlaus fyrstu 12 tímana en fékk svo taugaáfall Fannst hjúkrunarfræðingnum mikilvægara að leyfa konunni að sitja áfram við hlið mannsins í stað þess að reka hana úr sæti sínu og minnti á það fyrir dómi að starf heilbrigðisstarfsfólks fælist ekki bara í því að sinna sjúklingum heldur einnig aðstandendum. Daginn eftir að maðurinn lést, eða um tólf tímum síðar, var hjúkrunarfræðingurinn kallaður á fund á spítalanum. Sagði hún að henni hefði ekki þótt það óeðlilegt þar sem venjan er að fara yfir hlutina í kjölfar óvænts dauðfalls. „En þegar ég kem þarna þá skynja ég að það er skrýtið andrúmsloft inni á skrifstofunni. Ég er beðin um að fara yfir vaktina sem ég geri en síðan er ég spurð út í loftið í kraganum og ég bara man það ekki. Þarna byrja samt sjálfsásakanirnar og ég fæ taugaáfall þarna á staðnum,“ sagði konan fyrir dómi í dag en hún er meðal annars ákærð fyrir að hafa ekki tæmt loft úr kraga þegar hún losaði manninn úr öndunarvél. Kvaðst hún hafa verið í taugaáfalli þegar hún gaf fyrstu skýrslu hjá lögreglu. „Það er ekki út af laununum sem ég er hjúkrunarfræðingur“ Aðspurð um verklagsreglur á spítalanum við vaktaskipti sagði hjúkrunarfræðingurinn að alltaf væri farið yfir ákveðinn lista þegar mætt væri á vaktina og hún hefði gert það í þessu tilfelli. Það tók greinilega mikið á konuna að bera vitni fyrir dómi. Hún brast í grát og lýsti þeim áhrifum sem málið hefði haft á hana og hennar líf. „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár. Hjónabandið mitt er ónýtt og barnið mitt sem er tólf ára hefur átt mjög erfitt. Mig hefur oft langað til að deyja,“ sagði hún og bætti við stuttu síðar: „Ímyndaðu þér að vera góð og heiðarleg manneskja og þú lendir í því að þú telur að einhver hafi dáið af þínum völdum, út af einhverju sem þú hefur gert. Þú ferð í tölvuert áfall. Ég er hjúkrunarfræðingur af ástæðu. Það gefur mikið að vera góð við aðrar manneskjur og það er ekki út af laununum sem ég er hjúkrunarfræðingur.“ Konan er enn að vinna á dagvöktum á Landspítalanum.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum mikið áfall Forstjóri Landspítalans segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum vera mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. 5. júlí 2014 13:02 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum mikið áfall Forstjóri Landspítalans segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum vera mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. 5. júlí 2014 13:02
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46
Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00