Mál hjúkrunarfræðingsins getur haft alvarlegt fordæmi Birgir Olgeirsson skrifar 5. nóvember 2015 13:44 Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur setið réttarhöldin yfir hjúkrunarfræðingnum sem er sakaður um manndráp af gáleysi. Vísir „Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt mál,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi fyrir manndráp af gáleysi. Hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um vanrækslu sem leiddi til dauða sjúklings í október árið 2012 með því að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hann tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Varð það til þess að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér en ekki frá sér og kafnaði. Sjá einnig: Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar Ólafur sat aðalmeðferð málsins í gær og einnig munnleg málflutning ákæruvaldsins og verjenda í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir þetta mál setja alla heilbrigðisstarfsmenn í óvissu. „Því þeim er gert að starfa hér í starfsumhverfi sem er mjög óæskilegt. Mönnun er óæskileg, og starfsumhverfið er slæmt. Þeir búa við það að eiga hættu á að vera ákærðir fyrir manndráp af gáleysi eða þær aðstæður sem þeim er búin af ríkinu verði til þess að þeir verða ákærðir. Það er mjög alvarlegt og ég held að þetta muni hafa áhrif á það hvort heilbrigðisstarfsmenn treysti sér að starfa við þær aðstæður sem þeim er boðið upp á,“ segir Ólafur. Sjá einnig: Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Við munnlegan málflutning í morgun sagði verjenda Landspítalans að þetta mál gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér verði hjúkrunarfræðingurinn fundinn sekur. Mun það verða til þess að heilbrigðisstarfsmenn muni ekki þora að segja frá mistökum af ótta við ákæru og þá sé ómögulegt að læra af mistökum sem muni veikja heilbrigðiskerfið til muna. Ólafur tekur undir þetta sjónarmið. „Það sem maður vill gera þegar eitthvað svona kemur upp er að læra af atvikinu. Ef þú átt hættu að verða ákærður eða kollegi þinn fyrir að gera mistök þá er hætta á því að fólk segi ekki frá því. Það er sú menning sem við viljum alls ekki skapa hér á landi því öryggi sjúklinga á að vera númer eitt, tvö og þrjú hjá öllum heilbrigðisstarfsmönnum,“ segir Ólafur sem vonast eftir því að hjúkrunarfræðingurinn verði sýknaður. Sjá einnig: Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
„Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt mál,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi fyrir manndráp af gáleysi. Hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um vanrækslu sem leiddi til dauða sjúklings í október árið 2012 með því að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hann tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Varð það til þess að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér en ekki frá sér og kafnaði. Sjá einnig: Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar Ólafur sat aðalmeðferð málsins í gær og einnig munnleg málflutning ákæruvaldsins og verjenda í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir þetta mál setja alla heilbrigðisstarfsmenn í óvissu. „Því þeim er gert að starfa hér í starfsumhverfi sem er mjög óæskilegt. Mönnun er óæskileg, og starfsumhverfið er slæmt. Þeir búa við það að eiga hættu á að vera ákærðir fyrir manndráp af gáleysi eða þær aðstæður sem þeim er búin af ríkinu verði til þess að þeir verða ákærðir. Það er mjög alvarlegt og ég held að þetta muni hafa áhrif á það hvort heilbrigðisstarfsmenn treysti sér að starfa við þær aðstæður sem þeim er boðið upp á,“ segir Ólafur. Sjá einnig: Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Við munnlegan málflutning í morgun sagði verjenda Landspítalans að þetta mál gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér verði hjúkrunarfræðingurinn fundinn sekur. Mun það verða til þess að heilbrigðisstarfsmenn muni ekki þora að segja frá mistökum af ótta við ákæru og þá sé ómögulegt að læra af mistökum sem muni veikja heilbrigðiskerfið til muna. Ólafur tekur undir þetta sjónarmið. „Það sem maður vill gera þegar eitthvað svona kemur upp er að læra af atvikinu. Ef þú átt hættu að verða ákærður eða kollegi þinn fyrir að gera mistök þá er hætta á því að fólk segi ekki frá því. Það er sú menning sem við viljum alls ekki skapa hér á landi því öryggi sjúklinga á að vera númer eitt, tvö og þrjú hjá öllum heilbrigðisstarfsmönnum,“ segir Ólafur sem vonast eftir því að hjúkrunarfræðingurinn verði sýknaður. Sjá einnig: Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira