Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2015 14:54 Hjúkrunarfræðingurinn í héraðsdómi í morgun. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. Er hjúkrunarfræðingnum gefið að sök að hafa láðst að tæma loftbelg í sambandi við talventil sem var komið fyrir í sjúklinginn sem var að jafna sig eftir hjartaaðgerð. Hafði það í för með sér að maðurinn náði ekki andanum og kafnaði. Fyrir dóminn eftir hádegi voru kallaðir til tveir hjúkrunarfræðingar sem höfðu eftirlit með sjúklingnum áður en ákærði hjúkrunarfræðingurinn tók við honum og samhliða honum. Slökkt á viðvörunarbjöllu Hjúkrunarfræðingurinn sem var að vakta sjúklinginn áður en ákærði hjúkrunarfræðingurinn tók við honum sagði að slökkt hefði verið á viðvörunarbjöllu í vaktara sem fylgist með lífsmarki sjúklingsins, mónítor. Hjúkrunarfræðingurinn kunni ekki útskýringar á því hvers vegna það hefði verið gert og tók fram að það þyrfti að hafa virkilega fyrir því að taka þessa viðvörunarbjöllu af. Næsti hjúkrunarfræðingur sem var kallaður til sem vitni sagðist hafa haft umsjón með sjúklingum ásamt ákærða hjúkrunarfræðingnum á kvöldvakt. Umrætt kvöld var 3. október árið 2012 og var gjörgæsludeildin undirmönnuð, mikið að gera og þurftu hjúkrunarfræðingarnir að aðstoða hvorn annan með eftirlit með sjúklingum. Sagði hjúkrunarfræðingurinn að ákærði hjúkrunarfræðingurinn hefði verið sendur út og suður um sjúkrahúsið til að sinna hinum og þessum verkefnum og var hjúkrunarfræðingurinn því fenginn til að vakta sjúklinginn á meðan svo var. Her af fólki birtist á sjúkrastofunni Þetta kvöld lést sjúklingurinn en hjúkrunarfræðingurinn sem var kallaður til vitnis segist hafa kallað til ákærða hjúkrunarfræðinginn þegar það var ljóst að sjúklingurinn var kominn í hjartastopp. Hjúkrunarfræðingurinn segir her af fólki hafa birst í sjúkrastofunni og allir gert sitt. Skipst var á að hnoða sjúklinginn og var hann settur í öndunarvél ásamt því að honum voru gefin verkjalyf. Hjúkrunarfræðingurinn sagði mónítorinn sem vaktaði lífsmark sjúklingsins hafa verið á hljóðlausri stillingu og ekki sé búið að útskýra hvers vegna. Hefði hann virkað sem skyldi og gefið frá sér hljóð hefði þetta aldrei komið fyrir. Sagði hjúkrunarfræðingurinn að mónítorinn hefði verið sendur út í lönd til rannsóknar og hefði ekkert komið úr þeirri skoðun. Því er ekki vitað hvort mónítorinn var bilaður eða hvort einhver hefði sett hann á hljóðlausa stillingu. Mónítorarnir líflína hjúkrunarfræðinga „Ef þessi mónítor hefði ekki verið á silence þá hefði þetta aldrei komið fyrir,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn og tók skýrt fram að þegar unnið sé á gjörgæsludeild séu þessir mónítorar líflínur hjúkrunarfræðinga og þeir verði að geta treyst á þá. Þegar hjúkrunarfræðingurinn var spurður hvort hann hefði sagt einhverjum frá því að hann hefði tekið eftir því að loft hefði verið í belgnum sem tengdist talventlinum sagðist hann muna eftir því að margir hefðu spurt sig hver hefði sett loftið í belginn. Sagði hjúkrunarfræðingurinn að hann hefði velt fyrir sér hvort það hefði verið einhver af endurlífgunarteyminu og sagðist hreinlega ekki vita það því það hefði verið svo mikið af fólki á stofunni þegar endurlífgunin fór fram. Því væri ómögulegt að vita hver hefði getað átt við belginn. Þrír komið að endurlífgunartilraunum Sækjandinn sagði að þetta væri ekki í samræmi við framburð í lögregluskýrslu og bað hann hjúkrunarfræðinginn um að skýra mál sitt betur. Verjandi ákærða hjúkrunarfræðingsins sagði sækjandann vera að áreita vitnið og sagði dómari að vitnið hefði útskýrt mál sitt en gerði vitninu grein fyrir því að þetta gæti reynst vendipunktur í málinu. Þriðja vitnið sem var kallað til eftir hádegi var hluti af því teymi sem beitti sjúklingnum endurlífgunartilraunum. Sagði vitnið aðeins hefðu þrír komið að endurlífgunartilraunum til að byrja með en síðan hefði sjúkrastofan fyllst af fólki og ekki hægt að segja til um hve margir hefðu verið inni í stofunni á meðan endurlífgun stóð. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. Er hjúkrunarfræðingnum gefið að sök að hafa láðst að tæma loftbelg í sambandi við talventil sem var komið fyrir í sjúklinginn sem var að jafna sig eftir hjartaaðgerð. Hafði það í för með sér að maðurinn náði ekki andanum og kafnaði. Fyrir dóminn eftir hádegi voru kallaðir til tveir hjúkrunarfræðingar sem höfðu eftirlit með sjúklingnum áður en ákærði hjúkrunarfræðingurinn tók við honum og samhliða honum. Slökkt á viðvörunarbjöllu Hjúkrunarfræðingurinn sem var að vakta sjúklinginn áður en ákærði hjúkrunarfræðingurinn tók við honum sagði að slökkt hefði verið á viðvörunarbjöllu í vaktara sem fylgist með lífsmarki sjúklingsins, mónítor. Hjúkrunarfræðingurinn kunni ekki útskýringar á því hvers vegna það hefði verið gert og tók fram að það þyrfti að hafa virkilega fyrir því að taka þessa viðvörunarbjöllu af. Næsti hjúkrunarfræðingur sem var kallaður til sem vitni sagðist hafa haft umsjón með sjúklingum ásamt ákærða hjúkrunarfræðingnum á kvöldvakt. Umrætt kvöld var 3. október árið 2012 og var gjörgæsludeildin undirmönnuð, mikið að gera og þurftu hjúkrunarfræðingarnir að aðstoða hvorn annan með eftirlit með sjúklingum. Sagði hjúkrunarfræðingurinn að ákærði hjúkrunarfræðingurinn hefði verið sendur út og suður um sjúkrahúsið til að sinna hinum og þessum verkefnum og var hjúkrunarfræðingurinn því fenginn til að vakta sjúklinginn á meðan svo var. Her af fólki birtist á sjúkrastofunni Þetta kvöld lést sjúklingurinn en hjúkrunarfræðingurinn sem var kallaður til vitnis segist hafa kallað til ákærða hjúkrunarfræðinginn þegar það var ljóst að sjúklingurinn var kominn í hjartastopp. Hjúkrunarfræðingurinn segir her af fólki hafa birst í sjúkrastofunni og allir gert sitt. Skipst var á að hnoða sjúklinginn og var hann settur í öndunarvél ásamt því að honum voru gefin verkjalyf. Hjúkrunarfræðingurinn sagði mónítorinn sem vaktaði lífsmark sjúklingsins hafa verið á hljóðlausri stillingu og ekki sé búið að útskýra hvers vegna. Hefði hann virkað sem skyldi og gefið frá sér hljóð hefði þetta aldrei komið fyrir. Sagði hjúkrunarfræðingurinn að mónítorinn hefði verið sendur út í lönd til rannsóknar og hefði ekkert komið úr þeirri skoðun. Því er ekki vitað hvort mónítorinn var bilaður eða hvort einhver hefði sett hann á hljóðlausa stillingu. Mónítorarnir líflína hjúkrunarfræðinga „Ef þessi mónítor hefði ekki verið á silence þá hefði þetta aldrei komið fyrir,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn og tók skýrt fram að þegar unnið sé á gjörgæsludeild séu þessir mónítorar líflínur hjúkrunarfræðinga og þeir verði að geta treyst á þá. Þegar hjúkrunarfræðingurinn var spurður hvort hann hefði sagt einhverjum frá því að hann hefði tekið eftir því að loft hefði verið í belgnum sem tengdist talventlinum sagðist hann muna eftir því að margir hefðu spurt sig hver hefði sett loftið í belginn. Sagði hjúkrunarfræðingurinn að hann hefði velt fyrir sér hvort það hefði verið einhver af endurlífgunarteyminu og sagðist hreinlega ekki vita það því það hefði verið svo mikið af fólki á stofunni þegar endurlífgunin fór fram. Því væri ómögulegt að vita hver hefði getað átt við belginn. Þrír komið að endurlífgunartilraunum Sækjandinn sagði að þetta væri ekki í samræmi við framburð í lögregluskýrslu og bað hann hjúkrunarfræðinginn um að skýra mál sitt betur. Verjandi ákærða hjúkrunarfræðingsins sagði sækjandann vera að áreita vitnið og sagði dómari að vitnið hefði útskýrt mál sitt en gerði vitninu grein fyrir því að þetta gæti reynst vendipunktur í málinu. Þriðja vitnið sem var kallað til eftir hádegi var hluti af því teymi sem beitti sjúklingnum endurlífgunartilraunum. Sagði vitnið aðeins hefðu þrír komið að endurlífgunartilraunum til að byrja með en síðan hefði sjúkrastofan fyllst af fólki og ekki hægt að segja til um hve margir hefðu verið inni í stofunni á meðan endurlífgun stóð.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17