Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. nóvember 2015 15:00 Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali við Stundina í dag. Mynd/Ólafur Harðarson Hlín Einarsdóttir, sem játað hefur að hafa reynt að kúga átta milljónir úr hendi forsætisráðherra í sumar, segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar í Stundinni í dag. Í viðtali við blaðið segir Malín, sem einnig er grunuð í málinu, að systir sín hafi ein skipulagt verknaðinn. Malín Brand segist ekki vera glæpamaður.Vísir„Ég hef ekki brotið vísvitandi af mér en játaði þau mistök að stöðva ekki systur mína,“ segir Malín meðal annars í viðtalinu, þar sem hún segist ekki vera glæpamaður og að hún hafi verið samstarfsfús við rannsókn málsins. „Glæpur minn er sá að vera meðvirk geðveikri systur minni.“ Sorgmædd vegna systur sinnar Hlín er á öðru máli. „Það gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð og aðild á skjön við staðreyndir og rannsóknargögn sem liggja fyrir,“ segir Hlín í samtali við Vísi. „Verði gefin út ákæra í málunum þá munu gögn sýna fram á annað en það sem hún heldur fram.“ Hlín segist sannfærð um að gögn málsins muni sína hið rétta í málinu. „Ég tel ekki svaravert að ræða þær ásakanir sem hún ber á mig í viðtali við Stundina né hennar frásögn af málavöxtu en legg á það ríka áherslu að staðreyndir og sannleikurinn er skjalfestur og kemur í ljós að lokum,“ segir hún.Talar ekki illa um Björn Inga Í viðtalinu við Stundina segir Malín að frétt Smartlands af trúlofun Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamógúls hafi orðið þess valdandi að Hlín hafi farið að skipuleggja fjárkúgunina. Hlín segist óska Birni Inga hamingjuríkrar framtíðar.Vísir/Ernir„Systir mín sá þessa frétt og það varð kveikjan að þessu máli. Fréttin fór óskaplega fyrir brjóstið á henni og hún brotnaði niður,“ segir Malín í Stundinni. Þessu hafnar Hlín hins vegar með öllu. „Hvað Björn Inga varðar hef ég aldrei nokkurn tíma talað illa um hann og óska honum hamingjuríkrar framtíðar í sínu nýja lífi,“ segir hún.Málið hjá saksóknara Lögreglan kláraði rannsókn málsins í vikunni og staðfesti Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi að málið yrði sent til ríkissaksóknara fljótlega. Þar verður ákvörðun tekin um hvort systurnar verði ákærðar í málinu. Hlín segir líf sitt hafa breyst mikið en hún opnaði sig í viðtali við DV í sumar um geðsjúkdóm sinn. „Líf mitt hefur tekið algerum stakkaskiptum undanfarna mánuði og ég hef unnið markvisst með góðu fólki að því að gera líf mitt betra og heilsusamlegra á allan hátt,“ segir hún. „Ég óska systur minn góðs gengis í framtíðinni og ber engan kala til hennar.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Hlín Einarsdóttir, sem játað hefur að hafa reynt að kúga átta milljónir úr hendi forsætisráðherra í sumar, segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar í Stundinni í dag. Í viðtali við blaðið segir Malín, sem einnig er grunuð í málinu, að systir sín hafi ein skipulagt verknaðinn. Malín Brand segist ekki vera glæpamaður.Vísir„Ég hef ekki brotið vísvitandi af mér en játaði þau mistök að stöðva ekki systur mína,“ segir Malín meðal annars í viðtalinu, þar sem hún segist ekki vera glæpamaður og að hún hafi verið samstarfsfús við rannsókn málsins. „Glæpur minn er sá að vera meðvirk geðveikri systur minni.“ Sorgmædd vegna systur sinnar Hlín er á öðru máli. „Það gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð og aðild á skjön við staðreyndir og rannsóknargögn sem liggja fyrir,“ segir Hlín í samtali við Vísi. „Verði gefin út ákæra í málunum þá munu gögn sýna fram á annað en það sem hún heldur fram.“ Hlín segist sannfærð um að gögn málsins muni sína hið rétta í málinu. „Ég tel ekki svaravert að ræða þær ásakanir sem hún ber á mig í viðtali við Stundina né hennar frásögn af málavöxtu en legg á það ríka áherslu að staðreyndir og sannleikurinn er skjalfestur og kemur í ljós að lokum,“ segir hún.Talar ekki illa um Björn Inga Í viðtalinu við Stundina segir Malín að frétt Smartlands af trúlofun Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamógúls hafi orðið þess valdandi að Hlín hafi farið að skipuleggja fjárkúgunina. Hlín segist óska Birni Inga hamingjuríkrar framtíðar.Vísir/Ernir„Systir mín sá þessa frétt og það varð kveikjan að þessu máli. Fréttin fór óskaplega fyrir brjóstið á henni og hún brotnaði niður,“ segir Malín í Stundinni. Þessu hafnar Hlín hins vegar með öllu. „Hvað Björn Inga varðar hef ég aldrei nokkurn tíma talað illa um hann og óska honum hamingjuríkrar framtíðar í sínu nýja lífi,“ segir hún.Málið hjá saksóknara Lögreglan kláraði rannsókn málsins í vikunni og staðfesti Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi að málið yrði sent til ríkissaksóknara fljótlega. Þar verður ákvörðun tekin um hvort systurnar verði ákærðar í málinu. Hlín segir líf sitt hafa breyst mikið en hún opnaði sig í viðtali við DV í sumar um geðsjúkdóm sinn. „Líf mitt hefur tekið algerum stakkaskiptum undanfarna mánuði og ég hef unnið markvisst með góðu fólki að því að gera líf mitt betra og heilsusamlegra á allan hátt,“ segir hún. „Ég óska systur minn góðs gengis í framtíðinni og ber engan kala til hennar.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52
Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14