Bjarki Sig, Fúsi og Birkir Ívar spila með Þrótti Vogum í bikarnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2015 12:15 Bjarki Sigurðsson tekur fram skóna aftur. vísir/vilhelm Þróttur Vogum, sem tekur ekki þátt í deildarkeppni handboltans, mætir með stjörnum prýtt lið til leiks í Coca Cola-bikar karla, en Þróttarar taka á móti KR í 32 liða úrslitum keppninnar á sunnudaginn klukkan 16.00 í Strandgötu. Þrátt fyrir að vera ekki með stærsta liðið í keppninni er mjög auðvelt að fullyrða að Þróttarar eiga lang flestu landsleikina af öllum þeim liðum sem taka þátt í bikarnum. Í heildina eiga leikmenn Þróttar Vogum 1.059 landsleiki að baki. Á meðal þeirra sem skráðir eru í Þrótt fyrir bikarinn eru markverðirnir Birkir Ívar Guðmundsson og Roland Eradze. Báðir spiluðu lengi með landsliðinu og eiga samtals 192 landsleiki að baki. Þegar kemur að öðrum leikmönnum rekur hver stjarnan aðra. Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, er skráður til leiks, en Bjarki er einn besti leikmaður sem Ísland hefur alið af sér og á að baki 228 landsleiki. Sigfús Sigurðsson, Rússajeppinn, er einnig skráður til leiks en þessi magnaði línumaður spilaði 162 landsleiki. Af fleiri landsliðsmönnum má nefna Þóri Ólafsson (112 landsleikir), Gylfi Gylfason (27), Valgarð Thorodsen (30) og Heimir Örn Árnason (23). Allir leikmenn liðsins hafa annað hvort spilað landsleik, pressuleik eða hið minnsta neita að spila pressuleik. Þjálfarar eru Jón Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Vals, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins.Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson 140 Roland Eradze 52Aðrir leikmenn: Freyr Brynjarsson 3 Valur Arnarsson Spilaði pressuleik Haukur Sigurvinsson Spilaði pressuleik Hilmar Örn Þórlindsson 13 Heimir Örn Árnason 23 Arnar Pétursson 17 Halldór Á. Ingólfsson 30 Bjarki Sigurðsson 228 Guðlaugur Arnarsson 3 Sigmundur Páll Lárusson Eigandi Þorkell Guðbrandsson Spilaði pressuleik Valgarð Thorodssen 30 Einar Örn Jónsson 122 Samúel Ívar Árnason Spilaði pressuleik Finnur Jóhannsson Neitaði að spila landsleik Haraldur Þorvarðar Spilaði pressuleik Sigfús Sigurðsson - Meiddur 162 Logi Geirsson - Er í samningaviðræðum 97 Þórir Ólafsson - Meiddur 112 Gylfi Gylfason - Meiddur 27Liðstjórn: Þjálfarar- Jón Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson Liðstjóri - Ingibjörg Ragnarsdóttir Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Þróttur Vogum, sem tekur ekki þátt í deildarkeppni handboltans, mætir með stjörnum prýtt lið til leiks í Coca Cola-bikar karla, en Þróttarar taka á móti KR í 32 liða úrslitum keppninnar á sunnudaginn klukkan 16.00 í Strandgötu. Þrátt fyrir að vera ekki með stærsta liðið í keppninni er mjög auðvelt að fullyrða að Þróttarar eiga lang flestu landsleikina af öllum þeim liðum sem taka þátt í bikarnum. Í heildina eiga leikmenn Þróttar Vogum 1.059 landsleiki að baki. Á meðal þeirra sem skráðir eru í Þrótt fyrir bikarinn eru markverðirnir Birkir Ívar Guðmundsson og Roland Eradze. Báðir spiluðu lengi með landsliðinu og eiga samtals 192 landsleiki að baki. Þegar kemur að öðrum leikmönnum rekur hver stjarnan aðra. Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, er skráður til leiks, en Bjarki er einn besti leikmaður sem Ísland hefur alið af sér og á að baki 228 landsleiki. Sigfús Sigurðsson, Rússajeppinn, er einnig skráður til leiks en þessi magnaði línumaður spilaði 162 landsleiki. Af fleiri landsliðsmönnum má nefna Þóri Ólafsson (112 landsleikir), Gylfi Gylfason (27), Valgarð Thorodsen (30) og Heimir Örn Árnason (23). Allir leikmenn liðsins hafa annað hvort spilað landsleik, pressuleik eða hið minnsta neita að spila pressuleik. Þjálfarar eru Jón Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Vals, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins.Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson 140 Roland Eradze 52Aðrir leikmenn: Freyr Brynjarsson 3 Valur Arnarsson Spilaði pressuleik Haukur Sigurvinsson Spilaði pressuleik Hilmar Örn Þórlindsson 13 Heimir Örn Árnason 23 Arnar Pétursson 17 Halldór Á. Ingólfsson 30 Bjarki Sigurðsson 228 Guðlaugur Arnarsson 3 Sigmundur Páll Lárusson Eigandi Þorkell Guðbrandsson Spilaði pressuleik Valgarð Thorodssen 30 Einar Örn Jónsson 122 Samúel Ívar Árnason Spilaði pressuleik Finnur Jóhannsson Neitaði að spila landsleik Haraldur Þorvarðar Spilaði pressuleik Sigfús Sigurðsson - Meiddur 162 Logi Geirsson - Er í samningaviðræðum 97 Þórir Ólafsson - Meiddur 112 Gylfi Gylfason - Meiddur 27Liðstjórn: Þjálfarar- Jón Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson Liðstjóri - Ingibjörg Ragnarsdóttir
Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira