Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 08:42 Christina Pedersen er svo óvinsæl hjá liðsfélögum sínum að þær neita að æfa með henni. @viborg_hk Danska handboltafélagið Viborg er í vandræðum með einn besta leikmann kvennaliðsins vegna óvinsælda hennar meðal annarra leikmanna liðsins. Framtíð Christinu Pedersen hjá Viborg er nú í miklu uppnámi eftir að hún var send í leyfi. „Þetta er ömurlega staða,“ sagði handboltasérfræðingurinn Sofie Bæk hjá TV 2 Sport. TV 2 Sport sagði frá því að liðsfélagar Pedersen hafi verið komnir með nóg. Stór hluti liðsins tilkynnti forráðamönnum félagsins það að þær myndu ekki mæta á æfingar væri Pedersen þar. Bæk setur sökina á klúbbinn sjálfan og þá staðreynd að ekki hafi verið tekið á málum miklu fyrr. „Ábyrgðin á því að það sé sátt og samlyndi innan liðsins á alltaf að liggja hjá félaginu sjálfu. Það er á þeirra ábyrgð að skapa þær vinnuaðstæður svp að leikmenn vilji mæta til vinnu,“ sagði Bæk. „Það hljóta að hafa verið einhver merki sjáanleg áður en allt fór í bál og brand. Það er ótrúlegt að þeir hafi ekki séð þetta fyrr og tekið á því. Það má gagnrýna það,“ sagði Bæk. „Eitthvað hlýtur að hafa verið í gangi á bak við tjöldin en menn hafa greinilega ekki tekið því alvarlega. Það hljóta líka að hafa verið leikmenn sem hafa látið óánægju sína í ljós,“ sagði Bæk. Christina Pedersen skoraði 164 mörk á síðustu leiktíð og er nýbúin að framlengja samning sinn við félagið til ársins 2028. Pedersen er leikstjórnandi og nýtti 59 prósent skota sinna eða 164 af 277. Hún var einnig með 74 stoðsendingar í 31 leik og kom því að 238 mörkum eða 7,7 í leik. View this post on Instagram A post shared by Viborg HK 💚 (@viborg_hk) Danski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Framtíð Christinu Pedersen hjá Viborg er nú í miklu uppnámi eftir að hún var send í leyfi. „Þetta er ömurlega staða,“ sagði handboltasérfræðingurinn Sofie Bæk hjá TV 2 Sport. TV 2 Sport sagði frá því að liðsfélagar Pedersen hafi verið komnir með nóg. Stór hluti liðsins tilkynnti forráðamönnum félagsins það að þær myndu ekki mæta á æfingar væri Pedersen þar. Bæk setur sökina á klúbbinn sjálfan og þá staðreynd að ekki hafi verið tekið á málum miklu fyrr. „Ábyrgðin á því að það sé sátt og samlyndi innan liðsins á alltaf að liggja hjá félaginu sjálfu. Það er á þeirra ábyrgð að skapa þær vinnuaðstæður svp að leikmenn vilji mæta til vinnu,“ sagði Bæk. „Það hljóta að hafa verið einhver merki sjáanleg áður en allt fór í bál og brand. Það er ótrúlegt að þeir hafi ekki séð þetta fyrr og tekið á því. Það má gagnrýna það,“ sagði Bæk. „Eitthvað hlýtur að hafa verið í gangi á bak við tjöldin en menn hafa greinilega ekki tekið því alvarlega. Það hljóta líka að hafa verið leikmenn sem hafa látið óánægju sína í ljós,“ sagði Bæk. Christina Pedersen skoraði 164 mörk á síðustu leiktíð og er nýbúin að framlengja samning sinn við félagið til ársins 2028. Pedersen er leikstjórnandi og nýtti 59 prósent skota sinna eða 164 af 277. Hún var einnig með 74 stoðsendingar í 31 leik og kom því að 238 mörkum eða 7,7 í leik. View this post on Instagram A post shared by Viborg HK 💚 (@viborg_hk)
Danski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira