Hlutverk forseta Íslands Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. október 2015 07:00 Í framhaldi af grein Stefáns Jóns Hafstein sl. helgi blanda ég mér í umræðuna. Sem frambjóðandi 2012 bý ég yfir margs konar reynslu og stefnumótun sem á erindi til lesenda Fbl. Hlutverk forsetans skilgreindi ég svona – og tel orðin í góðu gildi: Við viljum aukna bjartsýni og jafnrétti. Við viljum að mannúð og heiðarleiki sé í fyrirrúmi. Við viljum sjá sanngirni og ábyrgð í verki. Forseti Íslands er þjóðkjörinn embættismaður sem heldur trúnað við kjósendur sína, óháð stjórnmálaskoðunum þeirra, og leitast við að vinna traust sem flestra landsmanna. Forsetinn getur stuðlað að því sem við viljum með orðum og þeim gerðum er ákvæði stjórnarskrár lýsa í heild sinni. Viðfangsefni forsetans eru mörg og misflókin. Hann stuðlar að lýðræðislegum lausnum með sem mestum stuðningi í samfélaginu. Hann sameinar í störfum sínum almenn stjórnmál í víðum skilningi, önnur samfélagsmál, siðræna umræðu og sendistörf sem þjóðarfulltrúi í útlöndum. Hann eflir samstarf við aðrar þjóðir.Ég legg áherslu meðal annars á eftirfarandi atriði: Samræður milli þjóðfélagshópa um hag og framtíð samfélags okkar. Skilvirkt, fjölbreytt og einstaklingsmiðað menntakerfi. Atvinnu og menningarstarf ungs fólks. Styrka samhjálp handa öllum til heilbrigðs lífs án tillits til kyns, kynhneigðar eða húðlitar. Sérþekkingu vísindanna og nýsköpun. Jafnrétti og mannréttindi á grunni Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og fleiri samþykkta. Aukið viðnám gegn náttúruvá og áhrifum hlýnunar andrúmsloftsins. Blómlega landsbyggð og styrk bæjarfélög. Sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Kynningu heima og heiman á stöðu og eðli íslenskrar náttúru. Kynningu heima og heiman á íslenskri og alþjóðlegri menningu. Samræður sem flestra um framtíð veraldarinnar, frið, frelsi og lýðræði. Öflugt samstarf Norðurlanda. Jafnræði þjóða og allra trúarbragða og lífsskoðana. Aukin samskipti við þróunarlönd. Sérstöðu Íslands í málefnum heimskautasvæða. Lýðræðislegar ákvarðanir um helstu samskipti við aðrar þjóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Í framhaldi af grein Stefáns Jóns Hafstein sl. helgi blanda ég mér í umræðuna. Sem frambjóðandi 2012 bý ég yfir margs konar reynslu og stefnumótun sem á erindi til lesenda Fbl. Hlutverk forsetans skilgreindi ég svona – og tel orðin í góðu gildi: Við viljum aukna bjartsýni og jafnrétti. Við viljum að mannúð og heiðarleiki sé í fyrirrúmi. Við viljum sjá sanngirni og ábyrgð í verki. Forseti Íslands er þjóðkjörinn embættismaður sem heldur trúnað við kjósendur sína, óháð stjórnmálaskoðunum þeirra, og leitast við að vinna traust sem flestra landsmanna. Forsetinn getur stuðlað að því sem við viljum með orðum og þeim gerðum er ákvæði stjórnarskrár lýsa í heild sinni. Viðfangsefni forsetans eru mörg og misflókin. Hann stuðlar að lýðræðislegum lausnum með sem mestum stuðningi í samfélaginu. Hann sameinar í störfum sínum almenn stjórnmál í víðum skilningi, önnur samfélagsmál, siðræna umræðu og sendistörf sem þjóðarfulltrúi í útlöndum. Hann eflir samstarf við aðrar þjóðir.Ég legg áherslu meðal annars á eftirfarandi atriði: Samræður milli þjóðfélagshópa um hag og framtíð samfélags okkar. Skilvirkt, fjölbreytt og einstaklingsmiðað menntakerfi. Atvinnu og menningarstarf ungs fólks. Styrka samhjálp handa öllum til heilbrigðs lífs án tillits til kyns, kynhneigðar eða húðlitar. Sérþekkingu vísindanna og nýsköpun. Jafnrétti og mannréttindi á grunni Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og fleiri samþykkta. Aukið viðnám gegn náttúruvá og áhrifum hlýnunar andrúmsloftsins. Blómlega landsbyggð og styrk bæjarfélög. Sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Kynningu heima og heiman á stöðu og eðli íslenskrar náttúru. Kynningu heima og heiman á íslenskri og alþjóðlegri menningu. Samræður sem flestra um framtíð veraldarinnar, frið, frelsi og lýðræði. Öflugt samstarf Norðurlanda. Jafnræði þjóða og allra trúarbragða og lífsskoðana. Aukin samskipti við þróunarlönd. Sérstöðu Íslands í málefnum heimskautasvæða. Lýðræðislegar ákvarðanir um helstu samskipti við aðrar þjóðir.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar