Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Snærós Sindradóttir skrifar 24. október 2015 11:03 Frá fyrirspurnatíma forystusveitar Sjálfstæðisflokksins VÍSIR/Snærós Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hélt erindi sitt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú rúmlega tíu í morgun. Hún tók það sérstaklega fram að þrátt fyrir að hún léti af embætti sem varaformaður nú væri hún ekki á útleið úr stjórnmálunum. Þá minntist hún sérstaklega á eftirtektarverða fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur sem birist í aðdraganda fundarins. „Mér finnst ég vera í draumastarfinu og það eru engar dramatískar breytingar í undirbúningi á því í bráð. Ég vona innilega að þetta hryggi ekki suma skýrendur, sérfræðinga eða jafnvel sjáendur í málefnum Sjálfstæðisflokksins sem þegar hafa ráðstafað mér í flest embætti hér heima og jafnvel í fjarlægum löndum og gert því skóna, sá ég í einu tímariti nýlega, að ég væri á leið í ritstjórastól á Morgunblaðinu. Það gleymdist reyndar að telja það starf upp í annars aldeilis upplýsandi fréttaskýringu þess ágæta blaðs.“ Hanna Birna minntist ekki einu orði á ráðherratíð sína í Innanríkisráðuneytinu eða þá staðreynd að hún neyddist til að segja af sér embætti þegar fram kom að aðstoðarmaður hennar hefði lekið minnisblaði úr ráðuneytinu til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Hún ræddi aftur á móti brotthvarf sitt úr varaformannsstólnum. Hanna Birna var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga, snemma árs 2013. Þá tók hún við af Ólöfu Nordal, sem nú þegar hefur verið titluð varaformaður á skjá í Laugardalshöll, án þess að kosning hafi farið fram. „Og stundum er það svo kæru vinir að kaldir vindir hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerar hægri konur og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum velja að stíga til hliðar. Sú ákvörðun mín nú hefur ekkert með óbilandi trú mína á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins að gera. Hún hefur heldur ekkert að gera með þá miklu ástríðu sem ég hef fyrir verkefnunum framundan. Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga. Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Hanna Birna. Þá klykkti hún út með því að það væri samt ekki skuldbinding til eilífðar: „En trúið mér ég er í stjórnmálaum, ætla að starfa þar áfram og verð á þeim vettvangi áfram. En bara til að tryggja að þessu verði ekki snúið á hvolf þá felst í þessu ekki nein skuldbinding til eilífðar. En ég sit á þingi, nýt þess mjög og vona að ég hafi umboð til að gera það áfram.“ Hanna Birna tæpti á árangri Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og hugmyndum flokksins um frelsi, skattalækkanir og val einstaklingsins. Þá biðlaði hún til landsfundarins, líkt og Bjarni Benediktsson í ræðu sinni í gær, að tillaga sjálfstæðiskvenna um að auka hlut þeirra í störfum fyrir flokkinn yrði samþykkt. Vísir verður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins alla helgina. Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Fréttastofa Stöðvar 2 leit við á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2015 20:45 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hélt erindi sitt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú rúmlega tíu í morgun. Hún tók það sérstaklega fram að þrátt fyrir að hún léti af embætti sem varaformaður nú væri hún ekki á útleið úr stjórnmálunum. Þá minntist hún sérstaklega á eftirtektarverða fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur sem birist í aðdraganda fundarins. „Mér finnst ég vera í draumastarfinu og það eru engar dramatískar breytingar í undirbúningi á því í bráð. Ég vona innilega að þetta hryggi ekki suma skýrendur, sérfræðinga eða jafnvel sjáendur í málefnum Sjálfstæðisflokksins sem þegar hafa ráðstafað mér í flest embætti hér heima og jafnvel í fjarlægum löndum og gert því skóna, sá ég í einu tímariti nýlega, að ég væri á leið í ritstjórastól á Morgunblaðinu. Það gleymdist reyndar að telja það starf upp í annars aldeilis upplýsandi fréttaskýringu þess ágæta blaðs.“ Hanna Birna minntist ekki einu orði á ráðherratíð sína í Innanríkisráðuneytinu eða þá staðreynd að hún neyddist til að segja af sér embætti þegar fram kom að aðstoðarmaður hennar hefði lekið minnisblaði úr ráðuneytinu til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Hún ræddi aftur á móti brotthvarf sitt úr varaformannsstólnum. Hanna Birna var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga, snemma árs 2013. Þá tók hún við af Ólöfu Nordal, sem nú þegar hefur verið titluð varaformaður á skjá í Laugardalshöll, án þess að kosning hafi farið fram. „Og stundum er það svo kæru vinir að kaldir vindir hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerar hægri konur og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum velja að stíga til hliðar. Sú ákvörðun mín nú hefur ekkert með óbilandi trú mína á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins að gera. Hún hefur heldur ekkert að gera með þá miklu ástríðu sem ég hef fyrir verkefnunum framundan. Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga. Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Hanna Birna. Þá klykkti hún út með því að það væri samt ekki skuldbinding til eilífðar: „En trúið mér ég er í stjórnmálaum, ætla að starfa þar áfram og verð á þeim vettvangi áfram. En bara til að tryggja að þessu verði ekki snúið á hvolf þá felst í þessu ekki nein skuldbinding til eilífðar. En ég sit á þingi, nýt þess mjög og vona að ég hafi umboð til að gera það áfram.“ Hanna Birna tæpti á árangri Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og hugmyndum flokksins um frelsi, skattalækkanir og val einstaklingsins. Þá biðlaði hún til landsfundarins, líkt og Bjarni Benediktsson í ræðu sinni í gær, að tillaga sjálfstæðiskvenna um að auka hlut þeirra í störfum fyrir flokkinn yrði samþykkt. Vísir verður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins alla helgina.
Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Fréttastofa Stöðvar 2 leit við á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2015 20:45 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00
Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28
Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Fréttastofa Stöðvar 2 leit við á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2015 20:45