Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Snærós Sindradóttir skrifar 24. október 2015 11:03 Frá fyrirspurnatíma forystusveitar Sjálfstæðisflokksins VÍSIR/Snærós Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hélt erindi sitt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú rúmlega tíu í morgun. Hún tók það sérstaklega fram að þrátt fyrir að hún léti af embætti sem varaformaður nú væri hún ekki á útleið úr stjórnmálunum. Þá minntist hún sérstaklega á eftirtektarverða fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur sem birist í aðdraganda fundarins. „Mér finnst ég vera í draumastarfinu og það eru engar dramatískar breytingar í undirbúningi á því í bráð. Ég vona innilega að þetta hryggi ekki suma skýrendur, sérfræðinga eða jafnvel sjáendur í málefnum Sjálfstæðisflokksins sem þegar hafa ráðstafað mér í flest embætti hér heima og jafnvel í fjarlægum löndum og gert því skóna, sá ég í einu tímariti nýlega, að ég væri á leið í ritstjórastól á Morgunblaðinu. Það gleymdist reyndar að telja það starf upp í annars aldeilis upplýsandi fréttaskýringu þess ágæta blaðs.“ Hanna Birna minntist ekki einu orði á ráðherratíð sína í Innanríkisráðuneytinu eða þá staðreynd að hún neyddist til að segja af sér embætti þegar fram kom að aðstoðarmaður hennar hefði lekið minnisblaði úr ráðuneytinu til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Hún ræddi aftur á móti brotthvarf sitt úr varaformannsstólnum. Hanna Birna var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga, snemma árs 2013. Þá tók hún við af Ólöfu Nordal, sem nú þegar hefur verið titluð varaformaður á skjá í Laugardalshöll, án þess að kosning hafi farið fram. „Og stundum er það svo kæru vinir að kaldir vindir hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerar hægri konur og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum velja að stíga til hliðar. Sú ákvörðun mín nú hefur ekkert með óbilandi trú mína á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins að gera. Hún hefur heldur ekkert að gera með þá miklu ástríðu sem ég hef fyrir verkefnunum framundan. Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga. Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Hanna Birna. Þá klykkti hún út með því að það væri samt ekki skuldbinding til eilífðar: „En trúið mér ég er í stjórnmálaum, ætla að starfa þar áfram og verð á þeim vettvangi áfram. En bara til að tryggja að þessu verði ekki snúið á hvolf þá felst í þessu ekki nein skuldbinding til eilífðar. En ég sit á þingi, nýt þess mjög og vona að ég hafi umboð til að gera það áfram.“ Hanna Birna tæpti á árangri Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og hugmyndum flokksins um frelsi, skattalækkanir og val einstaklingsins. Þá biðlaði hún til landsfundarins, líkt og Bjarni Benediktsson í ræðu sinni í gær, að tillaga sjálfstæðiskvenna um að auka hlut þeirra í störfum fyrir flokkinn yrði samþykkt. Vísir verður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins alla helgina. Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Fréttastofa Stöðvar 2 leit við á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2015 20:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hélt erindi sitt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú rúmlega tíu í morgun. Hún tók það sérstaklega fram að þrátt fyrir að hún léti af embætti sem varaformaður nú væri hún ekki á útleið úr stjórnmálunum. Þá minntist hún sérstaklega á eftirtektarverða fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur sem birist í aðdraganda fundarins. „Mér finnst ég vera í draumastarfinu og það eru engar dramatískar breytingar í undirbúningi á því í bráð. Ég vona innilega að þetta hryggi ekki suma skýrendur, sérfræðinga eða jafnvel sjáendur í málefnum Sjálfstæðisflokksins sem þegar hafa ráðstafað mér í flest embætti hér heima og jafnvel í fjarlægum löndum og gert því skóna, sá ég í einu tímariti nýlega, að ég væri á leið í ritstjórastól á Morgunblaðinu. Það gleymdist reyndar að telja það starf upp í annars aldeilis upplýsandi fréttaskýringu þess ágæta blaðs.“ Hanna Birna minntist ekki einu orði á ráðherratíð sína í Innanríkisráðuneytinu eða þá staðreynd að hún neyddist til að segja af sér embætti þegar fram kom að aðstoðarmaður hennar hefði lekið minnisblaði úr ráðuneytinu til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Hún ræddi aftur á móti brotthvarf sitt úr varaformannsstólnum. Hanna Birna var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga, snemma árs 2013. Þá tók hún við af Ólöfu Nordal, sem nú þegar hefur verið titluð varaformaður á skjá í Laugardalshöll, án þess að kosning hafi farið fram. „Og stundum er það svo kæru vinir að kaldir vindir hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerar hægri konur og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum velja að stíga til hliðar. Sú ákvörðun mín nú hefur ekkert með óbilandi trú mína á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins að gera. Hún hefur heldur ekkert að gera með þá miklu ástríðu sem ég hef fyrir verkefnunum framundan. Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga. Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Hanna Birna. Þá klykkti hún út með því að það væri samt ekki skuldbinding til eilífðar: „En trúið mér ég er í stjórnmálaum, ætla að starfa þar áfram og verð á þeim vettvangi áfram. En bara til að tryggja að þessu verði ekki snúið á hvolf þá felst í þessu ekki nein skuldbinding til eilífðar. En ég sit á þingi, nýt þess mjög og vona að ég hafi umboð til að gera það áfram.“ Hanna Birna tæpti á árangri Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og hugmyndum flokksins um frelsi, skattalækkanir og val einstaklingsins. Þá biðlaði hún til landsfundarins, líkt og Bjarni Benediktsson í ræðu sinni í gær, að tillaga sjálfstæðiskvenna um að auka hlut þeirra í störfum fyrir flokkinn yrði samþykkt. Vísir verður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins alla helgina.
Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Fréttastofa Stöðvar 2 leit við á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2015 20:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00
Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28
Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Fréttastofa Stöðvar 2 leit við á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2015 20:45