311 hafa látið lífið vegna jarðskjálftans 27. október 2015 08:04 Skemmdir vegna jarðskjálftans eru víða miklar. Vísir/EPA Björgunarstörf eru nú í fullum gangi í Afganistan og í Pakistan eftir að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gærmorgun. Að minnsta kosti 311 eru látnir og allt að tvöþúsund slasaðir. Vitað er til þess að 237 séu látnir í Pakistan og 74 í Afganistan og 2.500 heimili eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Björgunarsveitir eru nú enn á leið til afskekktra fjallahéraða þar sem enn er óljóst hver áhrif skjálftans hafa verið. Ekki er búist við að þeir komist á svæðið fyrr en síðar í dag. Skriður og lokaðir vegir gera björgunarmönnum erfitt fyrir. Skjálftinn, sem mældist sjö komma fimm stig, varð á miklu dýpi þannig að áhrif hans voru minni en ella hefði orðið. Á meðal hinna látnu eru tólf skólastúlkur sem tróðust undir þegar skelfing greip um sig í skólanum þeirra í Takhar héraði í Afganistan.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP frá því í gærkvöldi. Fregnir hafa borist af því að fólk á svæðinu hafi sofið undir berum himni í nótt í miklum kulda. Forseti Afganistan biðlaði til íbúa að hjálpa til við björgunarstörf. Ríkisstjóri Badakhshan héraðs segir matvæli og aðrar nauðsynjavörur tilbúnar til flutnings til bágt staddra, en að koma þeim þangað sé ekki auðvelt. Talibanar ráða yfir hlutum héraðsins. Indverjar, Íran og her Bandaríkjanna í Afganistan hafa boðið fram aðstoð sína, en ekki hefur verið farið fram á hana enn. Árið 2005 létust rúmlega 75 þúsund manns í kjölfar 7,6 stigs jarðskjálfta á milli Indlands og Pakistan og fyrr á þessu ári létust um níu þúsund manns í Nepal.Upptök skjálftans voru á rúmlega 200 kílómetra dýpi í Hindu Kush fjöllunum. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti í Afganistan Skjálftinn er um 7,5 stig og fannst einnig í Indlandi og Pakistan. 26. október 2015 09:52 Fara ekki til Afganistans af öryggisástæðum Minnst 200 manns létust í jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er tilbúin til að aðstoða á þeim svæðum sem talin eru örugg. 27. október 2015 06:00 Tólf skólastúlkur fórust í troðningi Minnst tólf létu lífið í skóla í Afganistan þegar nemendur reyndu að komast út úr skólanum af ótta við jarðskjálfta. 26. október 2015 11:30 Fjöldi látinna kominn í 180 Samgöngur eru erfiðar á þeim svæðum þar sem skjálftinn var sterkastur og samskiptakerfi eru víða illa farin. 26. október 2015 14:51 Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin til taks vegna jarðskjálftans í Afganistan Sveitin er í viðbraðgsstöðu og reiðubúinn til þess að halda út berist neyðarkall. 26. október 2015 17:08 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Björgunarstörf eru nú í fullum gangi í Afganistan og í Pakistan eftir að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gærmorgun. Að minnsta kosti 311 eru látnir og allt að tvöþúsund slasaðir. Vitað er til þess að 237 séu látnir í Pakistan og 74 í Afganistan og 2.500 heimili eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Björgunarsveitir eru nú enn á leið til afskekktra fjallahéraða þar sem enn er óljóst hver áhrif skjálftans hafa verið. Ekki er búist við að þeir komist á svæðið fyrr en síðar í dag. Skriður og lokaðir vegir gera björgunarmönnum erfitt fyrir. Skjálftinn, sem mældist sjö komma fimm stig, varð á miklu dýpi þannig að áhrif hans voru minni en ella hefði orðið. Á meðal hinna látnu eru tólf skólastúlkur sem tróðust undir þegar skelfing greip um sig í skólanum þeirra í Takhar héraði í Afganistan.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP frá því í gærkvöldi. Fregnir hafa borist af því að fólk á svæðinu hafi sofið undir berum himni í nótt í miklum kulda. Forseti Afganistan biðlaði til íbúa að hjálpa til við björgunarstörf. Ríkisstjóri Badakhshan héraðs segir matvæli og aðrar nauðsynjavörur tilbúnar til flutnings til bágt staddra, en að koma þeim þangað sé ekki auðvelt. Talibanar ráða yfir hlutum héraðsins. Indverjar, Íran og her Bandaríkjanna í Afganistan hafa boðið fram aðstoð sína, en ekki hefur verið farið fram á hana enn. Árið 2005 létust rúmlega 75 þúsund manns í kjölfar 7,6 stigs jarðskjálfta á milli Indlands og Pakistan og fyrr á þessu ári létust um níu þúsund manns í Nepal.Upptök skjálftans voru á rúmlega 200 kílómetra dýpi í Hindu Kush fjöllunum.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti í Afganistan Skjálftinn er um 7,5 stig og fannst einnig í Indlandi og Pakistan. 26. október 2015 09:52 Fara ekki til Afganistans af öryggisástæðum Minnst 200 manns létust í jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er tilbúin til að aðstoða á þeim svæðum sem talin eru örugg. 27. október 2015 06:00 Tólf skólastúlkur fórust í troðningi Minnst tólf létu lífið í skóla í Afganistan þegar nemendur reyndu að komast út úr skólanum af ótta við jarðskjálfta. 26. október 2015 11:30 Fjöldi látinna kominn í 180 Samgöngur eru erfiðar á þeim svæðum þar sem skjálftinn var sterkastur og samskiptakerfi eru víða illa farin. 26. október 2015 14:51 Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin til taks vegna jarðskjálftans í Afganistan Sveitin er í viðbraðgsstöðu og reiðubúinn til þess að halda út berist neyðarkall. 26. október 2015 17:08 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Stór jarðskjálfti í Afganistan Skjálftinn er um 7,5 stig og fannst einnig í Indlandi og Pakistan. 26. október 2015 09:52
Fara ekki til Afganistans af öryggisástæðum Minnst 200 manns létust í jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er tilbúin til að aðstoða á þeim svæðum sem talin eru örugg. 27. október 2015 06:00
Tólf skólastúlkur fórust í troðningi Minnst tólf létu lífið í skóla í Afganistan þegar nemendur reyndu að komast út úr skólanum af ótta við jarðskjálfta. 26. október 2015 11:30
Fjöldi látinna kominn í 180 Samgöngur eru erfiðar á þeim svæðum þar sem skjálftinn var sterkastur og samskiptakerfi eru víða illa farin. 26. október 2015 14:51
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin til taks vegna jarðskjálftans í Afganistan Sveitin er í viðbraðgsstöðu og reiðubúinn til þess að halda út berist neyðarkall. 26. október 2015 17:08