Trúa því að Messi sé mættur í Kaplakrika en svo eru handboltamenn latir og ekki í formi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2015 13:30 Arnar Gunnarson er þjálfari Fjölnis í 1. deild karla. vísir/ernir Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis í 1. deild karla í handbolta, var í áhugaverðu spjalli í Sportþættinum á útvarpi Suðurlands eftir sigur á Mílunni í gærkvöldi. Þar ræddi hann sigur sinna manna, sem voru hársbreidd frá því að komast upp í efstu deild í vor, en einnig stöðu handboltans á Íslandi. Arnar er ósáttur hversu mikið handboltahreyfingin tekur þátt í að tala sína eigin íþrótt niður á meðan fótboltinn og karfan upphefja sitt sport til skýjanna. „Það er einhver mýta að handboltamenn séu latir og ekki í formi. Maður getur alveg bent á ýmsa aðra leikmenn í ýmsum öðrum greinum. Það er eins og það sé eitthvað skotleyfi á handboltamenn. Ég fatta þetta ekki alveg,“ segir Arnar sem er sammála því að neikvæð umræða er í gangi um handboltann í þjóðfélaginu. „Handboltafólk er oft ekkert skárra þar. Mér finnst nefnilega karfan og fótboltinn gera þetta vel. Þau tala jákvætt um sínar íþróttir. Þó eru gæði Pepsi-deildarinnar og Dominos-deildarinnar ekkert meiri en í Olís-deildinni í handbolta,“ segir hann. „Þeir tala þetta upp þannig fólk er farið að trúa því að Messi sé mættur í kaplakrika. Það bara virkar. Þetta er vel gert hjá þeim.“ Gaupi: Heimir Óli er þjakaður af letiArnar var hársbreidd frá því að koma Fjölni upp í Olís-deildina eftir spennandi 3-2 einvígi við Víking.vísir/ernirEkki sjálfgefið að vera á öllum stórmótum Arnar hefur óbilandi trú á handboltanum og finnst hann hafa margt upp á að bjóða. Nú eru til dæmis mikið af strákunum úr U19-bronsliðinu frá því á HM í sumar að spila í Olís-deildinni. „Mér finnst handboltinn hafa margt að selja. Deildin er mjög skemmtileg og jöfn. Ef Akureyri vinnur Aftureldingu í næstu umferð eru jafnvel tvö stig frá fjórða sæti niður í níunda sem er mjög skemmtilegt,“ segir Arnar. „Mér finnst að það þurfi að tala hlutina upp. Það er orðið sjálfgefið til dæmis að karlaliðið okkar komist á stórmót. Það er ekkert merkilegt lengur og varla „hæpað“ í fjölmiðlum.“ „Auðvitað er það eðlilegt þegar karfan og fótboltinn komast í fyrsta skipti. En það að handboltalandsliðið sé nánast á öllum stórmótum er fjarri því sjálfgefið og auðvelt. Við erum að gera mjög góða hluti þarna.“ „Þetta þarf að tala upp og kannski erum við sjálf farin að halda að við eigum bara að vera þarna. Svo er ekki,“ segir Arnar Gunnarsson. Hér að neðan má heyra viðtalið í heild sinni. Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis í 1. deild karla í handbolta, var í áhugaverðu spjalli í Sportþættinum á útvarpi Suðurlands eftir sigur á Mílunni í gærkvöldi. Þar ræddi hann sigur sinna manna, sem voru hársbreidd frá því að komast upp í efstu deild í vor, en einnig stöðu handboltans á Íslandi. Arnar er ósáttur hversu mikið handboltahreyfingin tekur þátt í að tala sína eigin íþrótt niður á meðan fótboltinn og karfan upphefja sitt sport til skýjanna. „Það er einhver mýta að handboltamenn séu latir og ekki í formi. Maður getur alveg bent á ýmsa aðra leikmenn í ýmsum öðrum greinum. Það er eins og það sé eitthvað skotleyfi á handboltamenn. Ég fatta þetta ekki alveg,“ segir Arnar sem er sammála því að neikvæð umræða er í gangi um handboltann í þjóðfélaginu. „Handboltafólk er oft ekkert skárra þar. Mér finnst nefnilega karfan og fótboltinn gera þetta vel. Þau tala jákvætt um sínar íþróttir. Þó eru gæði Pepsi-deildarinnar og Dominos-deildarinnar ekkert meiri en í Olís-deildinni í handbolta,“ segir hann. „Þeir tala þetta upp þannig fólk er farið að trúa því að Messi sé mættur í kaplakrika. Það bara virkar. Þetta er vel gert hjá þeim.“ Gaupi: Heimir Óli er þjakaður af letiArnar var hársbreidd frá því að koma Fjölni upp í Olís-deildina eftir spennandi 3-2 einvígi við Víking.vísir/ernirEkki sjálfgefið að vera á öllum stórmótum Arnar hefur óbilandi trú á handboltanum og finnst hann hafa margt upp á að bjóða. Nú eru til dæmis mikið af strákunum úr U19-bronsliðinu frá því á HM í sumar að spila í Olís-deildinni. „Mér finnst handboltinn hafa margt að selja. Deildin er mjög skemmtileg og jöfn. Ef Akureyri vinnur Aftureldingu í næstu umferð eru jafnvel tvö stig frá fjórða sæti niður í níunda sem er mjög skemmtilegt,“ segir Arnar. „Mér finnst að það þurfi að tala hlutina upp. Það er orðið sjálfgefið til dæmis að karlaliðið okkar komist á stórmót. Það er ekkert merkilegt lengur og varla „hæpað“ í fjölmiðlum.“ „Auðvitað er það eðlilegt þegar karfan og fótboltinn komast í fyrsta skipti. En það að handboltalandsliðið sé nánast á öllum stórmótum er fjarri því sjálfgefið og auðvelt. Við erum að gera mjög góða hluti þarna.“ „Þetta þarf að tala upp og kannski erum við sjálf farin að halda að við eigum bara að vera þarna. Svo er ekki,“ segir Arnar Gunnarsson. Hér að neðan má heyra viðtalið í heild sinni.
Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira