Hjálpaði lögreglu en fékk þyngsta dóm sögunnar Snærós Sindradóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 14. október 2015 07:00 Mirjam Foekje van Twuijver er hollenskt burðardýr. Hún hefur átt erfiða ævi, leiddist út í vændi og skuldar háar fjárhæðir. mynd/stöð 2 Dómurinn yfir hinni 46 ára gömlu Mirjam Foekje van Twuijver hefur vakið verðskuldaða athygli. Um er að ræða þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi, fari svo að Hæstiréttur staðfesti hann. Tekin hefur verið ákvörðun um að áfrýja dómnum. Mirjam og sautján ára dóttir hennar fluttu inn tuttugu kíló af fíkniefnum frá Hollandi. Í tösku Mirjam fundust rúm níu kíló af amfetamíni en í tösku dóttur hennar voru tíu kíló af MDMA. Hún sagði við skýrslutöku fyrir dómi að hún hefði tekið skýrt fram við tengiliði sína að engin fíkniefni mættu vera í tösku dóttur hennar. Þegar þær mæðgur fengu töskurnar afhentar á flugvellinum hefði hún treyst því að aðeins væru fíkniefni í ferðatösku sinni og að um tvö til þrjú kíló væri að ræða. Þegar Mirjam var sagt að það hefðu verið fíkniefni í tösku dóttur hennar líka varð hún samvinnuþýð við lögregluna. Við lögreglu og fyrir dómi nefndi hún það fólk sem flækti hana inn í málið til að byrja með. Hún hefði farið í tvær ferðir hingað til lands áður með manni að nafni Jeroen Bol en í fyrra skiptið ekki vitað að hann hefði fíkniefni með í för. Þá hefðu Nikki og Jeroen Knip beðið hana að fara í ferðina. Þau sáu um að pakka fyrir hana eiturlyfjunum og fötum auk þess sem þau lögðu út fyrir flugmiðunum. Mirjam tók jafnframt þátt í tálbeituaðgerð sem varð til þess að seinni sakborningurinn, Atli Freyr Fjölnisson, 27 ára gamall maður, var handtekinn og ákærður. Afar sjaldgæft er að burðardýr séu samvinnuþýð við lögreglu og fáheyrt að þau nefni tengiliði sína á nafn. Í dómnum segir að það vegi henni til refsilækkunar en á móti vegi einbeittur ásetningur hennar til refsiþyngingar. Refsiramminn var því næstum fullnýttur og Mirjam dæmd í ellefu ára fangelsi.Jóhannes Árnason lögmaður„Raunverulega má segja að þumalputtareglan sé sú að þegar þú aðstoðar lögregluna, sem leiðir til handtöku, máttu eiga von á að fá einn þriðja af dómnum felldan niður,“ segir Jóhannes Árnason, verjandi Mirjam. En er hægt að tryggja það að sakborningur fái lægri dóm fyrir að hjálpa lögreglunni? „Nei, augljóslega ekki. Ef þetta verður niðurstaðan í Hæstarétti og í næstu málum fyrir héraði er varla hægt að ímynda sér hvernig lögreglunni mun ganga að upplýsa mál. Fyrir mína parta lít ég á að þetta sé ekki einungis á ábyrgð dómarans heldur líka ákæruvaldsins og lögreglunnar að passa ekki betur upp á að viðkomandi fái sanngjarna meðferð eftir að lögreglan hafði notið góðs af frásögn þeirra,“ segir Jóhannes. „Þetta eru lægst settu aðilarnir í málunum og það er til mikils að vinna ef þú færð þá til að vera samvinnuþýða. En það er augljóst að það borgar sig ekki ef þetta verður það sem framtíðin ber í skauti sér.“Jóhannes segir að vörn Mirjam muni áfram byggjast á því að hún eigi ekki að bera ábyrgð á tösku dóttur sinnar. Hún hafi ekki vitað af efnunum í töskunni. „Ég held að dómarinn meti það til refsiþyngingar að hún hafi áður komið til landsins með fíkniefni en það er ekki hluti af þessu máli. Það er ekki verið að ákæra fyrir það. Dómurinn er of þungur og miklu þyngri en ég hafði reiknað með,“ segir Jóhannes. „Ef það eru uppi einhver álitamál um hvort lagaramminn sé réttur þá verðum við að endurskoða það,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, um refsistefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum.Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata.vísir/vilhelmHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir með Unni Brá um að endurskoða þurfi refsirammann og segir mikinn hljómgrunn fyrir því. Ramminn refsi frekar fórnarlömbum fíkniefnabrota og einkennist af dómhörku og óðagoti. „Mér þykir það alveg einsýnt,“ segir hann. „Löggjafinn hefur tekið þá ákvörðun að refsa mjög þungt fyrir það að smygla ólöglegum vímuefnum til landsins og það er meðvituð ákvörðun og ætti ekki að koma neinum á óvart. Þetta er það sem Alþingi og að veigamiklum hluta samfélagið líka, því miður, ákvað að gera til að sporna við vímuefnaneyslu.“Rætt var við Mirjam í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Dómurinn yfir hinni 46 ára gömlu Mirjam Foekje van Twuijver hefur vakið verðskuldaða athygli. Um er að ræða þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi, fari svo að Hæstiréttur staðfesti hann. Tekin hefur verið ákvörðun um að áfrýja dómnum. Mirjam og sautján ára dóttir hennar fluttu inn tuttugu kíló af fíkniefnum frá Hollandi. Í tösku Mirjam fundust rúm níu kíló af amfetamíni en í tösku dóttur hennar voru tíu kíló af MDMA. Hún sagði við skýrslutöku fyrir dómi að hún hefði tekið skýrt fram við tengiliði sína að engin fíkniefni mættu vera í tösku dóttur hennar. Þegar þær mæðgur fengu töskurnar afhentar á flugvellinum hefði hún treyst því að aðeins væru fíkniefni í ferðatösku sinni og að um tvö til þrjú kíló væri að ræða. Þegar Mirjam var sagt að það hefðu verið fíkniefni í tösku dóttur hennar líka varð hún samvinnuþýð við lögregluna. Við lögreglu og fyrir dómi nefndi hún það fólk sem flækti hana inn í málið til að byrja með. Hún hefði farið í tvær ferðir hingað til lands áður með manni að nafni Jeroen Bol en í fyrra skiptið ekki vitað að hann hefði fíkniefni með í för. Þá hefðu Nikki og Jeroen Knip beðið hana að fara í ferðina. Þau sáu um að pakka fyrir hana eiturlyfjunum og fötum auk þess sem þau lögðu út fyrir flugmiðunum. Mirjam tók jafnframt þátt í tálbeituaðgerð sem varð til þess að seinni sakborningurinn, Atli Freyr Fjölnisson, 27 ára gamall maður, var handtekinn og ákærður. Afar sjaldgæft er að burðardýr séu samvinnuþýð við lögreglu og fáheyrt að þau nefni tengiliði sína á nafn. Í dómnum segir að það vegi henni til refsilækkunar en á móti vegi einbeittur ásetningur hennar til refsiþyngingar. Refsiramminn var því næstum fullnýttur og Mirjam dæmd í ellefu ára fangelsi.Jóhannes Árnason lögmaður„Raunverulega má segja að þumalputtareglan sé sú að þegar þú aðstoðar lögregluna, sem leiðir til handtöku, máttu eiga von á að fá einn þriðja af dómnum felldan niður,“ segir Jóhannes Árnason, verjandi Mirjam. En er hægt að tryggja það að sakborningur fái lægri dóm fyrir að hjálpa lögreglunni? „Nei, augljóslega ekki. Ef þetta verður niðurstaðan í Hæstarétti og í næstu málum fyrir héraði er varla hægt að ímynda sér hvernig lögreglunni mun ganga að upplýsa mál. Fyrir mína parta lít ég á að þetta sé ekki einungis á ábyrgð dómarans heldur líka ákæruvaldsins og lögreglunnar að passa ekki betur upp á að viðkomandi fái sanngjarna meðferð eftir að lögreglan hafði notið góðs af frásögn þeirra,“ segir Jóhannes. „Þetta eru lægst settu aðilarnir í málunum og það er til mikils að vinna ef þú færð þá til að vera samvinnuþýða. En það er augljóst að það borgar sig ekki ef þetta verður það sem framtíðin ber í skauti sér.“Jóhannes segir að vörn Mirjam muni áfram byggjast á því að hún eigi ekki að bera ábyrgð á tösku dóttur sinnar. Hún hafi ekki vitað af efnunum í töskunni. „Ég held að dómarinn meti það til refsiþyngingar að hún hafi áður komið til landsins með fíkniefni en það er ekki hluti af þessu máli. Það er ekki verið að ákæra fyrir það. Dómurinn er of þungur og miklu þyngri en ég hafði reiknað með,“ segir Jóhannes. „Ef það eru uppi einhver álitamál um hvort lagaramminn sé réttur þá verðum við að endurskoða það,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, um refsistefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum.Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata.vísir/vilhelmHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir með Unni Brá um að endurskoða þurfi refsirammann og segir mikinn hljómgrunn fyrir því. Ramminn refsi frekar fórnarlömbum fíkniefnabrota og einkennist af dómhörku og óðagoti. „Mér þykir það alveg einsýnt,“ segir hann. „Löggjafinn hefur tekið þá ákvörðun að refsa mjög þungt fyrir það að smygla ólöglegum vímuefnum til landsins og það er meðvituð ákvörðun og ætti ekki að koma neinum á óvart. Þetta er það sem Alþingi og að veigamiklum hluta samfélagið líka, því miður, ákvað að gera til að sporna við vímuefnaneyslu.“Rætt var við Mirjam í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, líkt og sjá má hér fyrir neðan.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira