Umfjöllun og viðtöl: Grude Autoherc - Fram 22-38 | Framkonur einfaldlega mun sterkari Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. október 2015 21:15 Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram. vísir/stefán Framkonur gengu langt með að bóka sæti sitt í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta í kvöld með sextán marka sigri á Grude Autoherc. Seinni leikur liðanna fer fram annað kvöld en það þarf eitthvað kraftaverk til þess að Fram fari ekki áfram í næstu umferð. Leikmenn Fram runnu nokkuð blint í sjóinn í þessari viðureign en lítið var vitað um bosníska liðið fyrir leikina. Þær höfðu byrjað tímabilið af krafti í bosnísku deildinni og unnu sannfærandi sigur á liði frá Lúxemborg í fyrstu umferð EHF bikarsins. Fara báðir leikirnir fram í Safamýrinni en bosníska liðið var heimaliðið í kvöld og Fram verður heimaliðið annað kvöld. Það sást strax á fyrstu mínútunum í hvað stefndi en sóknarleikur Grude Autoherc var hreint út sagt lélegur, boltameðferðin slök og köstuðu þær boltanum sífellt frá sér. Þá vörðu markmenn liðsins vart skot í fyrri hálfleik. Framkonur nýttu sér þetta eftir því sem leið á leikinn og tóku tólf marka forskot inn í hálfleik, 21-9. Bosníska liðið átti ágætis rispu í seinni hálfleik þegar þeim tókst að minnka forskotið aftur niður í tíu mörk en eftir leikhlé Stefáns Arnarssonar, þjálfara Fram, settu leikmenn liðsins aftur í gír og gerðu út um leikinn. Lauk leiknum með sextán marka sigri Fram, 38-22, og var sigur liðsins í raun aldrei í hættu frá fyrstu mínútum leiksins. Fram er einfaldlega með töluvert sterkara lið og ætti Stefán að geta dreift álaginu vel líkt og hann gerði í kvöld í seinni leik liðanna í Safamýrinni annað kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.00. Ragnheiður Júlíusdóttir var atkvæðamest í liði Fram með átta mörk en Hildur Þorgeirsdóttir bætti við sjö mörkum. Í markinu var Guðrún Ósk Maríasdóttir með 41% markvörslu.Elísabet: Þetta verður formsatriði á morgun „Þetta er ekki búið en það er auðvitað léttir að við höfum unnið hann. Við verðum hinsvegar að vera tilbúnar í leikinn á morgun,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram, sátt að leik loknum í kvöld. „Það er oft þannig í Evrópukeppnum að liðin mæta oft allt öðruvísi stemmdar milli daga en það verður formsatriði fyrir okkur að klára þetta á morgun. Við megum hinsvegar ekki koma værukærar til leiksins á morgun.“ Elísabet sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði verið sérstakur en Fram vissi lítið um mótherjann fyrir leikinn. „Þetta var mjög skrýtið, við gátum eiginlega ekki undirbúið okkur fyrir þetta lið. Við þurftum bara að undirbúa okkur og vita hvað við ætluðum að gera. Þær litu vel út á æfingunum sem við sáum en þetta er allt annað í leikjum,“ sagði Elísabet sem var ánægð með spilamennsku liðsins í 55 mínútur. „Við vorum að spila vel og við höfum verið að spila mun betur í síðustu leikjum. Við vitum betur hvað þarf að gera og getum jafnvel gert enn betur í grunnatriðum handboltans sem við vorum aðeins að klikka á í leiknum.“Stefán: Í góðum liðum þurfa leikmenn að berjast fyrir mínútum „Já, við vissum ekki hvað við værum að fara út í og við náðum að vinna leikinn með flottri spilamennsku,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, aðspurður hvort úrslitin hefðu verið betri en hann þorði að vona fyrir leikinn. „Maður vissi lítið um styrkleika andstæðingsins en eftir að þær jöfnuðu í 6-6 náðum við sex mörkum í röð og þá sást getumunurinn á liðunum,“ sagði Stefán sem sagði að það hefði verið erfiðara en oft áður að undirbúa liðið fyrir leikinn. „Það tók okkur smá tíma að lesa þær en eftir að okkur tókst að gera það varð spilamennskan mun betri. Þær komu aðeins með tólf leikmenn og við vorum með sextán og fyrir vikið reyndum við að spila hratt.“ Stefán gat gefið öllum leikmönnum liðsins mínútur enda sigurinn löngu í höfn um miðbik seinni hálfleiks. „Við gerðum marga góða hluti í dag og liðið lék heilt yfir vel. Það eru leikmenn í hópnum sem vilja spila meira en þær fengu fleiri mínútur í dag og þannig er það í góðum liðum. Leikmenn þurfa að berjast fyrir mínútunum.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Framkonur gengu langt með að bóka sæti sitt í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta í kvöld með sextán marka sigri á Grude Autoherc. Seinni leikur liðanna fer fram annað kvöld en það þarf eitthvað kraftaverk til þess að Fram fari ekki áfram í næstu umferð. Leikmenn Fram runnu nokkuð blint í sjóinn í þessari viðureign en lítið var vitað um bosníska liðið fyrir leikina. Þær höfðu byrjað tímabilið af krafti í bosnísku deildinni og unnu sannfærandi sigur á liði frá Lúxemborg í fyrstu umferð EHF bikarsins. Fara báðir leikirnir fram í Safamýrinni en bosníska liðið var heimaliðið í kvöld og Fram verður heimaliðið annað kvöld. Það sást strax á fyrstu mínútunum í hvað stefndi en sóknarleikur Grude Autoherc var hreint út sagt lélegur, boltameðferðin slök og köstuðu þær boltanum sífellt frá sér. Þá vörðu markmenn liðsins vart skot í fyrri hálfleik. Framkonur nýttu sér þetta eftir því sem leið á leikinn og tóku tólf marka forskot inn í hálfleik, 21-9. Bosníska liðið átti ágætis rispu í seinni hálfleik þegar þeim tókst að minnka forskotið aftur niður í tíu mörk en eftir leikhlé Stefáns Arnarssonar, þjálfara Fram, settu leikmenn liðsins aftur í gír og gerðu út um leikinn. Lauk leiknum með sextán marka sigri Fram, 38-22, og var sigur liðsins í raun aldrei í hættu frá fyrstu mínútum leiksins. Fram er einfaldlega með töluvert sterkara lið og ætti Stefán að geta dreift álaginu vel líkt og hann gerði í kvöld í seinni leik liðanna í Safamýrinni annað kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.00. Ragnheiður Júlíusdóttir var atkvæðamest í liði Fram með átta mörk en Hildur Þorgeirsdóttir bætti við sjö mörkum. Í markinu var Guðrún Ósk Maríasdóttir með 41% markvörslu.Elísabet: Þetta verður formsatriði á morgun „Þetta er ekki búið en það er auðvitað léttir að við höfum unnið hann. Við verðum hinsvegar að vera tilbúnar í leikinn á morgun,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram, sátt að leik loknum í kvöld. „Það er oft þannig í Evrópukeppnum að liðin mæta oft allt öðruvísi stemmdar milli daga en það verður formsatriði fyrir okkur að klára þetta á morgun. Við megum hinsvegar ekki koma værukærar til leiksins á morgun.“ Elísabet sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði verið sérstakur en Fram vissi lítið um mótherjann fyrir leikinn. „Þetta var mjög skrýtið, við gátum eiginlega ekki undirbúið okkur fyrir þetta lið. Við þurftum bara að undirbúa okkur og vita hvað við ætluðum að gera. Þær litu vel út á æfingunum sem við sáum en þetta er allt annað í leikjum,“ sagði Elísabet sem var ánægð með spilamennsku liðsins í 55 mínútur. „Við vorum að spila vel og við höfum verið að spila mun betur í síðustu leikjum. Við vitum betur hvað þarf að gera og getum jafnvel gert enn betur í grunnatriðum handboltans sem við vorum aðeins að klikka á í leiknum.“Stefán: Í góðum liðum þurfa leikmenn að berjast fyrir mínútum „Já, við vissum ekki hvað við værum að fara út í og við náðum að vinna leikinn með flottri spilamennsku,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, aðspurður hvort úrslitin hefðu verið betri en hann þorði að vona fyrir leikinn. „Maður vissi lítið um styrkleika andstæðingsins en eftir að þær jöfnuðu í 6-6 náðum við sex mörkum í röð og þá sást getumunurinn á liðunum,“ sagði Stefán sem sagði að það hefði verið erfiðara en oft áður að undirbúa liðið fyrir leikinn. „Það tók okkur smá tíma að lesa þær en eftir að okkur tókst að gera það varð spilamennskan mun betri. Þær komu aðeins með tólf leikmenn og við vorum með sextán og fyrir vikið reyndum við að spila hratt.“ Stefán gat gefið öllum leikmönnum liðsins mínútur enda sigurinn löngu í höfn um miðbik seinni hálfleiks. „Við gerðum marga góða hluti í dag og liðið lék heilt yfir vel. Það eru leikmenn í hópnum sem vilja spila meira en þær fengu fleiri mínútur í dag og þannig er það í góðum liðum. Leikmenn þurfa að berjast fyrir mínútunum.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira