Segir ekki koma til greina að skattgreiðendur borgi fyrir skussana Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. október 2015 12:05 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Andri Marinó Formaður Samfylkingarinnar segir ekki koma til greina að skattgreiðendur taki þátt í kostnaði við að bæta aðstöðu hjá svínaræktendum, líkt og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hljóti að koma til álita. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.vísir/stefánSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við RÚV, sem birti myndir úr skýrslu Matvælastofnunar, sem sýnir slæman aðbúnað svína, að til álita komi að veita svínabúum stofnstyrki til framkvæmda til að laga aðstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur fráleitt að íslenska ríkið taki þátt í kostnaðinum. „Þetta er auðvitað bara eitt dæmi af mjög mörgum um að það skortir alveg áþreifanlega rétta hugsun í þetta kerfi. Það er mjög sérstakt að fyrsta hugsun ráðherrans sem ber ábyrgð á málaflokknum skuli vera að láta skattborgara borga fyrir skussana sem fara illa með dýr,“ segir hann.Skýrsla Matvælastofnunar sýndi fram á slæman aðbúnað á svínabúum.vísir/AuðunnVill vottanir Árni Páll telur að frekar eigi að verja peningum í að koma á fót vottunarkerfi sem neytendur geti treyst á. „Aðkoma ríkisins ætti að vera að greiða fyrir því að það verði til alvöru vottunarfyrirtæki sem gætu vottað þá framleiðendur sem sannarlega búa vel að sínum gripum, sem eru margir,“ segir hann. „Í dag eru allir undir sömu sök seldir. Þetta er eins og annað í okkar gallaða landbúnaðarkerfi að skussar eru verndaðir og það skortir að gera fólki kleift að kaupa gæðavöru sem sannarlega er framleitt nóg af.“ Árni Páll vill að neytendur fái að vita hvaða svínabú hafi búið að dýrum sínum með þeim hætti sem birtist í skýrslu Matvælastofnunar. „Auðvitað á að upplýsa hvar aðbúnaðinn er með þessum hætti og gefa neytendum færi á að kaupa sérmerkta vöru og það er mjög mikilvægt að það gerist alls staðar í landbúnaðinum. Því að það eru víða góðir bændur sem eru að vinna vel og eiga skilið að njóta þess í afurðaverði og tiltrú á markaði og eiga ekki að þurfa að þola það að vera seldir undir sömu sök og skussar,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ekki koma til greina að skattgreiðendur taki þátt í kostnaði við að bæta aðstöðu hjá svínaræktendum, líkt og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hljóti að koma til álita. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.vísir/stefánSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við RÚV, sem birti myndir úr skýrslu Matvælastofnunar, sem sýnir slæman aðbúnað svína, að til álita komi að veita svínabúum stofnstyrki til framkvæmda til að laga aðstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur fráleitt að íslenska ríkið taki þátt í kostnaðinum. „Þetta er auðvitað bara eitt dæmi af mjög mörgum um að það skortir alveg áþreifanlega rétta hugsun í þetta kerfi. Það er mjög sérstakt að fyrsta hugsun ráðherrans sem ber ábyrgð á málaflokknum skuli vera að láta skattborgara borga fyrir skussana sem fara illa með dýr,“ segir hann.Skýrsla Matvælastofnunar sýndi fram á slæman aðbúnað á svínabúum.vísir/AuðunnVill vottanir Árni Páll telur að frekar eigi að verja peningum í að koma á fót vottunarkerfi sem neytendur geti treyst á. „Aðkoma ríkisins ætti að vera að greiða fyrir því að það verði til alvöru vottunarfyrirtæki sem gætu vottað þá framleiðendur sem sannarlega búa vel að sínum gripum, sem eru margir,“ segir hann. „Í dag eru allir undir sömu sök seldir. Þetta er eins og annað í okkar gallaða landbúnaðarkerfi að skussar eru verndaðir og það skortir að gera fólki kleift að kaupa gæðavöru sem sannarlega er framleitt nóg af.“ Árni Páll vill að neytendur fái að vita hvaða svínabú hafi búið að dýrum sínum með þeim hætti sem birtist í skýrslu Matvælastofnunar. „Auðvitað á að upplýsa hvar aðbúnaðinn er með þessum hætti og gefa neytendum færi á að kaupa sérmerkta vöru og það er mjög mikilvægt að það gerist alls staðar í landbúnaðinum. Því að það eru víða góðir bændur sem eru að vinna vel og eiga skilið að njóta þess í afurðaverði og tiltrú á markaði og eiga ekki að þurfa að þola það að vera seldir undir sömu sök og skussar,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira