Hvetur sádiarabísk stjórnvöld til að endurskoða refsingu al-Nim Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2015 16:17 Gunnar Bragi Sveinsson vísir/ap Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Í ræðu sinni kom hann víða við og ræddi meðal annars mannréttindi, jafnrétti kynjanna og hlýnun jarðar. Meðal annars skoraði hann á stjórnvöld í Sádi-Arabíu að milda dóm yfir hinum tvítuga Ali Mohammed al-Nim en hann var handtekinn árið 2012 eftir að hafa mótmælt stjórnvöldum í landinu. Hann hefur verið dæmdur til dauða en aftakan mun að óbreyttu fara fram með afhöfðun og krossfestingu. Skoraði hann á Sádí-Arbíu. „Hvert sem litið er blasa við okkur áhrif hlýnandi loftlags jarðar,“ sagði Gunnar Bragi. Hlýnun jarðar þýddi að jöklar í norðri væru að bráðna og af því leiddi að yfirborð sjávar í suðri væri að hækka. Enn væri tími til að bæta úr en ráðherran telur að COP21 ráðstefnan í París gæti verið síðasti sénsinn. „Ísland hefur skuldbundið sig, ásamt öðrum Evrópuþjóðum, til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030.“Kynjahallann verði að jafna Síðar í ræðu sinni vék ráðherrann máli sínu að málefnum flóttamanna. Vandinn hefði verið til staðar áður en átökin í Sýrlandi brutust út en nú væri hann verri en nokkru sinni fyrr. Benti hann á að 19. öld hefði um fimmtungur Íslendinga flúið land vegna fátæktar og erfiðra veðuraðstæðna og siglt vestur um haf til Norður-Ameríku. „Við höfum öll séð tölurnar. Aðeins á þessu ári hefur hálf milljón manna flúið yfir Miðjarðarhafið til Evrópu og milljónir hafa flúið til nágrannalandanna. Ég vil minnast á nágrannalönd Sýrlands sem hafa skilyrðislaust veitt stærstum hluta flóttafólks skjól,“ sagði Gunnar Bragi. Hann kvatti Sameinuðu þjóðirnar til að sameinast til að leysa þetta vandamál. Í niðurlagi ræðu sinnar vék Gunnar Bragi máli sínu að kynjahalla innan Sameinuðu Þjóðanna. Frá upphafi hafa átta aðilar, allt karlmenn, gengt stöðu aðalritara SÞ og telur Gunnar Bragi að nú sé tími til kominn til að kona taki við þegar Ban-Ki Moon hættir. Einnig væri kominn tími á að kona gengdi starfi forseta allsherjarþingsins. „Kynjahallinn í hæstu stöðum verður að vera jafnaður út til að tryggja áreiðanleika Sameinuðu þjóðanna,“ sagði ráðherrann. Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Forsætisráðherra ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem jafnréttismál voru efst á baugi. 27. september 2015 20:06 Sigmundur Davíð fangaði augnablikið er fáni Palestínu var dreginn að húni Það var söguleg stund er fáni Palestínu blakti í fyrsta sinn við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í dag. 30. september 2015 21:38 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Í ræðu sinni kom hann víða við og ræddi meðal annars mannréttindi, jafnrétti kynjanna og hlýnun jarðar. Meðal annars skoraði hann á stjórnvöld í Sádi-Arabíu að milda dóm yfir hinum tvítuga Ali Mohammed al-Nim en hann var handtekinn árið 2012 eftir að hafa mótmælt stjórnvöldum í landinu. Hann hefur verið dæmdur til dauða en aftakan mun að óbreyttu fara fram með afhöfðun og krossfestingu. Skoraði hann á Sádí-Arbíu. „Hvert sem litið er blasa við okkur áhrif hlýnandi loftlags jarðar,“ sagði Gunnar Bragi. Hlýnun jarðar þýddi að jöklar í norðri væru að bráðna og af því leiddi að yfirborð sjávar í suðri væri að hækka. Enn væri tími til að bæta úr en ráðherran telur að COP21 ráðstefnan í París gæti verið síðasti sénsinn. „Ísland hefur skuldbundið sig, ásamt öðrum Evrópuþjóðum, til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030.“Kynjahallann verði að jafna Síðar í ræðu sinni vék ráðherrann máli sínu að málefnum flóttamanna. Vandinn hefði verið til staðar áður en átökin í Sýrlandi brutust út en nú væri hann verri en nokkru sinni fyrr. Benti hann á að 19. öld hefði um fimmtungur Íslendinga flúið land vegna fátæktar og erfiðra veðuraðstæðna og siglt vestur um haf til Norður-Ameríku. „Við höfum öll séð tölurnar. Aðeins á þessu ári hefur hálf milljón manna flúið yfir Miðjarðarhafið til Evrópu og milljónir hafa flúið til nágrannalandanna. Ég vil minnast á nágrannalönd Sýrlands sem hafa skilyrðislaust veitt stærstum hluta flóttafólks skjól,“ sagði Gunnar Bragi. Hann kvatti Sameinuðu þjóðirnar til að sameinast til að leysa þetta vandamál. Í niðurlagi ræðu sinnar vék Gunnar Bragi máli sínu að kynjahalla innan Sameinuðu Þjóðanna. Frá upphafi hafa átta aðilar, allt karlmenn, gengt stöðu aðalritara SÞ og telur Gunnar Bragi að nú sé tími til kominn til að kona taki við þegar Ban-Ki Moon hættir. Einnig væri kominn tími á að kona gengdi starfi forseta allsherjarþingsins. „Kynjahallinn í hæstu stöðum verður að vera jafnaður út til að tryggja áreiðanleika Sameinuðu þjóðanna,“ sagði ráðherrann.
Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Forsætisráðherra ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem jafnréttismál voru efst á baugi. 27. september 2015 20:06 Sigmundur Davíð fangaði augnablikið er fáni Palestínu var dreginn að húni Það var söguleg stund er fáni Palestínu blakti í fyrsta sinn við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í dag. 30. september 2015 21:38 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22
Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15
Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Forsætisráðherra ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem jafnréttismál voru efst á baugi. 27. september 2015 20:06
Sigmundur Davíð fangaði augnablikið er fáni Palestínu var dreginn að húni Það var söguleg stund er fáni Palestínu blakti í fyrsta sinn við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í dag. 30. september 2015 21:38
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent