Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2015 11:47 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir/Valli Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. Hulda María sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hollenska móðirin Mirjam Foekje van Twuijver var í morgun dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir smygl á tæplega tuttugu kílóum af fíkniefnum til Íslands frá Hollandi. Með í för var dóttir konunnar á táningsaldri. Atli Freyr Fjölnisson, Íslendingur sem veitti ætluðum fíkniefnum viðtöku, var dæmdur í fimm ára fangelsi. „Refsiramminn er tólf ár sem þýðir að þessi mál fara að sprengja refsirammann,“ segir Hulda María í samtali við Vísi.Tryggvi hlaut ellefu ára dóm.Lá fyrir játning að hluta Dómurinn yfir Mirjam er einn sá þyngsti sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Árið 2001 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Tryggva Rúnar Guðjónsson í 11 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl en Hæstiréttur mildaði þann dóm í 10 ár. Þá var Kurt Fellner, austurrískur ríkisborgari, dæmdur í héraði í tólf ára fangelsið árið 2002 fyrir e-töflusmygl en Hæstiréttur mildaði þann dóm í níu ár.Fréttablaðið fjallaði um dóminn yfir Kurt Fellner árið 2002.Í tilfelli hollensku móðurinnar lá fyrir játning að hluta, þ.e. í tilfelli töskunnar sem hún sjálf var með. Hún játaði ekki vitneskju um fíkniefni í tösku dótturinnar. en hún sagðist ekki hafa vitað að um svo mikið magn væri að ræða. Í fórum hennar voru rúmlega níu kíló af amfetamíni, rúmlega tíu kíló af MDMA og tæp 200 grömm af kókaíni. Var styrkleiki MDMA metinn svo mikill að ætlað var að framleiða mætti 85 þúsund e-töflur úr efninu. Tíu kílóin af MDMA voru í töskunni sem dóttirin hafði. Ákæruvaldið fór ekki fram á ákveðinn fjölda ára í fangelsi í sókn sinni í málinu. Hulda María segist hafa ákveðið að leggja það í hendur dómara. „Yfirleitt nefnir ákæruvaldið árafjölda en vegna þess hve samvinnuþýð ákærða var þá ákvað ég að setja mig ekki í dómarasætið,“ segir Hulda María. Mirjam í dómssal ásamt Jóhannesi Árnasyni, verjanda sínum.vísir/gvaÞungur að sumu leyti en öðru ekki Hulda María segir aðspurð að dómurinn hafi að sumu leyti komið sér á óvart en að öðru ekki. „Miðað við Papeyjarmálið má segja að dómurinn sé þungur en miðað við önnur ekki,“ segir Hulda María. Refsingin sé há í ljósi þess að Mirjam var samvinnuþýð auk þess sem játning lá fyrir. Mirjam aðstoðaði lögreglu meðal annars við tálbeituaðgerð sem leiddi til handtöku Atla Freys Fjölnissonar sem hlaut fimm ára dóm. Hins vegar sé óumdeilt að styrkleiki efnanna var afar mikill. Jóhannes Árnason, verjandi Mirjam, segir dóminn mjög þungan og honum verði að öllum líkindum áfrýjað. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Brynjar Níelsson þingmaður er harðorður í kjölfar dómsins og spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum. Þá hefur Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Atla Freys, tjáð sig um aðgerðir lögreglu sem honum þykir ekki til eftirbreytni vægt til orða tekið. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Þingmaður spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum Tilefnið er 11 ára fangelsisdómur sem féll í dag yfir hollenskri konu sem var burðardýr. 8. október 2015 12:18 Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira
Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. Hulda María sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hollenska móðirin Mirjam Foekje van Twuijver var í morgun dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir smygl á tæplega tuttugu kílóum af fíkniefnum til Íslands frá Hollandi. Með í för var dóttir konunnar á táningsaldri. Atli Freyr Fjölnisson, Íslendingur sem veitti ætluðum fíkniefnum viðtöku, var dæmdur í fimm ára fangelsi. „Refsiramminn er tólf ár sem þýðir að þessi mál fara að sprengja refsirammann,“ segir Hulda María í samtali við Vísi.Tryggvi hlaut ellefu ára dóm.Lá fyrir játning að hluta Dómurinn yfir Mirjam er einn sá þyngsti sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Árið 2001 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Tryggva Rúnar Guðjónsson í 11 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl en Hæstiréttur mildaði þann dóm í 10 ár. Þá var Kurt Fellner, austurrískur ríkisborgari, dæmdur í héraði í tólf ára fangelsið árið 2002 fyrir e-töflusmygl en Hæstiréttur mildaði þann dóm í níu ár.Fréttablaðið fjallaði um dóminn yfir Kurt Fellner árið 2002.Í tilfelli hollensku móðurinnar lá fyrir játning að hluta, þ.e. í tilfelli töskunnar sem hún sjálf var með. Hún játaði ekki vitneskju um fíkniefni í tösku dótturinnar. en hún sagðist ekki hafa vitað að um svo mikið magn væri að ræða. Í fórum hennar voru rúmlega níu kíló af amfetamíni, rúmlega tíu kíló af MDMA og tæp 200 grömm af kókaíni. Var styrkleiki MDMA metinn svo mikill að ætlað var að framleiða mætti 85 þúsund e-töflur úr efninu. Tíu kílóin af MDMA voru í töskunni sem dóttirin hafði. Ákæruvaldið fór ekki fram á ákveðinn fjölda ára í fangelsi í sókn sinni í málinu. Hulda María segist hafa ákveðið að leggja það í hendur dómara. „Yfirleitt nefnir ákæruvaldið árafjölda en vegna þess hve samvinnuþýð ákærða var þá ákvað ég að setja mig ekki í dómarasætið,“ segir Hulda María. Mirjam í dómssal ásamt Jóhannesi Árnasyni, verjanda sínum.vísir/gvaÞungur að sumu leyti en öðru ekki Hulda María segir aðspurð að dómurinn hafi að sumu leyti komið sér á óvart en að öðru ekki. „Miðað við Papeyjarmálið má segja að dómurinn sé þungur en miðað við önnur ekki,“ segir Hulda María. Refsingin sé há í ljósi þess að Mirjam var samvinnuþýð auk þess sem játning lá fyrir. Mirjam aðstoðaði lögreglu meðal annars við tálbeituaðgerð sem leiddi til handtöku Atla Freys Fjölnissonar sem hlaut fimm ára dóm. Hins vegar sé óumdeilt að styrkleiki efnanna var afar mikill. Jóhannes Árnason, verjandi Mirjam, segir dóminn mjög þungan og honum verði að öllum líkindum áfrýjað. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Brynjar Níelsson þingmaður er harðorður í kjölfar dómsins og spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum. Þá hefur Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Atla Freys, tjáð sig um aðgerðir lögreglu sem honum þykir ekki til eftirbreytni vægt til orða tekið.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Þingmaður spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum Tilefnið er 11 ára fangelsisdómur sem féll í dag yfir hollenskri konu sem var burðardýr. 8. október 2015 12:18 Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira
Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24
Þingmaður spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum Tilefnið er 11 ára fangelsisdómur sem féll í dag yfir hollenskri konu sem var burðardýr. 8. október 2015 12:18
Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38