Er Ísland án áætlunar? Svandís Svavarsdóttir skrifar 30. september 2015 07:00 Athygli vakti þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir án nokkurra fyrirvara á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að Ísland ætlaði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. Þótt lítið hafi farið fyrir frumkvæði af þessu tagi í málaflokknum hjá forsætisráðherranum mátti vona að hér hefðu orðið þáttaskil. Skömmu síðar var yfirlýsingin hins vegar dregin í land af hálfu bæði aðstoðarmanns ráðherrans og sjálfs umhverfisráðherra. Heldur ráðherrann að orð hans á erlendri grundu fréttist ekki hingað heim? Hefur yfirlýsingin verið dregin til baka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna? Aðstoðarmaðurinn talar um að Ísland muni taka við „sanngjörnu hlutfalli“ af heildarmarkmiðum Evrópusambandsríkjanna um að heildarminnkun losunar verði 40% fyrir árið 2030. Ekki liggur fyrir hvað felast mun í „sanngjörnu hlutfalli“ eða hvernig standa eiga að því. Því er alls ekki ljóst hvort og þá hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að beita sér í jafn risastóru og brýnu máli og alþjóðasamningum og aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvar er ný aðgerðaáætlun? Hver eru markmiðin? Við fáum að vita að orð forsætisráðherra standast ekki skoðun, draga þarf í land það sem fullyrt var svo drýgindalega á fundi í Sameinuðu þjóðunum. Hver er áætlunin? Í raun kemur ekki á óvart að bakkað sé með orð forsætisráðherra enda skýrt að yfirlýsingin rímar ekki við einbeitta og úrelta atvinnustefnu ríkisstjórnar hans. Ekkert gæti verið jafn fjarri göfugum markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stórkarlaleg og mengandi stóriðjustefna Sigmundar Davíðs og félaga. En ganga þessi markmið um 40% samdrátt í samvinnu við Evrópusambandið nógu langt ef hugur fylgir máli? Ekki að mati okkar Vinstri grænna. Ísland á að geta orðið kolefnishlutlaust hagkerfi fyrir árið 2050. Að því markmiði og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 2015 til ársins 2030 ættum við að vinna. Þau heimsmarkmið ganga út á að eyða fátækt, tryggja mannréttindi og jöfn réttindi jarðarbúa með hliðsjón af hagsmunum náttúrunnar og umhverfisvernd. Það væri alvöru áætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Athygli vakti þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir án nokkurra fyrirvara á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að Ísland ætlaði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. Þótt lítið hafi farið fyrir frumkvæði af þessu tagi í málaflokknum hjá forsætisráðherranum mátti vona að hér hefðu orðið þáttaskil. Skömmu síðar var yfirlýsingin hins vegar dregin í land af hálfu bæði aðstoðarmanns ráðherrans og sjálfs umhverfisráðherra. Heldur ráðherrann að orð hans á erlendri grundu fréttist ekki hingað heim? Hefur yfirlýsingin verið dregin til baka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna? Aðstoðarmaðurinn talar um að Ísland muni taka við „sanngjörnu hlutfalli“ af heildarmarkmiðum Evrópusambandsríkjanna um að heildarminnkun losunar verði 40% fyrir árið 2030. Ekki liggur fyrir hvað felast mun í „sanngjörnu hlutfalli“ eða hvernig standa eiga að því. Því er alls ekki ljóst hvort og þá hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að beita sér í jafn risastóru og brýnu máli og alþjóðasamningum og aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvar er ný aðgerðaáætlun? Hver eru markmiðin? Við fáum að vita að orð forsætisráðherra standast ekki skoðun, draga þarf í land það sem fullyrt var svo drýgindalega á fundi í Sameinuðu þjóðunum. Hver er áætlunin? Í raun kemur ekki á óvart að bakkað sé með orð forsætisráðherra enda skýrt að yfirlýsingin rímar ekki við einbeitta og úrelta atvinnustefnu ríkisstjórnar hans. Ekkert gæti verið jafn fjarri göfugum markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stórkarlaleg og mengandi stóriðjustefna Sigmundar Davíðs og félaga. En ganga þessi markmið um 40% samdrátt í samvinnu við Evrópusambandið nógu langt ef hugur fylgir máli? Ekki að mati okkar Vinstri grænna. Ísland á að geta orðið kolefnishlutlaust hagkerfi fyrir árið 2050. Að því markmiði og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 2015 til ársins 2030 ættum við að vinna. Þau heimsmarkmið ganga út á að eyða fátækt, tryggja mannréttindi og jöfn réttindi jarðarbúa með hliðsjón af hagsmunum náttúrunnar og umhverfisvernd. Það væri alvöru áætlun.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar