Náfölnaði þegar sérsveitarmaðurinn birtist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2015 10:37 Handtakan fór fram við Hótel Frón í Reykjavík. vísir/stefán Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom staðsetningarbúnaði fyrir í ferðatösku sem 26 ára gamall Íslendingur tók við fyrir utan Hótel Frón í apríl síðastliðnum. Í töskunni voru 20 kíló af gerviefnum sem komið hafði verið fyrir í stað fíkniefna sem hollensk kona á fimmtugsaldri hafði smyglað inn til landsins. Maðurinn átti að koma efnunum á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir sendiferðina. Fram kom við aðalmeðferð málsins í gær að handtökuskipun hefði komið í gegnum talstöðvakerfi lögreglunnar og voru meðal annars menn úr sérsveit ríkislögreglustjóra sendir á staðinn til að aðstoða við handtökurnar og tryggja öryggi í og við hótelið. Verjendur í málinu, þeir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Jóhannes Árnason, veltu því upp við aðalmeðferð málsins í gær hvers vegna ákveðið var að handtaka sakborninga á Hótel Fróni í stað þess að láta manninn fara með efnin á næsta áfangastað.Almannahætta og tæknilegir örðugleikar „Þegar hann er kominn með efnin í bílinn er komin almannahætta. Svo eru líka tæknilegir örðugleikar sem valda því að við eltum hann ekki,“ sagði rannsóknarlögreglumaður sem kom að málinu. Vilhjálmur reyndi þá að fá fram í hverju þeir tæknilegir örðugleikar hefðu verið fólgnir en dómari sagði að lögreglumaðurinn þyrfti ekki að svara þeirri spurningu. Verjandinn spurði þá í hverju almannahættan hefði verið fólgin. „Það liggur í hlutarins eðli hvernig menn geta brugðist við ef þeir eru á ferðinni með ólögleg efni,“ svaraði rannsóknarlögreglumaðurinn.Gátu ekki tekið ákvörðun um að láta manninn fara af stað með efnin Sérsveitarmaður sem kom að handtöku mannsins sagði fyrir dómi að manninum hefði verið mjög brugðið þegar hann var handtekinn. Hann hefði náfölnað og verið smeykur. Aðspurður tók sérsveitarmaðurinn undir að það væri akkur í því fyrir lögreglu að ná höfuðpaurunum í máli sem þessu og sagði að eftir á hefði kannski átt að fylgja hinum meintu fíkniefnum á áfangastað. Handtökuskipunin hefði hins vegar komið með mjög stuttum fyrirvara og engin önnur skipun fylgt í kjölfarið. Þá sagði sérsveitarmaðurinn að þeir hefðu ekki haft annað hlutverk á vettvangi en að tryggja öryggi og veita aðstoð við handtökuna. Þeir gátu ekki tekið ákvörðun um að láta hinn grunaða fara af stað með efnin. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom staðsetningarbúnaði fyrir í ferðatösku sem 26 ára gamall Íslendingur tók við fyrir utan Hótel Frón í apríl síðastliðnum. Í töskunni voru 20 kíló af gerviefnum sem komið hafði verið fyrir í stað fíkniefna sem hollensk kona á fimmtugsaldri hafði smyglað inn til landsins. Maðurinn átti að koma efnunum á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir sendiferðina. Fram kom við aðalmeðferð málsins í gær að handtökuskipun hefði komið í gegnum talstöðvakerfi lögreglunnar og voru meðal annars menn úr sérsveit ríkislögreglustjóra sendir á staðinn til að aðstoða við handtökurnar og tryggja öryggi í og við hótelið. Verjendur í málinu, þeir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Jóhannes Árnason, veltu því upp við aðalmeðferð málsins í gær hvers vegna ákveðið var að handtaka sakborninga á Hótel Fróni í stað þess að láta manninn fara með efnin á næsta áfangastað.Almannahætta og tæknilegir örðugleikar „Þegar hann er kominn með efnin í bílinn er komin almannahætta. Svo eru líka tæknilegir örðugleikar sem valda því að við eltum hann ekki,“ sagði rannsóknarlögreglumaður sem kom að málinu. Vilhjálmur reyndi þá að fá fram í hverju þeir tæknilegir örðugleikar hefðu verið fólgnir en dómari sagði að lögreglumaðurinn þyrfti ekki að svara þeirri spurningu. Verjandinn spurði þá í hverju almannahættan hefði verið fólgin. „Það liggur í hlutarins eðli hvernig menn geta brugðist við ef þeir eru á ferðinni með ólögleg efni,“ svaraði rannsóknarlögreglumaðurinn.Gátu ekki tekið ákvörðun um að láta manninn fara af stað með efnin Sérsveitarmaður sem kom að handtöku mannsins sagði fyrir dómi að manninum hefði verið mjög brugðið þegar hann var handtekinn. Hann hefði náfölnað og verið smeykur. Aðspurður tók sérsveitarmaðurinn undir að það væri akkur í því fyrir lögreglu að ná höfuðpaurunum í máli sem þessu og sagði að eftir á hefði kannski átt að fylgja hinum meintu fíkniefnum á áfangastað. Handtökuskipunin hefði hins vegar komið með mjög stuttum fyrirvara og engin önnur skipun fylgt í kjölfarið. Þá sagði sérsveitarmaðurinn að þeir hefðu ekki haft annað hlutverk á vettvangi en að tryggja öryggi og veita aðstoð við handtökuna. Þeir gátu ekki tekið ákvörðun um að láta hinn grunaða fara af stað með efnin.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52
Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15
Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14