Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2015 16:15 Konan í dómsal í dag ásamt verjanda sínum, Jóhannesi Árnasyni. vísir/gva Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. Konan kom til landins þann 3. apríl síðastliðinn (föstudagurinn langi) en með henni í för var 17 ára gömul dóttir hennar. Lögreglan notaði móðurina í tálbeituaðgerð fjórum dögum eftir að mæðgurnar komu til landsins. Gerviefnum var þá komið fyrir í tösku í stað fíkniefnanna sem fundust í farangri mæðgnanna og 26 ára gamall íslenskur karlmaður tók við töskunni fyrir utan Hótel Frón í Reykjavík. Í kjölfarið voru þau handtekin ásamt dóttur konunnar.Sjá einnig: Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund fyrirKom tvisvar til Íslands með manni sem var að smygla fíkniefnum Konan og maðurinn eru bæði ákærð í málinu en ekki stúlkan sem er farin til Hollands. Móðirin hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hún var handtekin og kom í dómsal í dag í fylgd fangavarða. Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari í málinu, bað konuna um að lýsa því hvernig það kom til að hún kom til Íslands ásamt dóttur sinni á föstudaginn langa. „Ég er í miklum fjárhagsvandræðum og var meðal annars búin að missa húsið mitt. Ég var því húsnæðislaus um tíma og dóttir mín þurfti að búa hjá vinkonu sinni,“ sagði konan en hún gaf skýrslu á hollensku með aðstoð túlks. Konan sagði svo frá því þegar maður sem hún taldi vera vin sinn bað hana um að koma með sér til Reykjavíkur. Hún fékk 5000 evrur fyrir að fara með honum í ferðina svo hún gat aftur farið að leigja sér húsnæði. Ferðin var í desember í fyrra en konan sagðist ekki hafa verið með tösku í þeirri ferð. Þá kvaðst hún ekki hafa vitað þá að maðurinn hafi verið að flytja fíkniefni til landsins.Átti að fá 20.000 evrur fyrir að smygla efnunum Konan fór aftur með manninum til Íslands um þremur mánuðum seinna og sagði hún að þá hefði hún fengið „smá hugmynd“ um hvað væri í gangi. Maðurinn var þá aftur að smygla efnum en skömmu eftir að þau komu aftur til Hollands var konan beðin um að fara ein til Íslands. „Ég skuldaði svo mikið að það voru eiginlega tveir möguleikar fyrir mig að bjarga mér. Annar kosturinn var vændi og hinn að fara í svona ferð. Ég var beðin um að taka það sama og hafði verið tekið í þessum tveimur fyrri ferðum. Maðurinn hafði tekið 2-3 pakka sem var hver um eitt kíló en ég vissi ekki um hvaða efni væri að ræða. Ég spurði hvort dóttir mín mætti koma með því við höfðum átt svo erfitt og við höfðum aldrei farið saman í frí,“ sagði konan og brast í grát. Saksóknari spurði hver hefði bókað ferðina og hótelið í Reykjavík. Konan sagði að það hefði hún sjálf gert það en hún hefði fengið pening fyrir því frá þeim sem báðu hana um að flytja efnin inn til landsins. Konan átti svo að fá 20.000 evrur, eða sem samsvarar 2,8 milljónum króna á gengi dagsins í dag, fyrir Íslandsferðina. Svo kom að því að mæðgurnar færu til Íslands. Þær voru með sitthvora töskuna en pökkuðu ekki í þær sjálfar. Konan lét því fólkið sem bað hana um að fara í ferðina fá föt og dót í sinni eigu og dótturinnar til að pakka niður í töskurnar. Við komuna hingað til lands fundust fíkniefni í báðum töskunum en konan sagði í dag að hún hefði tekið því sem sjálfgefnu að ekki yrðu sett fíkniefni í tösku dóttur hennar. „Ég var búin að segja þeim nokkrum sinnum að þetta átti ekki að vera meira magn en það sem farið var með í hinum tveimur ferðunum og að dóttir mín ætti að vera alveg fyrir utan þetta allt.“ Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Maðurinn neitar að hafa tekið við ætluðum fíkniefnum frá hollensku móðurinni Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa tekið við tösku sem átti að innihalda um 20 kíló af fíkniefnum neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 27. júlí 2015 11:05 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. Konan kom til landins þann 3. apríl síðastliðinn (föstudagurinn langi) en með henni í för var 17 ára gömul dóttir hennar. Lögreglan notaði móðurina í tálbeituaðgerð fjórum dögum eftir að mæðgurnar komu til landsins. Gerviefnum var þá komið fyrir í tösku í stað fíkniefnanna sem fundust í farangri mæðgnanna og 26 ára gamall íslenskur karlmaður tók við töskunni fyrir utan Hótel Frón í Reykjavík. Í kjölfarið voru þau handtekin ásamt dóttur konunnar.Sjá einnig: Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund fyrirKom tvisvar til Íslands með manni sem var að smygla fíkniefnum Konan og maðurinn eru bæði ákærð í málinu en ekki stúlkan sem er farin til Hollands. Móðirin hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hún var handtekin og kom í dómsal í dag í fylgd fangavarða. Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari í málinu, bað konuna um að lýsa því hvernig það kom til að hún kom til Íslands ásamt dóttur sinni á föstudaginn langa. „Ég er í miklum fjárhagsvandræðum og var meðal annars búin að missa húsið mitt. Ég var því húsnæðislaus um tíma og dóttir mín þurfti að búa hjá vinkonu sinni,“ sagði konan en hún gaf skýrslu á hollensku með aðstoð túlks. Konan sagði svo frá því þegar maður sem hún taldi vera vin sinn bað hana um að koma með sér til Reykjavíkur. Hún fékk 5000 evrur fyrir að fara með honum í ferðina svo hún gat aftur farið að leigja sér húsnæði. Ferðin var í desember í fyrra en konan sagðist ekki hafa verið með tösku í þeirri ferð. Þá kvaðst hún ekki hafa vitað þá að maðurinn hafi verið að flytja fíkniefni til landsins.Átti að fá 20.000 evrur fyrir að smygla efnunum Konan fór aftur með manninum til Íslands um þremur mánuðum seinna og sagði hún að þá hefði hún fengið „smá hugmynd“ um hvað væri í gangi. Maðurinn var þá aftur að smygla efnum en skömmu eftir að þau komu aftur til Hollands var konan beðin um að fara ein til Íslands. „Ég skuldaði svo mikið að það voru eiginlega tveir möguleikar fyrir mig að bjarga mér. Annar kosturinn var vændi og hinn að fara í svona ferð. Ég var beðin um að taka það sama og hafði verið tekið í þessum tveimur fyrri ferðum. Maðurinn hafði tekið 2-3 pakka sem var hver um eitt kíló en ég vissi ekki um hvaða efni væri að ræða. Ég spurði hvort dóttir mín mætti koma með því við höfðum átt svo erfitt og við höfðum aldrei farið saman í frí,“ sagði konan og brast í grát. Saksóknari spurði hver hefði bókað ferðina og hótelið í Reykjavík. Konan sagði að það hefði hún sjálf gert það en hún hefði fengið pening fyrir því frá þeim sem báðu hana um að flytja efnin inn til landsins. Konan átti svo að fá 20.000 evrur, eða sem samsvarar 2,8 milljónum króna á gengi dagsins í dag, fyrir Íslandsferðina. Svo kom að því að mæðgurnar færu til Íslands. Þær voru með sitthvora töskuna en pökkuðu ekki í þær sjálfar. Konan lét því fólkið sem bað hana um að fara í ferðina fá föt og dót í sinni eigu og dótturinnar til að pakka niður í töskurnar. Við komuna hingað til lands fundust fíkniefni í báðum töskunum en konan sagði í dag að hún hefði tekið því sem sjálfgefnu að ekki yrðu sett fíkniefni í tösku dóttur hennar. „Ég var búin að segja þeim nokkrum sinnum að þetta átti ekki að vera meira magn en það sem farið var með í hinum tveimur ferðunum og að dóttir mín ætti að vera alveg fyrir utan þetta allt.“
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Maðurinn neitar að hafa tekið við ætluðum fíkniefnum frá hollensku móðurinni Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa tekið við tösku sem átti að innihalda um 20 kíló af fíkniefnum neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 27. júlí 2015 11:05 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21
Maðurinn neitar að hafa tekið við ætluðum fíkniefnum frá hollensku móðurinni Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa tekið við tösku sem átti að innihalda um 20 kíló af fíkniefnum neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 27. júlí 2015 11:05
Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent