Ferjuáhöfn í fullu starfi að handlanga ælupoka Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. september 2015 08:00 Sæfari sigldi ekki alltaf lygnan sjó í sumar. Mynd/Anna María Sigvaldadóttir „Við höfum verið í fullu starfi við að rétta fólkinu ælupoka," segir segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á ferjunni Sæfara sem býður upp á áætlunarferðir frá Dalvík til Grímseyjar. Flestallir ferðamenn sem komu með ferjunni til Grímseyjar í sumar urðu sjóveikir að sögn Sigurjóns. Ferðin með Sæfara tekur að lágmarki þrjár klukkustundir og varð fólk flest sjóveikt strax í upphafi ferðarinnar. Hann segir vont veður vera ástæðu ástandsins. „Það er búið að vera ömurlegt veður í sumar og hefur ástandið verið svona vegna norðanáttarinnar,“ segir Sigurjón. Sæfari tekur 108 manns og siglir þrjár ferðir í viku. Algengast er að um 80 manns séu um borð á sumrin.Sigurjón Herbertsson skipstjóri SæfariSigurjón hefur farið sömu leiðina í um tuttugu ár og segist ekki muna eftir öðru eins sumri. „Þetta hefur verið mjög leiðinlegt og það hefur verið mikið álag á okkur í áhöfninni við að þjónusta sjóveikt fólk, gefa því vatn að drekka og fara með suma í kojur,“ segir Sigurjón og bætir við að í ágúst hafi ein ferðin verið felld niður sökum veðurs. Það hafi aldrei gerst áður að sumarlagi. Þá segir Sigurjón að sjóveikir ferðamenn hafi oft ekki treyst sér með ferjunni til baka og keypt sér í staðinn flug til meginlandsins. „Fólk var kvíðið að þurfa að fara til baka og ákvað því að gista í eynni eða kaupa sér flug til baka. Það gerðist svo stundum að ekki var flogið vegna þoku og fólkið neyddist til þess að koma með um borð.“ Anna María Sigvaldadóttir, eigandi matvöruverslunarinnar í Grímsey og afgreiðslumaður ferjunnar Sæfara, segist ekki mun eftir eins mörgum sjóveikum ferðamönnum áður. „Fólkið var sjóveikt í marga tíma eftir ferðina. Ég held að það hafi verið svona tvær ferðir í sumar þar sem fólk varð ekki sjóveikt. Þetta er vegna veðursins, enda var meðalhitinn hér í sumar þrjár til fjórar gráður og norðanátt.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira
„Við höfum verið í fullu starfi við að rétta fólkinu ælupoka," segir segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á ferjunni Sæfara sem býður upp á áætlunarferðir frá Dalvík til Grímseyjar. Flestallir ferðamenn sem komu með ferjunni til Grímseyjar í sumar urðu sjóveikir að sögn Sigurjóns. Ferðin með Sæfara tekur að lágmarki þrjár klukkustundir og varð fólk flest sjóveikt strax í upphafi ferðarinnar. Hann segir vont veður vera ástæðu ástandsins. „Það er búið að vera ömurlegt veður í sumar og hefur ástandið verið svona vegna norðanáttarinnar,“ segir Sigurjón. Sæfari tekur 108 manns og siglir þrjár ferðir í viku. Algengast er að um 80 manns séu um borð á sumrin.Sigurjón Herbertsson skipstjóri SæfariSigurjón hefur farið sömu leiðina í um tuttugu ár og segist ekki muna eftir öðru eins sumri. „Þetta hefur verið mjög leiðinlegt og það hefur verið mikið álag á okkur í áhöfninni við að þjónusta sjóveikt fólk, gefa því vatn að drekka og fara með suma í kojur,“ segir Sigurjón og bætir við að í ágúst hafi ein ferðin verið felld niður sökum veðurs. Það hafi aldrei gerst áður að sumarlagi. Þá segir Sigurjón að sjóveikir ferðamenn hafi oft ekki treyst sér með ferjunni til baka og keypt sér í staðinn flug til meginlandsins. „Fólk var kvíðið að þurfa að fara til baka og ákvað því að gista í eynni eða kaupa sér flug til baka. Það gerðist svo stundum að ekki var flogið vegna þoku og fólkið neyddist til þess að koma með um borð.“ Anna María Sigvaldadóttir, eigandi matvöruverslunarinnar í Grímsey og afgreiðslumaður ferjunnar Sæfara, segist ekki mun eftir eins mörgum sjóveikum ferðamönnum áður. „Fólkið var sjóveikt í marga tíma eftir ferðina. Ég held að það hafi verið svona tvær ferðir í sumar þar sem fólk varð ekki sjóveikt. Þetta er vegna veðursins, enda var meðalhitinn hér í sumar þrjár til fjórar gráður og norðanátt.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira