Fjallsárlón virkjað í þágu ferðaþjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2015 21:15 Uppbygging ferðamannaaðstöðu er að hefjast við Fjallsárlón í Öræfum. Þetta er annað jökullónið við rætur Vatnajökuls þar sem ferðamönnum býðst að sigla innan um fljótandi ísjaka. Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er fyrir löngu orðið ein helsta táknmynd Íslands í ferðamannabæklingum en það hefur í aldarfjórðung verið nýtt til ferðamannasiglinga. Og nú hefur annað lón á sömu slóðum, Fjallsárlón, verið virkjað í þágu ferðamanna.Fjallsárlón er við rætur Öræfajökuls.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fyrirtækið Fjallsárlón ehf. hefur undanfarin þrjú sumur siglt með ferðamenn um lónið og notað til þess hraðskreiða gúmmíbáta, svokallaða zodiac-báta. Að fyrirtækinu standa þrír ungir menn, þeirra á meðal Steinþór Arnarson frá Hofi í Öræfum. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hann starfsemina hafa gengið vel og hún væri stöðugt að vaxa. Aðstaðan við Fjallsárlón er hins vegar takmörkuð, eitt hjólhýsi fyrir starfsmenn, yfirbyggð kerra fyrir miðasölu, einn kamar og lítið bílastæði. En nú á að bæta úr, byggja þjónustuhús með veitingasal, leggja nýjan veg og stærra bílastæði. „Við ætlum að klára þetta fyrir næsta sumar. Þá ætlum við að vera komnir með betri aðstöðu. Við ætlum áfram að láta umhverfið hérna á svæðinu vera í fyrsta sæti. Við verðum utan við jökulöldurnar,“ segir Steinþór.Litlir gúmmíbátar eru notaðir til siglinga með ferðamenn á Fjallsárlóni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þeir lögðu hins vegar ekki í slíka fjárfestingu nema að tryggja sér sérleyfi til tólf ára sem þeir greiða fyrir níu og hálfa milljón króna á ári. Þeir eru komnir með leyfi allra bænda á svæðinu sem og sveitarfélagsins. Siglingar á Fjallsárlóni eru eingöngu yfir sumarmánuði, frá miðjum maímánuði og fram í miðjan september, en lónið frýs á veturna. Þeir hyggjast áfram notu sömu tegund báta enda segir Steinþór þá vera mjög ánægða með bátana og fólk jafnframt ánægt að sigla í litlum bátum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. 28. ágúst 2015 21:15 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Uppbygging ferðamannaaðstöðu er að hefjast við Fjallsárlón í Öræfum. Þetta er annað jökullónið við rætur Vatnajökuls þar sem ferðamönnum býðst að sigla innan um fljótandi ísjaka. Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er fyrir löngu orðið ein helsta táknmynd Íslands í ferðamannabæklingum en það hefur í aldarfjórðung verið nýtt til ferðamannasiglinga. Og nú hefur annað lón á sömu slóðum, Fjallsárlón, verið virkjað í þágu ferðamanna.Fjallsárlón er við rætur Öræfajökuls.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fyrirtækið Fjallsárlón ehf. hefur undanfarin þrjú sumur siglt með ferðamenn um lónið og notað til þess hraðskreiða gúmmíbáta, svokallaða zodiac-báta. Að fyrirtækinu standa þrír ungir menn, þeirra á meðal Steinþór Arnarson frá Hofi í Öræfum. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hann starfsemina hafa gengið vel og hún væri stöðugt að vaxa. Aðstaðan við Fjallsárlón er hins vegar takmörkuð, eitt hjólhýsi fyrir starfsmenn, yfirbyggð kerra fyrir miðasölu, einn kamar og lítið bílastæði. En nú á að bæta úr, byggja þjónustuhús með veitingasal, leggja nýjan veg og stærra bílastæði. „Við ætlum að klára þetta fyrir næsta sumar. Þá ætlum við að vera komnir með betri aðstöðu. Við ætlum áfram að láta umhverfið hérna á svæðinu vera í fyrsta sæti. Við verðum utan við jökulöldurnar,“ segir Steinþór.Litlir gúmmíbátar eru notaðir til siglinga með ferðamenn á Fjallsárlóni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þeir lögðu hins vegar ekki í slíka fjárfestingu nema að tryggja sér sérleyfi til tólf ára sem þeir greiða fyrir níu og hálfa milljón króna á ári. Þeir eru komnir með leyfi allra bænda á svæðinu sem og sveitarfélagsins. Siglingar á Fjallsárlóni eru eingöngu yfir sumarmánuði, frá miðjum maímánuði og fram í miðjan september, en lónið frýs á veturna. Þeir hyggjast áfram notu sömu tegund báta enda segir Steinþór þá vera mjög ánægða með bátana og fólk jafnframt ánægt að sigla í litlum bátum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. 28. ágúst 2015 21:15 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. 28. ágúst 2015 21:15
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur